Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 3
Gildi verzlunarauglýsinga er. fyrst og fremst fólgið í því, að þær vekja athygli og löngun manna til þess að eignast þá hluti, sem þeim annars hefði ekki dottið í hug að kaupa. Þess vegna. skila sniðugar auglýsingar ekki aðeins því fé, sem til þeirra er eytt, heldur álitlegum gróða að auki. Nú á dögum er það þó jólahátíðin, sem orðin er hverri aug- lýsingu máttugri í þessum efnum. Jólin koma til kaupsýslu- mannanna eins og af himnum send og skapa meiri sölu og stærri ös í sölubúðunum en nokkur auglýsing getur gjört. Allir þurfa að fá sér þetta eða hitt fyrir jólin, þarft og óþarft — og þó einkum óþarft. Ég sagði, að jólin kæmu til kaupsýslumannanna eins og af himnum send. Ég tók svo til orða af ásettu ráði. Því hin sönnu jól eru í sálum og huga mannanna, og það eru þau, sem eru send af himnum. Allt hitt er bara umbúðir, sem mennirnir hafa búið til um þau, að vísu fallegar og að ýmsu leyti ekki illa viðeigandi, en víða miklu meiri en við á og skynsamleg þörf er fyrir. í þessum óskaplegu önnum og þreytandi umstangi okkar við að búa til þess: fínu og íburðarmiklu jól, er nokkur hætta á því, að það gleymist, að hin fyrstu jól voru haldin í fjárhúsi og að hann, sem fæddist þá nótt, var ekki umvafinn jarðnesku skraut:, heldur lagður á hálmbeð í jötu. Að öll þau ljós, sem við kveikjum á jólunum er aðeins dauft tilbúið skin í saman- burði við þá himnesku birtu, sem ljómaði yfir Betlehemsvöll- um hina helgu nótt. Að jólagjafir okkar, hversu dýru verði sem þær hafa verið keyptar á markaðinum, eru hjóm og hismi í samanburði við sjálfa gjöf jólanna, fæðingu hans, sem var mestur og beztur á jörð og opinberun Guðs eilífa kærleika. HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.