Hlynur - 15.12.1962, Page 7

Hlynur - 15.12.1962, Page 7
Páll Heiðar Jónsson: Ræða flutt á árshátíð SF/SÍS í Reykjavík Kæra samstarfsfólk og heiðruðu gestir. Þá erum við loksins stödd á hinni langþráðu árshátíð Starfsmannafé- lags SÍS, höfuðhátíð ársins fyrir utan kannski jólahátíðina. Það gleð- ur mig mjög að sjá ykkur þarna svona glöð og södd, jafnframt því að ég veit, að það gleður ykkur mjög að sjá mig hérna, þrátt fyrir „nervusi- tetið“. Vanir ræðumenn og félagsmála- skörungar fjalla aldrei svo um nokk- urn hlut, að þeir dragi ekki fram djúpsett dæmi um gildi hans, sögu, orsakir og jafnvel afleiðingar. Nú er ég hvorugt af þessu, og sé þvx enga ástæðu til að fara inn á þá braut, enda mun ykkur flestum aug- ljóst gildi árshátíða og þessarar sér- staklega; hér borðar fólk góðan mat fyrir smápening og kynnist hvað öðru. Hafi einhver hér inni áhuga fyrir sögu árshátíðarinnar, má upp- lýsa, að hún var fyrst haldin árið 1948, en að öðru leyti vísast í Sam- vinnusöguna. Aftur á móti gætu afleiðingar árs- hátíðarinnar verið skemmtilegt og yfirgripsmikið umræðuefni, sem falla mundi undir ýmsa málaflokka; hér drep ég aðeins á tvo: Heilbrigðis- málin með tilliti til ofneyzlu vissra drykkjartegunda, og kirkjumálin með tilliti til þeirra kynna, sem stofnast hér á hátíðinni og leitt geta til ákveðinnar kirkjulegrar ahafnar. Það var á annan í nýári, það herr- ans ár 1958, að ég trítlaði upp á þriðju hæð Hvíta Hússins við Sölv- hólsgötu, og „meldaði" mig reiðu- búinn til þjónustu. Þar tók við mér grannur, skilningsríkur, ungur mað- ur, sem sagði: „Velkominn til okkar“, og bauð mér síðan sæti. Sagðist hann mundi hringja í Kristleif Jónsson, en sá ætti ráð fyrir mér. í fyrstu þrjú skiptin, sem hann hringdi, var á tali hjá Kristleifi, en loksins náðist samband og ungi skilningsríki mað- urinn fylgdi nýsveini niður á fyrstu hæð og opnaði þar dularfullar dyr. Þá gaus á móti okkur ógurlegur og með afbrigðum ljótur söngur, ef söng skildi kalla, úr þessu herbergi. Þar sátu inni þrjár manneskjur. í svipinn tók ég mest eftir höfðing- legum miðaidra manni, gráum í vöngum með yfirskegg. Var mér sagt, að maður þessi héti Björn Stefánsson, og hann raulaði gjarn- an fyrir munni sér, samstarfsfólki sínu til skemmtunar. Þegar gegnum hinar tvöföldu dyr að herbergi aðalféhirðis kom, sást önnum kafinn maður með tvö sím- tól sitt við hvort eyra og talandi í bæði í senn, skrifandi með annarri hendinni og leitandi að skjölum með hinni. Þegar tími gafst til milli sím- tala og andlita, sem birtust og hurfu á víxl í dyrunum — flest betlandi peninga — setti Kristleifur mig inn í starfið, sem einkum átti að vera Framh. á bls. 29. hlynur 7

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.