Hlynur - 15.12.1957, Side 29
skammt þaðan liggur bærinn Roch-
dale, þar sem fyrsta sáðkorni þessarar
voldugu hreyfingar var sáð fyrir rúmri
öld síðan.
I Manchester fór ég milli hinna
ýmsu deilda sambandsins, vöru-
geymslna, söludeilda, verksmiðja og
bókasafns. Einnig dvaldi ég í viku-
tíma í kaupfélagi einu nálægt borg-
inni og kynntist í stórum dráttum
starfsemi þess.
Eg hafði að sjálfsögðu gert mér í
hugarlund að samvinnuhreyfingin væri
mjög sterk í Englandi, en þó varla
svo sem raun bar vitni um. Má með
sanni segja að samvinnufélögin sjái
meðlimum sínum fyrir flestum þc-rf-
um þeirra frá vöggu til grafar, því
flest sjá þau um greftrunina líka.
Fjölskylda sú er ég bjó hjá keypti
bókstaflega allt hjá „Co-op“. Sagði ég
eitt sinn við frúna, að mér virtist allt
á heimilinu vera frá sambandinu nema
þá helzt andrúmsloftið. En hún sagð-
ist vona að það væri einnig mettað
scmvinnu og var það hverju orði sann-
ara.
Konur láta mjög til sín taka í
stjórn kaupfélaganna og eru meirihluta
í sumum þeirra. En tillit verður að
taka til þess, að flest eru félögin fyrst
og fremst neytendafélög.
Tekjuafgangur er yfirleitt greiddur út
hálfsárslega, en var áður greiddur út árs-
fjórðungslega í flestum tilfellum.
Að lýsa starfsemi brezka sambands-
ins í örstuttri grein, er ógerningur,
enda ekki tilgangur þessarar frásagn-
ar. —
Vona ég að þessi fyrsta dvöl mín í
Englandi verði ekki sú síðasta.
Að lokum vil ég þakka Fræðslu-
deild S.Í.S. fyrir alla þá aðstoð er
hún veitti mér á þessu ferðalagi mínu.
Helgi Ingi Ingimundarson,
Borgarnesi.
o o
o
Gísli Jónsson frá Stóra-Fjarðarhorni,
fjármáladeild SIS:
Hvað ætlar þú
að gera um jólin?
Þú liggur líklega í bælinu allan tím-
ann og hlustar á útvarp og lest gjafa-
bækur?
Það er svo sem ósköp gott, en ann-
ars er ég mikið á ferli. Kann sko að
meta útsýn og útiloft góði. Hefirðu
aldrei gengið niður að höfn í góðu veðri
og rölt síðan inn eftir Skúiagötunni?
Hvílík dásemd, það er bókstaflega ekk-
ert fegurra hér á jörðu. Eg gæti vel
hugsað mér að glápa í heilan sólar-
hring út á Flóann og vestur til Jökuls-
ins. Mér er það alvara þetta með feg-
urðina, engir nema Islendingar nota
ekki slíkt „promenade", sem Skúlagöt-
una. Ef einhverjar aðrar þjóðir hefðu
þennan fjallahring, Esjuna, Akrat’jall og
Jökulinn, þá væri þar alltaf mýgrútur
fólks.
Svo þú ætlar þá að hanga í norðan-
gjóstinum niður á Skúlagiitu. Þú \ eizt
hvað bíður þín lagsmaður.
Hvaða vitleysa, ég ætla ekkerl að
hanga þar, bara skreppa þangað öðru
hvoru.
Þetta er nú svo ansi nálægt „ríkinu".
þú ferð auðvitað fyrst og fremst þang-
að og allar þessar fögru sýnir eiga lík-
lega róta sína að rekja til viðskipta
þinna þar.
Heyrðu Orlygur, þú veizt að ég ræði
ekki opinberlega um þessi viðkvæmu
mál, en ef þú lítur inn til mín um
jólin, þá er ekki að vita nema að ég'
gæti svo sem skenkt þér einhverri
brjóstbirtu.
Æi, blessaður, jretta verður haft í
bakhöndinni, ég kem, það máttu vita
og þakka þér kærlega fyrir viðtalið.
Jú, vertu blessaður og gleymdu ekki
að horfa yfir til Esjunnar, þú hefir nú
aðstöðuna, og gleymdu heldur ekki
heimboðinu.
HLYNUR 29