Hlynur - 15.10.1983, Síða 29

Hlynur - 15.10.1983, Síða 29
A þessari mynd er talið f.v.: Tölvan, þá þau Þórhallur Jónsson og Hrönn Al- bertsdóttir bæði frá Kf. V.-Húnvetninga a® kynna sér einhverja pappíra og yfir axlir þeirra gægist Guðlaugur Jón Ólafs- son frá Kf. Skaftfellinga. e*ta eru þátttakendur á öðru námskeið- lnu' 1 aftari röð til vinstri eru leiðbein- ®hdurnir f.v.: Magnús Theodórsson, r|stján Gíslason og Sigurjón Leifsson. Námskeið í tölvufræðum Stutt spjall við Kristján Gíslason, forstöðumann kerfisdeildar í sumar voru tveir hópar frá 15 kaupfélögum, samtals 34 þáttak- endur á tölvunámskeiðum í Hamra- görðum. Námskeiðin voru haldin á vegum kerfisdeildar Sambandsins og leiðbeinendur voru þeir Kristján Gíslason, forstöðumaður deildarinn- ar og kerfisfræðingarnir Magnús Theódórsson og Sigurjón Leifsson. Hér var um að ræða tvö nám- skeið fyrir hvorn hóp, annað var al- mennt tölvunámskeið en hitt var kennsla á nýtt tölvukerfi sem kallast blandaðar afurðir, en það er bók- haldskerfi ásamt launabókhaldi, og afurðabókhaldi en þá eru slegnar inn afurðanótur frá bændum og skil- að aftur reikningum ásamt skila- greinum til Framleiðsluráðs. Þetta kerfi er til mikillar hagræðingar fyrir kaupfélög í viðskiptum við bændur. Kristján Gíslason sagði blaða- manni að haldin hefðu verið þrjú svona námskeið fyrir fólk sem vant væri vinnu á tölvur. Það eru 15 kaupfélög með IBM 5280 kerfi, en nokkur stærstu kaupfélögin eru með IBM S/34 eða á Akureyri, Sauðár- króki, Borgarnesi og Höfn. Þau fé- lög eru sjálfstæð með vinnslu og hönnun og hafa eigin kerfisfræði- nga. Loks létu önnur kaupfélög vinna fyrir sig að meira eða minna leyti hjá tölvudeild Sambandsins. Kerfisdeildin hefur haldið nám- skeið fyrir nýliða og endurhæfingar- námskeið þegar ný kerfi eru tekin í notkun, fyrir þau kaupfélög sem það vilja, en sumir eru að spara og finnst of dýrt að senda fólk á nám- skeið. Það sagði Kristján að væri misskilinn sparnaður því þetta væri ein besta fjárfestingin. Fólkið fengi meiri áhuga á vinnu sinni, og væri ekki sífellt að tefja kerfisdeild með fyrirspurnum svo þar hefði fólk betri tíma til að endurbæta kerfin og hanna ný, og ekki síst fengi fólk tækifæri til skoðanaskipta og gæti borið saman bækur sínar. Hefði á þennan hátt skapast mjög gott sam- starf milli félaga. Þeir hjá kerfisdeild gerðu sér von- ir um að geta á næstunni haldið framhaldsnámskeið í almennum tölvufræðum. Hins vegar væri það óeðlilegt að nú væru það þrír aðilar innan Sambandsins sem önnuðust tölvufræðslu, en það eru: kerfis- deild, fræðsludeild og Samvinnu- skólinn. Grunnkennslan ætti að vera í Samvinnuskólanum en nauð- synlega þyrfti að samræma þessa kennslu. Kristján sagði að ennfremur þyrfti frekari fræðslu meðal starfsfólks Sambandsins og kaupfélaganna um tölvumál og það þyrfti að eyða for- dómum sem óneitanlega væru ríkj- andi um tölvuvinnslu. Staðreyndin væri sú að tölvan væri ekkert yfir- náttúrulegt galdraverkfæri, heldur vinnutæki sem hvorki væri betra né verra en fólkið sem stjórnaði henni. Að kenna tölvunum um ýmiskonar mistök væri mesti misskilningur því tækið gerði ekkert að eigin frum- kvæði. Hins vegar væri ærið oft sem hönnuðir tölvukerfa fengu ekki nægar upplýsingar í byrjun um hvernig hin ýmsu verk væru unnin eða til hvers væri ætlast og eflaust væru kerfisfræðingar líka misjafnir. En þar sem tölvur væru nú að heita mætti að einhverju leyti komnar inná hvert heimili og snertu líf allra í vaxandi mæli þyrfti fólk að vita hvað tækið gerði og hvaða upplý- singar þyrftu að vera fyrir hendi svo það ynni rétt. Að lokum sagði Kristján að helsti kosturinn með samvinnu þessara fimmtán kaupfélaga væri sá, að ekki þyrftu að vera sérmenntaðir kerfisfræðingar á hverjum stað og starfsmenn kerfisdeildar gætu hann- að kerfi sem margir notuðu og með því dreifðist kostnaðurinn. Þetta sparaði því mörgum stórfé og kæmi það sér eflaust vel um þessar mundir. HLYNUR 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.