Hlynur - 15.12.1957, Side 22

Hlynur - 15.12.1957, Side 22
DEILDARSTJORAR I KEFLAVIK Þorgeir Jóhannsson hefir látið af störfum deildarstjóra vefnaðarvöru- deildar og er ráðinn til KRON. I stað Þorgeirs kemur Brynleifur Jónsson, klæðskerameistari. Hann er fæddur 17.8. 1923 á Akureyri. Lauk prófi úr Gagnfræðaskóla Akureyrar 1939. Hóf nám í klæðskeraiðn hjá Kf. Arnesinga 1941 og lauk því 1945. Vann á sauma- stofu K.A. á annað ár, en tók síðan að sér forstöðu saumastofu Kf. Borg- firðinga og gegndi því starfi næstu sex árin. Rak eigið verkstæði í Keflavík og Reykjavík um nokkurt skeið, vann einnig hjá saumastofu Gefjun-Iðunnar, Kirkjustræti, en réðist til Kf. Suður- nesja s.l. október og veitir nú forstöðu vefnaðarvörudeildinni, eins og áður segir. Kristján Sigurðsson hefir tekið við deildarstjórn kjörbúðar Kf. Suðurnesja. Hann er fæddur 2.3. 1937 í Hnífsdal. Ná.mi við Gagnfræðaskóla Isafjarðar lauk hann 1953. Réðist liann strax til K.S. að námi loknu. Fyrst vann hann í járnvörudeild félagsins, en var því næst bifreiðarstjóri um tíma. Þessu næst starfaði hann í matvörubúðinni að Hafnargötu 30, en fór til Noregs um áramótin 1956—'57 og starfaði hjá kaupfélaginu í Osló — Osló Sam- virkelag — þar til í maí. Starfaði hann eingöngu í kjörbúðum í Osló, en stund- aði jafnframt nám við norska sam- vinnuskólann. Strax og heim til Islands kom tók hann við deildarstjórastarfinu. Kristján Brynleifur Þorrablót KEA of fjölmenn í KRUMMA segir frá því, að þorra- blótin þar nyrðra séu að verða hið örðugasta vandamál. Ekki sökum of lítillar aðsóknar, nei síður en svo, held- ur vegna of mikillar aðsóknar. Fram til þessa mun hverjum starfsmanni hafa verið heimilt í.ð taka með sér einn gest, en allt hefir komið fyrir ekki. Húsnæði hefir hvergi hrokkið til og samkomu- gestir verið líkt á komnir og síld 1 tunnu. Þykir það að sjálfsögðu óviðeig- andi og ekki henta sem allra bezt, hvað við getum auðveldlega skilið. Ymsar bollaleggingar hafa orðið hjá KEA-mönnum — og sjálfsagt einnig konum — vegna verðandi blóta. Þykir mönnum illt að verða að leggja blótin niður, og heita því í blaðinu á alla drenglundaða lesendur að leggja orð í belg. HLYNUR getur ekki leyft sér að sitja hjá, þegar að vá er fyrir dyrum þeirra Norðlendinga, sérstaklega ekki þegar starfsmenn SIS hafa fyrir l'óngu leyst scma vandamál hjá sér. Skal frændum vorum nyrðra því sagt satt og rétt frá öllum málavöxtum, en þeir beðnir að flíka málunum ekki við hvern sem er. Sú regla hefir verið upp tekin að starfsmenn mega enga gesti með sér taka á blótin, ekki einu sinni sína ekta maka. Þess vegna eru blótin oft kölluð hin makalausu, enda réttnefni hvað það snertir. Stundum heyrast einstaka starfsmenn leggja á móti þessu fyrir- komulagi — slíkar mótbárur heyrast þá vanalega á miðju sumri — en þegar líður að blótinu eru allar allar þær raddir þc^gnaðar og hefja ekki upp raust sína aftur fyrr en að sumri. Þessar makalausu skemmtanir eru orðnar svo vinsælar, að ekki væri hugs- anlegt að leggja þær niður. Myndi það valda hinni óhugnanlegustu byltingu, sem hægt væri að hugsa sér í starfs- mannafélaginu. 22 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.