Hlynur - 15.10.1983, Qupperneq 27
Guðrún Jóhannesdóttir er hér að raða brauðum í hillur.
Svo verður að hafa hlutina fína í kringum sig. Hér er
Dóra Herbertsdóttir að hamast við að mála.
Gunnar Kristinsson formaður starfsmannafélagsins er
r a tali við viðskiptamenn.
Nöfnin
fundust
í síðasta tbl. birtist mynd með viðtalinu við Tóta í
kaupfélaginu þar sem var starfslið Kf. ísfirðinga árið
1942 en við höfðum ekki nöfnin.
Skömmu síðar barst okkur eftirfarandi bréf:
“Hr. ritstjóri Hlyns.
I 3. tbi. Hlyns 1983, er viðtal við Þórð Einarsson
starfsmann hjá Kaupfélagi ísfirðinga. Þar er mynd af
starfsfólki Kaupfélags ísfirðinga með kaupfélagsstjóra
Katli Guðmundssyni tekin árið 1942. Þess er óskað í
Hlyn að fá nöfn á fólkinu á myndinni.
Þar sem ég starfaði hjá Kaupfélagi ísfirðinga í 43 ár
og er á þessari mynd er mjér Ijúft að skýra frá nöfn-
unum á myndinni.
Virðingarfyllst,
Anna Ó. Helgadóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði.
Á myndinni eru:
Fremsta röð frá vinstri: Erling Hernes, Loftur Magnús-
son, Þórður Einarsson, Sveinbjörn Magnússon.
Önnur röð f.v.: Guðmundur Sveinsson, Jón Jónsson
frá Hvanná, Guðbjartur Þorvaldsson, Ketill Guðmunds-
son, kaupfélagsstjóri, Ólafur Magnússon, Ólafur Einars-
son, Jóhann Sigurðsson.
Þriðja röð f.v..: Ásta Sigmundsdóttir, Herdís Jónsdótt-
ir, Guðríður Jónasdóttir, Anna Ó. Helgadóttir, Unnur
Guðmundsdóttir, Jónas Magnússon.
Fjórða röð f.v.: Bjarni Jóhannesson, Björn Björnsson,
Páll Jónsson, Guðmundur Lúðvígsson, Gísli Einarsson,
Hermann Björnsson, Viggó Bergsveinsson."
Hlynur þakkar Önnu kærlega fyrir upplýsingarnar.
Þessi mynd eins og allar gamlar myndir og nýjar hafa
mun meira gildi þegar nöfnin fylgja.
HLYNUR
27