Hlynur - 15.10.1983, Side 74

Hlynur - 15.10.1983, Side 74
Afmælisbarnið Birna Pálsdóttir í góðum félagsskap. Loksins er þetta þramm búið, eða sólbað á Hesteyri. 74 Reynir er kominn I ofsastuð í afmælinu og gítarleikarinn má hafa sig allan við. En það voru tækniframfarirnar sem að lokum reið þessari byggð að fullu. Það var ákveðið að ganga inn að Stað. Á þessu svæði hafa senni- lega flestir kirkjustaðir heitið Staður, en Staður í Aðalvík stendur við dá- lítið vatn í miðjum dal. Þar er reisu- legt íbúðarhús og dáfögur kirkja. Þessu er viðhaldið af átthagafé- laginu. Allt er vafið gróðri og hér ræður hvönnin ríkjum ásamt sóley sem er óvíða jafn mikil og á Vest- fjörðum. Þó var okkur sagt að oft vaeri gróðurinn mun meiri og jafnvel erfitt að ganga í honum. En sumarið hef- ur líka verið í seinna lagi í þessum landshluta og víða voru skaflar nið- ur I fjöru. Um hádegisbil á laugardegi snar- aði fólk búnaði á bak sér og nú hófst alvöru ganga yfir til Hesteyrar. Urðu þessir þrír tímar hennar Krist- jönu að fullum sex. Menn báru sig samt vel að leiðarlokum og börnin höfðu gaman af. Gönguleiðin er létt og undanhallt eftir að komið er upp' úr Aðalvíkinni. Sólin skein og ísafj' arðardjúpið blasti við með mikilfeng- legan fjallahring sinn. Dálítil gola létti gönguna. Á Hesteyri var áður mikil starf' semi. Hér ar „hvalstassjón" sem Norðmenn ráku og síðar nam síldin HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.