Hlynur - 15.10.1983, Side 46
Stjórn Sf. Samvinnufélaganna í A.-Hún. Fremri röð f.v.: Stefán
Hafsteinsson og Sólborg Þórarinsdóttir. Aftari röð f.v.: Jónas
Óskarsson, Þórir Jóhannsson og Sveinbjörn Sigurðsson.
Starfsmannafélag sam-
vinnufelaganna í
A.-Hún., Blönduósi.
Stofnað 4. 5. 1973.
Fyrsti formaður: Grímur Gíslason.
Núverandi stjórn: Formaður Stefán Flafsteins-
son, sölufélagi, gjaldkeri Sveinbjörn
Sigurðsson, mjólkursamlagi, ritari Sólborg
Þórarinsdóttir, kaupfélagi, meðstjórnendur:
Jónas Óskarsson, skrifstofu og Þórir
Jóhannsson, vélsmiðju.
Fulltrúi í stjórn kaupfélagsins er Pétur A.
Pétursson með málfrelsi og tillögurétti.
Fulltrúar í fræðslunefnd eru Gunnar
Richardsson og Flafsteinn Jóhannsson.
Félagar eru 80. Allir fastráðnir starfsmenn eru
félagar.
Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa, verslanir,
vélsmiðja, mjólkursamlag, kjötvinnsla,
sláturhús, hótel og útibú Skagaströnd.
Félagið hefur aðstöðu fyrir fundi á hótelinu og
í mötuneyti sölufélagsins.
Haldin eru spilakvöld, bingó og á sumrin
grillveisla undir berum himni.
Ferðalög eru farin á hverju sumri.
Félagsmenn hafa lagt stund á skák.
Félagið er aðili að útgáfu fréttabréfs með
samvinnufélögunum.
Félagið á eitt orlofshús að Bifröst sem tekið
var í notkun 1976, húsið er 50m2 að stærð.
Stjórn Sf. Kf. Skagfirðinga f.v.: Ágúst Guðmundsson, Friðrikka
Hermannsdóttir, Sigurrós Berg Sigurðardóttir og Guðjón Finn-
bogason. Á myndina vantar Einar Guðmundsson.
Starfsmannafélag
Kf. Skagfirðinga,
Sauðárkróki.
Stofnað 7. 5. 1973.
Fyrsti formaður: Álfur Ketilsson.
Núverandi stjórn: Formaður Guðjón
Finnbogason, kjötvinnslu, gjaldkeri Ágúst
Guðmundsson, skrifstofu, ritari Friðrikka
Hermannsdóttir, verslun, meðstjórnendur:
Einar Guðmundsson, bifreiðastjóri og Sigurrós
Berg Sigurðardóttir, verslun.
Fulltrúi í stjórn kaupfélagsins er Pétur
Pétursson með málfrelsi og tillögurétti.
Öryggistrúnaðarmenn eru Helgi Ragnarsson
og Hrönn Gunnarsdóttir.
Félagar eru 277. Allir starfsmenn eru félagar.
Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa og verslanir, úti-
bú Varmahlíð og Ketilási, bifreiðaverkstæði,
trésmíðaverkstæði, kjötvinnsla, timbursala,
sláturhús og mjólkursamlag
Félagið hefur aðstöðu fyrir fundi í Selinu,
samkomusal kaupfélagsins.
Haldin er árshátíð, skemmtikvöld og spila-
kvöld.
Árlega eru farnar ferðir.
Félagið á tvö orlofshús að Bifröst sem tekin
voru í notkun 1976, hvort hús er 50m2 að
stærð.
46
HLYNUR