Hlynur - 15.12.1962, Side 25

Hlynur - 15.12.1962, Side 25
Allt veltur á kaupfélaginu — Hvað er stykkið af þessu hérna? ■— Við skulum sjá þetta er á 72 krónur allur kassinn, með 12 stykkj- um í. — Já, það er bezt að fá þrjá kassa sinn með hvorum litnum, rautt, gult og grænt. -— Hérna er líka blátt viltu ekki fá það líka? — Jú, láttu það fljóta með. Þetta er hluti af samtali sem þeir áttu Pétur Esrason sölumaður í Bús- áhaldadeild og Jónas Jónsson deild- arstjóri hjá Kaupfélagi Steingríms- fjarðar á Hólmavík. Jónas ræddi litla stund við HLYN er hann hafði lokið jólainnkaupunum, og fer viðtalið hér á eftir. — Svo við byrjum á byrjuninni Jónas, hvar ertu fæddur og hvenær? ■— Ég er fæddur að Stóra-Fjarðar- horni í Strandasýslu 11. apríl 1937. — Ert þú búinn að vera lengi hjá Kaupfélaginu á Hólmavík? — Nei, ekki get ég nú sagt það. Um þessar mundir er rúmt ár síð- an ég hóf störf þar. Vann áður m a. hjá Kjöt og Grænmeti. — Þú er deildarstjóri, á Hólma- vík er það ekkip — Jú, ég er deildarstjóri í verzlun- inni og sé einnig um öll innkaup. — Ferðu þá hingað suður í inn- kaupaferðir eða hvað? — Ég hef nú lítið gert af því, nema núna, því mestöll innkaup fara fram í gegnum síma, og svo eru líka sölu- Jónas Jónsson að gera jólainnkaup- !n hjá Pétri Ezrasyni sölumanni í Búsáhaldadeild SIS. menn á ferðinni allt sumarið og þá er hægt að kaupa inn fram í tímann. — Hvernig er þá með samgöngur til að koma vörunum norður? — í sumar var kaupfélagið sjálft með bíl sem flutti vörurnar til okk- ar einu sinni í viku að sunnan. En aftur á móti á vetrum eru ferðir Skjaldbreiðar það eina sem hægt er að treysta á fullkomlega. — Hvernig er búðaraðstaða hjá ykkur? — Það er nýbúið að stækka búð- ina, sem er diskbúð með gamla lag- inu, en það dugar ekki til. Við erum þrjú sem vinnum þarna að stað- aldri, tveir karlmenn og ein stúlka. — Svo er að koma vörunum út í sveitirnar, hvernig gengur það? — Við höfum enga mjólkurbíla, ennþá að minnsta kosti, og verðum því að nota hverja ferð sem til fellur til að koma vörunum. Það hefur verið talað um að setja á stofn mjólkurbú á Hólmavík og ef af því verður þá batnar öll okkar aðstaða með vörusendingar stórlega. — Hvernig hafa nú jólainnkaup- in gengið? — Mér finnst þau hafa gengið vel. Framhald á bls. 28 HLYNUR 25

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.