Hlynur - 15.10.1983, Blaðsíða 78
Orlofshúsin að Bifröst voru mikið framtak en hafa lika komið mörgum að gagni.
Við byggingu húsanna sýndu menn sannan samvinnuanda og hér eru starfs-
menn KEA að byggja hús fyrir Borgnesinga sumarið 1975. Það var þannig að
þegar KEA menn komu suður var grunnurinn að húsi þeirra ekki tilbúinn og þá
var einfaidlega gengið í að reisa næsta hús.
Á þessari mynd er byggingarnefnd orlofshúsa á vegum
LÍS að Bifröst. Þeir eru f.v.: Þórólfur Ágústsson, Margeir
Daníelsson, Birgir ísleifsson og Pétur Kristjónsson.
Reynir Ingibjartsson situr fyrir framan þá.
Sumarbúðir barna í orlofshúsunum að Bifröst hafa orðið
mjög vinsælar. Hér sést hluti af þátttakendum í einni af
þessari sumarbúðaviku. Við gluggann stendur Sigurður
Geirdal framkvstj. UMFÍ en hann og kona hans Ólafía
Ragnarsdóttir sáu um fyrstu sumarbúðirnar sumarið
1977.
Fjölmargir fundir hafa verið haldnir í Hamragörðum síðan þeir urðu
félagsheimili samvinnumanna. Eltt þeirra mála sem mikið hefur veriíS
rætt um er atvinnulýðræði. Hér er umræðuhópur að ræða þau mál.
Það var mikils virði við skipulag orlofssvæð-
isins að Bifröst að hafa góða skipuleggjend-
ur. Hér eru þeir Reynir Vilhjálmsson, lands-
lagsarkitekt standandi og Ólafur Jensson
verkfræðingur en þeir áttu veg og vanda af
skipulagningu Bifrastarsvæðisins.
Þeir eru margir sem hafa átt góðar stundir í orlofshúsunum að
Bifröst. Þessi mynd er tekin árið 1976 í húsi Sf. Kf. Rangæinga. A
henni eru f.v.: Bjarni Helgason, Margrét Björgvinsdóttir, Katrín Jóns-
dóttir Svavar Friðleifsson, Arngrímur Svavarsson og Marta Arn-
grimsdóttir.
I svarta myrkri og slagviðri söfnuðust saman i nóvember
1980 nokkrir félagar úr Byggingarsamvinnufélagl starfs-
manna Sambandsins og Byggingarsamvinnufélagsins
Vinnunnar til að taka fyrstu skóflustungu að húsum sem
byggð voru í svokölluðum tilraunareitum í Suður-mjódd-
inni í Breiðholti þar sem nú er risin samvinnubyggð.
Þessir hópar hafa átt húsaskjól í Hamragörðum þar til
elgin hús risu.
Málverkasýningar hafa jafnan verið í Hamragörðum og á húsið nú
gott safn málverka. Það vakti mikla athygli veturinn 1983 þegar hóP'
ur starfsmanna samvinnuhreyfingarinnar tók sig saman og sýndi i
Hamragörðum undir nafninu SAM 83. Hér er hluti þeirra sem sýndu
við opnun sýningarinnar.
78
HLYNUR