Hlynur - 15.12.1962, Page 22
Verðlaunahafarnir f. v. Þorlákur Ottesen, Gyða Halldórsdóttir og Reynir
Snjólfsson.
ALDARFJÓRÐUNGSSTARF
í tilefni 25 ára afmælis KRON,
sem var 6. ágúst s. 1. bauð KRON
til fagnaðar öllum sínum starfs-
mönnum, trúnaðarmönnum félagsins
og nokkrum gestum að Bifröst í
Borgarfirði þann 19. ágúst.
í fagnaði þessum var þrem starfs-
mönnum félagsins veitt viðurkenn-
ing fyrir 25 ára störf hjá félaginu.
Afhenti formaður félagsins, Ragn-
ar Ólafsson, þeim Þorláki Ottesen,
Gyðu Halldórsdóttur og Reyni Snjólfs
syni vönduð gullúr áletruð til minn-
ingar.
Reynir Snjólfsson er fæddur 11.
febrúar að Strýtu í Ölfusi. Kom til
Reykjavíkur 1925 og vann hjá
Reykjavíkurbæ en byrjaði hjá Pönt-
unarfélagi Verkamanna 3. nóvember
og hélt svo áfram þegar KRON varð
til 1937. Reynir er verkstjóri í vöru-
geymslu félagsins á Hverfisgötu.
GySa Halldórsdóttir er fædd í Reykja
vik 30. apríl 1916. Hóf störf hjá
Pöntunarfélagi Verkamanna 6. okt-
óber 1938 og hélt svo áfram hjá
KRON þegar það var stofnað. Gyða
hefur unnið bæði í Búsáhalda- og
Vefnaðarvörudeild félagsins og er
nú í Vefnaðarvörudeildinni á Sóla-
vörðustíg 12.
Þorlákur Ottesen er fæddur 20.
júlí 1894 að Galtarholti í Skila-
mannahreppi Borgarfirði. Fluttist til
Reykjavíkur 1917 og hóf þá störf
hjá Reykjavíkurhöfn,, þar sem hann
hefur verið aðalverkstjóri frá 1925
og fram á þennan dag. Þorlákur var
formaður Pöntunarfélags Verka-
manna er því var ásamt Pöntunar-
féiagi Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði, Pöntunarfélagi Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavikur
og Pöntunarfélagi Sandgerðis komið
undir eitt félagsmerki — KRON. f
22 HLYNUR