Hlynur - 15.12.1962, Page 20
DAGUR ÞORLEIFSSON
Ríki með ólund
Sólglitið eins og tindrandi síldar-
hreistur í kjölsoginu og húmgráir
fallbyssubátar sem mekaníseraðir
hvolpar Kerberosar vakandi yfir
ryðguðum fiskibátum; þessi var
fyrsta aðkenning okkar af ríki Ul-
brikts, mannsins, sem hefur heims-
ins góðmannlegasta skegg og nærir
þó kraft veldis síns á stækjunni, er
leggur af rotnandi hræjum mis-
heppnaðra flóttamanna í holræsum
Berlínar. En hér er þó loftið hreint
og lýðræðislegt næstum eins og uppi
við Skánarstrendur; við siglum því
vonglöð sömu slóðir og stríðsskip
Absalóns biskups forðum. Þá bjó
á Riigen slavneskt fólk, Vindur, sem
um margra alda skeið hafði hleypt
skeiðum sínum yfir til Fjóns og Lá-
lands að myrða danska bændur og
stela konum þeirra og búslóð; en
Absalón vandi þá af þessu og nú er
töluð þýzka á Riigen. Samt munu
Slavar á ný hafa ráð eyjarinnar í
hendi sér.
Við komum að landi við borg þá,
er Sassnitz heitir; mun hún vera
eitthvað nálægt helmingi stærri en
Akureyri Fulltrúi Sveriges Public
Relations Förening, sem bauð okkur
nemum við Journalistinstitutet í leið-
angur þennan, upplýsti að í rauninni
væri ekki ætlast til að neinn færi
í land. Þetta var þó ekki tekið mjög
alvarlega, enda er fulltrúinn sjálfur
Skoti í móðurætt og hefur því ekki
eins gaman af því að hlýða settum
reglum og aðrir Svíar. Því fóru auð-
vitað allir í land.
Nokkrar persónur í grænum únl-
formum, sjálfsagt fólkpólísar, voru
á stjákli á bryggjuhausnum, en ann-
að fólk sáum við ekki að sinni. Til
þess að fá að labba upp í bæinn,
urðum við að gegnumganga skýli
eitt, er hafði inni að halda tvö úní-
form, sitt af hvoru kyni. Glugguðu
þau í vegabréf manna og veittu þeim
síðan tveggja til þriggja tíma land-
gönguleyfi. Ég otaði einnig fram
mínum passa, útgefnum af Natórík-
inu íslandi, og fýldi þá þýzkur grön,
en lét þó kyrrt liggja. Gekk ég
síðan í land í flokki sænskra hlut-
leysingja.
Ferjan sem gengur á milli Svíþjóðar
og Sassnitz ber heiti borgarinnar.
Hér er hún rétt kominn að landi
í Sassnitz.
20 HLYNUR