Hlynur - 15.12.1962, Page 4
Ég er ekk: að amast við því, að við höldum jólin hátíðleg
hið ytra í skynsamlegu hófi. Dýrum gimsteini hæfir fögur
umgjörð. En höfuðatriðið er að finna jólin hið innra í sjálfs
sín sál, vermast við hinn eilífa yl þeirra og birtu, verða börn
á ný. Finna t:l þess áþreifanlegar og skýrar en endranær,
hvers virði trúin og kærleikurinn er, hversu þetta tvennt
verndar þig og styður í lifi og dauða, um leið og það kallar á
þ:'g til fegurra lífs og göfugra starfs og vekur og glæðir það
bezta sem í hjarta þínu finnst. Þá eru jólin komin til þín.
Kom enn blessuð
börnum glaða
hátíð hátíða
himinrunnin.
Lyft, lífsviður,
lj ósabarri
hátt frá hálmi
húms og dauða.
GLEÐILEG JÓL!
Sveinn Víkingur
FIMMTUGUR
varð þann 6. sept.
s 1. Reynir Þ.
Hörgdal, verk-
stjóri hjá Skógerð
Iðunnar á Akur-
eyri. Hann er
fæddur að Glerár-
holti í Glerárhverfi
(sem nú er sam-
einað Akureyri)
og hefir átt heima
þar í hverfinu alla
tíð. Foreldrar hans eru Þorsteinn G.
Hörgdal umboðsmaður og kona hans,
Jónína Stefánsdóttir.
Reynir stundaði nám í Gagnfræða
skóla Akureyrar og síðan í Mennta-
skólanum á Akureyri og lauk það-
an gagnfræðaprófi. Að því loknu
starfaði hann um skeið hjá Síldar-
verksmiðjunni í Krossanesi en hóf
störf hjá Skógerð Iðunnar 1937 og
starfaði þar um nokkur ár. Réðst
þá sem verkstjóri hjá Skóverksmiðju
J. S. Kvaran um skeið en hóf aftur
störf sem verkstjóri í sníða- og
saumadeild Iðunnar 1951 og hefir
starfað þar síðan.
Reynir er maður hóglátur og
traustur, sem vinnur sér óskorað
traust allra þeirra er honum kynnast.
Kvæntur var Reynir, Þorgerði
Jónsdóttur frá Patreksfirði, en hún
andaðist s. 1. vor.
4 HLYNUR