Hlynur - 15.10.1983, Side 40
Stjórn Sf. Kf. V.-Barðstrendinga f. v.: Sigurlaug Sigurðardóttir,
Rögnvaldur Bjarnason og Arnfríður Stefánsdóttir.
Starfsmannafélag
Kf. Vestur-Barðstrend-
inga, Patreksfirði.
Stofnað 28. 9. 1977.
Fyrsti formaður: Sigurður Viggósson.
Núverandi stjórn: Formaður Rögnvaldur
Bjarnason, skrifstofu, gjaldkeri Sigurlaug
Sigurðardóttir, útibúi Krossholti, ritari Arnfríður
Stefánsdóttir, lager Patreksfirði.
Fulltrúi í stjórn kaupfélagsins er Bergsteinn
Snæbjörnsson með málfrelsi og tillögurétti.
Öryggistrúnaðarmaður er Snorri Gunnlaugs-
son.
Félagsmenn eru 30. Allir starfsmenn eru fé-
lagar.
Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa og verslun á
Patreksfirði, útibú á Bíldudal, Krossholti á
Barðaströnd og í Örlygshöfn.
Haldin er árshátíð með starfsfólki hraðfrysti-
hússins og Samvinnubankans.
Félagið er aðili að Vestfjarðahúsi að Bifröst
sem tekið var í notkun 1976, húsið er 50m2
að stærð.
Þessi mynd er tekin á stofnfundi Sf. Kf. TálknafjarSar sem
haldinn var í maí 1980.
Starfsmannafélag
Kf. Tálknafjarðar,
Tálknafirði.
Stofnað 13. 5. 1980.
Fyrsti formaður: Sævar Herbertsson
Félagið starfar ekki eins og er vegna óvissu
um framtíð kaupfélagsins. Formaður félagsins
hefur verið Erla Einarsdóttir.
Öryggistrúnaðarmaður er Ásthildur Michaelsen.
Félagsmenn á síðasta ári voru 9.
40
HLYNUR