Hlynur - 15.12.1957, Side 6

Hlynur - 15.12.1957, Side 6
verður uppspretta hitans og' ljóssins að eyðendi eldi. Það er eigi sök sólarinnar, þó að hún valdi tjóni, þegar ósnotur maður safnar geislum hennar í dautt brennigler. Það sannar aðeins, að sól- argeislarnir falla á jörðina í þjónustu lífsins. En þeim verður ekki hamstrað til að geymast í silfurskríni sérhyggjunn- ar, fremur en þeir verða bornir í trog- um inn í gluggalausa kumbalda. Þú finnur ylinn, sem streymir um litla lófann þinn, glókollur, þegar sól- argeislinn skín á hann. Og þú nýtur hans, af því að þú ert lifandi og skynjar skyldleikann: þú sjálfur ert sólargeisli. Vonandi verður þú, glókollur, lang- lífur í landinu. Og þá leggurðu lieiðar undir fót og ýtir bátum úr vör, — í björtu og í myrkri, stundum í góð- viðrisblæ, en einnig í brunagaddi. Og bezt er að fara með gát. Það er svo margt, sem getur valdið villu — jafnvel um bjartan dag. Islenzkar þjóðsögur eru ríkar af lík- ingum. Þar eru nátttröll og forynjur, sem í allra kvikinda líki reyna að villa ferðamanni sýn. Þar heyrist ýlfur í út- burðum. Þar eru harðsporar manna, sem skeyttu ekkert um vörður, fóru með lítilli fyrirhyggju og villtust í ófærur. Og þar reika magnaðir reimleikar, sem bregða vanbúnum göngumanni, svo að liann hlýtur byltur og brákar bein. En ef þú, glókollur, varðveitir sólar- geislann í sjálum þér, þarftu ekki að óttast brattar brekkur eða kvíða kynn- um við Ijósfælna svartálfa. Þá nýturðu fulltingis góðra vætta og samstarfs frjálsra manna. Og þið skiljið, að sann- leikurinn gerir ykkur frjálsa. Þú verður bráðum göngubúinn, gló- kollur. Mig langar til að leggja í mal- inn þinn nokkurt veganesti — þetta heilræði: að þú gætir þess að hlynna að gömlum leiðarmerkjum og safna steinvölum í nýjar vörður. Það er lífs- hamingja, að eiga samleið með mönn- unum, sem brjóta klakakuflana af vörð- unum, svo að sá, sem næst fer um fjall- veginn, haldi áttum, þó að syrti í álinn og bláfjall og almannaskarð hverfi í hríðarbakka. Þannig verður bilið milli áratuga bezt brúað; — og framtíðin rís í fögrum fyrirheitum. I dag stígur þú, glókollur, fyrstu sporin, reikull og' hikandi, en með eftir- væntingu í björtum augum. Á morgun kallar SAMVINNU- STEFNAN þig til dáðríkrar þátttöku í Manndómsstörfum. — Gættu þess að hlynna að gömlum leiðarmerkjum og safna steinvölum í riýjar vörður — 6 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.