Hlynur - 15.10.1983, Síða 32

Hlynur - 15.10.1983, Síða 32
gaman, en hann gat líka verið á- kveðinn þegar það átti við. Þú hefur nú sjálfur tekið þátt í glensi og gamni? Ég veit það ekki, menn hafa þol- að mér margt, en nú er ég orðinn gleyminn og hættur að fylgjast með. En félagslífið hér hefur alltaf verið gott. Skömmu eftir að ég kom hing- að fengum við salinn hér uppi, og hann er mikið notaður. Áður var lítill salur I gömlu verksmiðjunni, og þar voru sett upp leikrit á hverjum vetri, og fólk var áhugasamt um að skemmta sér. Stundum hefur þú kastað fram stöku og flutt gamanmál? Ég hef stundum verið píndur til að segja brandara og flytja gaman- vísur á samkomum. Þetta hefur ver- ið svona nýtt og gamalt, ýmsir hús- gangar og stundum hef ég skotið inn einni og einni bögu. Lát heyra. Það er þá kannski ein úr pólitík- inni: Svavar minn með sóma réð, sfst er líkur héra. Hann hefur lært að vinna við að vera ei neitt að gera. Og einhvern tíma var Trausti að lýsa veðrinu, sem var nú heldur ó- fétislegt, og ég dró það saman svona: Kóiguský með skafrenning, skarabrot i landnyrðing. Ofanhríðar hraglandinn hreytir skít í mannskapinn. Einhvern tíma voru að koma hingað nýjar vélar, og menn biðu spenntir eftir þeim. Þá varð þetta til: Nú skal bjarga bráðum vanda, breyta öliu í kembingu. Menn í hópum híma og standa hrifnir, eftir sendingu. Ekki er þetta nú merkilegur kveð- skapur, og fæst af því sem gert var, en það kom sér vel á góðri stund. Hér í gamla daga var mikið um gamanvísnasöng, en þetta voru vís- ur augnabliksins og til þess eins að koma fólki í gott skap og fá það til að hlæja. Eitthvað hefur þú málað? Ég hef málað dálítið, en það eina, sem ég hef lært, var á námskeiði hjá Hauki Stefánssyni frá Möðrudal. Hann var góður málari og bjó hér á Akureyri. Einu sinni málaði ég alla veiðistaði í Laxá. Þú ert mikill áhugamaður um lax- veiði? Já, ég hef farið margar góðar veiðiferðir í Laxá og er einn af stofnendum Strauma, sem er fé- lagsskapur veiðimanna í Laxá. Einu sinni man ég eftir að óg og félagi minn vorum við Hólmavaðsstíflu, og þá varð hjólið á flugustönginni minni ónýtt. Ég þurfti að vefja inn á það, og kastaði út til að rétta línuna af. Þá kemur lax æðandi og bítur á. Þá varð félaga mínum svo mikið um að hann ólmaðist við að kasta og festi fluguna í húfunni, og húfan sveif í fallegum boga langt út í á. Á meðan barðist ég við laxinn með ónýtt hjól, og við hliðina á mér stóð félagi minn og hamaðist við að landa húf- unni sinni svo ekki flækti. Hann var miklu æstari en ég og grenjaði eins og Ijón. Þarna dansaði ég um ána og gat stundum ekki gert annað við línuna en að troða henni upp í mig, en með góðri aðstoð landaði ég lax- inum og hann var 17 pund. Já, það eru margar minningarnar og félagsskapurinn góður í veiði- húsinu. Þar var margt rætt, sungið og glatt á hjalla. Á fyrstu árunum fóru frúrnar sjaldan með, en ég held að þær hefðu orðið hvumsa að sjá og heyra til okkar karlanna. Nú eru þær farnar að vera með og hafa gaman af. Nú er komið nýtt og mjög gott veiðihús, en samt er það nú svo að alltaf kunni ég best við mig í gömlu skemmunni hans Jóns á Laxamýri. Við ána hitti ég Steingrím í Nesi og Egil á Húsavík. Þeir voru af- bragðs félagar og góðir menn. Æf- inlega var létt yfir þeim og þeir létu vísurnar fljúga. Allt var það fyrir líð- andi stund og þeir skrifuðu aldrei neitt niður og fóru aðeins einu sinni með hverja vísu. Þetta var þeirra sport. Einhverju sinni kom Stein- grímur heim til sín, og hafði þá að- eins fengið einn lítinn titt. Um leið og hann afhendir konu sinni fiskinn segir hann: Eigðu þetta yndið mitt, ánni gekk ég nærri. Þér nú rétti þennan titt, þú hefur séð þá stærri. Kanntu fleiri góðar sögur? Svona í svipinn man ég eftir einni um Gunnar á Fossvöllum. Hann var að heimsækja Hermann frænda sinn á Seyðisfirði. Þetta var um vet- ur og mikill snjór yfir öllu, og hann renndi sór á skíðum niður af Fjarð- arheiði. „Og þá,“ sagði Gunnar, „var ég með spánýjan flókahatt á höfð- inu, og ferðin var svo mikil á mér, að þegar ég kom niður og tók ofan hattinn, þá hafði kollinn skafið af.“ Svo man ég eftir einni um sveit- unga Björns á Löngumýri. Maðurinn var heylaus á hörðu voru og fór til nágranna síns og falaði af honum hey. Nágranninn var talinn frekar nískur og þótti selja dýrt. Þegar sá heylausi spurði hvað heyið ætti að kosta, svaraði nágranninn: „Ætli ég selji það dýrara en Björn á Löngu- mýri,“ en Björn hefur löngum þótt nokkuð aðgætinn. Eins og hagsýn- um manni sæmdi ákvað maðurinn að fara til Björns og vita hvað hey hans kostaði. Björn svaraði fáu, en spurði hvort hann hefði farið víða. Maðurinn sagði sem var af ferðum sínum og svari nágranna síns. Þá hummaði í Birni uns hann sagði: „Ég skal gefa þér heyið.“ Svona eru Húnvetningar i viðskiptum. En svona að lokum skal ég segja þér eína laxasögu. Það beit á hjá einum góðum manni uppi við land og upphófst nú mikill leikur. Loks lagðist laxinn og lá sem fastast. Tók nú veiðimanninum að leiðast þófið, og þegar liðið var nokkuð á annan klukkutíma án þess að laxinn hreyfði sig, hvað sem togað var og tætt, þá var farið út á í bát. Þegar þar kom, sem laxinn átti að vera, sáu þeir að hann hafði rifið sig lausan, en um leið hafði festst í botni, svo það var móðir jörð, sem maðurinn var að þreyta. En hún er sein þreytt fósturjörðin, og ef mað- urinn hefði ekki farið út á bátnum, þá stæði hann þar líklega enn. gn- 32 HLYNUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.