Hlynur - 15.10.1983, Side 16
Þau voru i starfshópi um samskiptamál starfsmanna og sam-
vinnufélaga. F.v.: Gigja Tómasdóttir, ísafirði, Jón Pétursson,
Stykkishólmi og Andrés Guðmundsson, Þingeyri.
/
Alyktanir
6. landsþings
LÍS
Land undir orlofsbyggð í Reykjadal
í S-Þingeyjarsýslu
Landsþingið leggur til að framkvæmdastjórn LÍS leiti
eftir samningum við ábúendur og eigendur jarðarinnar
Breiðumýri i Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu um
land undir orlofshús, sem þegar hefur fengist vilyrði
fyrir og hefji þar framkvæmdir, ef samningar takast.
Ná samkomulagi um greiðslur í
orlofshúsasjóðina
Stjóm LÍS leiti eftir samkomulagi við stjórnendur Sam-
bandsins og samvinnufyrirtækja, og hins vegar við
stéttarfélögin um greiðslur í orlofshúsasjóði starfs-
mannafélaganna.
Jafnframt safni stjórn LÍS upplýsingum frá einstök-
um aðildarfélögum um ástand þessara mála og miðli
þeim.
Stofna starfsfræðslusjóð fyrir
samvinnustarfsmenn sem fyrst
Landsþing LÍS leggur á það þunga áherslu, að sam-
vinnuhreyfingin hafi frumkvæði um stofnun starfs-
fræðslusjóðs fyrir samvinnustarfsmenn hið allra fyrsta,
og felur framkvæmdastjórn LÍS að beita sér þegar í
stað fyrir því.
Ný reglugerð fyrir Lífeyrissjóð SÍS
sem fyrst
Þingið ályktar til stjórnar LÍS, að hún fylgist með og
ýti á eftir, að úttekt á Lífeyrissjóði SÍS og ný reglugerð
komist sem fyrst í gagnið, og ennfremur vísast til
samþykkta á ráðstefnu um lífeyrissmál, sem haldin
var í Reykjavík 30. október 1982 á vegum LÍS.
Þingið minnir á ályktanirnar um lífeyrismálin á þess-
ari ráðstefnu og telur að kynning á þeim og endurvak-
in umræða sé góður grundvöllur til að halda vel utan
um þennan málaflokk.
Félag lífeyrisþega fái fulla aðild
að LÍS
Þingið beinir því til stjórnar LÍS og starfsmannafélag-
anna, að félagslegra hagsmuna lífeyrisþega verði
gætt í samvinnu við Félag lífeyrisþega samvinnufélag-
anna (FLS). Einnig að FLS öðlist fulla aðild að LÍS.
Stofnun húsnæðissamvinnufélaga
Landsþingið telur brýnt fyrir samvinnuhreyfinguna í
landinu að huga stöðugt að nýjum samvinnuverkefn-
um og vera tilbúin að takast á við ný svið.
[ þessu sambandi er sérstaklega brýnt í dag að
huga að húsnæðismálum og þeim mikla vanda sem
þar við blasir ekki síst hjá ungu fólki og öldruðu.
Þingið telur sérstaklega áhugaverða í þessu sam-
bandi, hugmyndina að stofnun húsnæðissamvinnufé-
laga, sem störfuðu á sama hátt og hliðstæð félög á
Norðurlöndum, sem þar eru viða leiðandi í því að
I 6
HLYNUR