Hlynur - 15.10.1983, Qupperneq 19
Vináttuvika á Vestfjörðum og
Vesturlandi sumarið 1984
Þingið ályktar að samstarf við KPA verði með sama
sniði og undanfarin ár m. a. með því að:
a) Auka kynningu á KPA innanlands.
b) Kynna vel ráðstefnu aðildarfélaganna sem verður
haldin í Karlstad í Svíþjóð í febrúar 1984.
c) Vináttuviku á íslandi sumarið 1984 á Vestfjörðum
og Vesturlandi.
Semja áfram um afsláttarfargjöld
Þingið felur framkvæmdastjórn LÍS áframhaldandi við-
ræður við flugfélög og ferðaskrifstofur um afsláttarfar-
9Jöld fyrir samvinnustarfsmenn.
Kynna betur möguleika til orlofs
innanlands og utan
Landsþingið leggur áherslu á, að kynntir verði í Hlyni
°9 fréttabréfum starfsmannafélaganna þeir mögu-
leikar, sem bjóðast til orlofs innanlands og utan. T. d.
skipti á orlofsaðstöðu milli landshluta eða milli landa.
Þessi hópur ræddi urn kjaramál og samskipti við verkalýðs-
hreyfinguna. F.v.: Sigríður Jóhannesdóttir, Akureyri, Óskar
Óskarsson, Akureyri, Carmen Bonitch, Borgarnesi, Kári Sig-
urðsson, Húsavík, Guttormur Óskarsson, Sauðárkróki, Gísli
Gunnlaugsson, Búðardal og Örn Snorrason, Blönduósi.
Efla íþróttastarf innan starfs-
nnannatélaganna
Landsþingið leggur áherslu á að efla íþróttastarf innan
starfsmannafélaganna og koma á samstarfi milli
Þeirra t. d. með skíðaferðum og öðrum íþróttaferðum.
Afram með sumarbúðir og á fleiri
stöðum
bingið beinir því til stjórnar LÍS, að halda áfram rekstri
sumarbúða fyrir börn samvinnustarfsmanna og at-
buga starfsgrundvöll þeirra á fleiri en einum stað í
nanari samstarfi við viðkomandi starfsmannafélög
Aukin kynning á starfsemi þessari er nauðsynleg.
Eitt aðalmál á landsþingi
Landsþingið ályktar að mál á landsþingi einskorðist
V|ð færri aðalmál, jafnvel eitt, sem stjórn LÍS einbeiti
kröftum sínum að á næsta kjörtímabili. Vísa má til
alyktana á fyrri landsþingum varðandi stefnu í hinum
ýmsu málaflokkum.
Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinn-
af verði í stöðugri endurskoðun
Landsþingið lýsir ánægju sinni með samþykkt stefnu-
skrár fyrir samvinnuhreyfinguna og telur, að sam-
ymnustarfsmenn megi vel una sínum hlut í gerð
hennar.
Hins vegar er nauðsynlegt að stefnuskráin sé í
stöðugri endurskoðun og umræðu, og samvinnu-
ansmenn verði eins og fyrr virkir aðilar í þeirri um-
ræðu.
Þau ræddu um samskipti starfsmannafélaga, KPA og útgáfu-
mál. F.v.: Kristjana Sigurðardóttir, ísafirði, Gróa Haraldsdóttir,
Flateyri, Þröstur Koibeins, Svalbarðseyri, Valdimar Guðmunds-
son, Reykjavík og Tryggvi Þórðarson, Reykjavík.
HL YNUR
19