Hlynur - 15.10.1983, Page 35

Hlynur - 15.10.1983, Page 35
Félag starfsmanna Sam- vinnutrygginga og And- vöku, Reykjavík. Stofnað 12. 5. 1959. Fyrsti formaður: Óskar Sæmundsson. Núverandi stjórn: Formaður Hrefna Friðgeirs- dóttir, bókhaldi, varaformaður Hrafnkell Björnsson, skýrsluvéladeild, gjaldkeri Sesselja Matthíasdóttir, fjármáladeild, ritari Helgi M. Baldvinsson, skýrsluvéladeild, meðstjórnandi Helgi s. Guðmundsson, brunadeild. Fulltrúi í stjórn Samvinnutrygginga er Þórir E. Gunnarsson og hefur hann málfrelsi og til- lögurétt. i öryggisnefnd eiga sæti Hrafnkell Gíslason 99 Sveinn Jóhannesson. I ritnefnd Gjallarhornsins af hálfu félagsins er Helgi S. Guðmundsson. Pulltrúi í hússtjórn Hamragarða er Grétar Hansson. Bélagsmenn eru 80. Nær allir starfsmenn eru félagar. Aðstaða fyrir fundi er í fundarsal Samvinnu- trygginga og í Hamragörðum. Haldin er árshátíð og haust- og vorfagnaðir. Einnig er farið í leikhúsferðir á veturna. Áhega er farið í Þórsmörk. Sumarið 1983 var einnig farin Viðeyjarferð. Bélagið tekur þátt í knattspyrnumóti trygginga- félaganna. Skáksveit hefur tekið þátt í sveitakeppni Hamra- garða. Bélagsmenn taka þátt í námskeiðum og öðru starfi Hamragarða. Starfsmannafélagið er aðili að útgáfu Gjallarhornsins sem kemur út annan hvern mánuð. Félagið á þrjú orlofshús að Bifröst, voru tvö tekin í notkun 1969 en það þriðja 1976, hvert hús er um 50 m2 að stærð. Félagsmenn njóta afsláttar hjá um 40 fyrirtækjum og eiga aðgang að starfsmanna- verslun á Kirkjusandi. Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna, Reykjavík Stofnað 1. 8. 1974. Fyrsti formaður: Sigurður Magnússon Núverandi stjórn: Formaður: Sigurður Magnússon, gjaldkeri: Pétur Björnsson, ritari: Jóhannes Skarphéðinsson, félagsmálafulltrúi: Leifur Teitsson, meðstjórnendur: Hákon Steindórsson, Guðmundur Magnússon og Walter Marteinsson. Leifur Teitsson er formaður félagsmálanefndar, Pétur Björnsson formaður launanefndar og Jóhannes Skarphéðinsson formaður laga- nefndar. Félagsmenn eru 150 og af þeim starfar um helmingur hjá félaginu. Félagið er opið fyrir alla iðnaðarmenn og auk þess geta þeir sem starfa hjá félaginu, en eru ekki iðnaðarmenn, gerst fé- lagar. v, verar>di stjórn: F. v. Helgi S. Guðmundsson, Helgi M. Bald- nsson, Sesselja Matthiasdóttir, Hrefna Friðgeirsdóttir og Hrafnkell Björnsson. Núverandi stjórn Framleiðslusamvinnufélags iðnaðarmanna f. v.: Hákon Steindórsson, Leifur Teitsson, Sigurður Magnússon, Jóhannes Skarphéðinsson, Pétur Björnsson og Guðmundur Magnússon. Á myndina vantar Walter Marteinsson. HLYNUR 35

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.