Hlynur - 15.10.1983, Page 72

Hlynur - 15.10.1983, Page 72
Gengið um gamlar götur Stutt frásögn af ferð nokkurra sam- vinnustarfsmanna til Aðalvíkur og Hest- eyrar. „Ætla hel... kom... eh allaballarnlr aS stela af okkur skipinu" gæti Reynir verið að hugsa þar sem hópurinn stendur á bryggjunni á (safirði. í hópnum má kenna ýmsa garpa úr röðum LÍS. En það var ekkert verra að sigla með Konráði á Fjólunni. Blessaður Guð- mundur. Komdu blessaður Gylfi. Þeir takast í hendur Guðmundur ritstjóri og Gylfi Guðmars- son frá Akureyri. Fáll Magnússon stendur á milli þeirra, greinilega til í allt. Okkur til mikillar furðu var bílaumferð í Aðalvík. Þar birtist þessi vagn allt í einu og er greinilega gamall og góður jeppi sem eitthvað hefur verið endur- bættur. Þessi bíll er í eigu fólks sem á sumarbústað í Aðal- vík. Það var Kristjana Sigurðar- dóttir sem fyrst stakk uppá því að rölta frá Aðalvík yfir á Hest- eyri. „Þetta er svona tæplega fjögurra tíma gangur," sagði hún. En við skulum vara okkur á henni Kristjönu. Hún hefur nefnilega hlaupið um Vestfirði þvera og endilanga. Okkur sem finnst all nokkuð að ganga út á bílastæðið á morgnana og meiriháttar fyrirtæki að sækja kók út i sjoppu á næsta horni, sögðu fátt. En Kristjana er töfrandi kona og kann sínum orðum að beita og þv' var það að um hádegisbil föstudag' inn 8. júlí sl. voru mannaferðir mikl' ar við húsið Hraunprýði á ísafirði- Bar þar mikið á fólki í gönguskóm. misgóðum, og fatnaði til svo sem einnar jökulgöngu. Sveiflaði liðið bakpokum, firnatroðnum. Höfðu ÍS' firðingar við orð, að aldrei hefði þar sést jafn vasklegur hópur. Voru hér líka samankomnir allmargir úr stjórn LÍS ásamt öðrum sem tekið hafa þátt í ýmsum verkum hjá þeim sarn- tökum. Höfðu þeir með sér maka og börn, alls 27 manns. Fagranesið hefur í sumar farið 1 siglingu á föstudögum allt norður i 72 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.