Hlynur - 15.10.1983, Blaðsíða 86
Sennilega mætti segja aS þetta væri kaupfélagið við „Fljótið". Myndin er frá fljóta-
markaðinum Bankok Thai. í þessum sama stíl eru líka íbúðarhúsin.
Þetta eru vinnu„vélarnar“ á hrísgrjónaökrunum á Sri Lanka.
vör bátum sem þættu dýrgripir í
byggðasöfnum hér á landi.
Og gatnagerðin var í fullum
gangi. Þar var nýjasta tæknin hjól-
börur. Konur á öllum aldri bogruðu
með sleggjur og muldu grjót og
settu í hrúgur sem karlmenn komu
síðan og röðuðu snyrtilega í holurn-
ar í veginum. Þær veltu fyrir sér
spurningunni: Hvernig getur svona
mikil fátækt og svona lítil verkmenn-
ing verið í þessu sæluríki gróðurs
og náttúruunaðar?
Við Chao Phraya
Svo heitir „Fljótið." Það er lífæð
þess fólks sem við það býr. A
morgnana kemur fólk á bátum,
drekkhlöðnum af alls konar vörum,
mest ávöxtum og grænmeti og
selur. Auðvitað er prúttað af hjart-
ans lyst. „Fljótið" er neysluvatn,
notað til þvotta og er jafnframt sorp-
renna. Enda mátti sjá fólk gera allt
í senn: bursta í sór tennurnar,
standa og baða sig, þvo diska og
sennilega ná sér í vatn í matinn. En
þrátt fyrir allt virtust allir ánægðir.
„Fljótið" vaknar snemma. Klukk-
an fimm að morgni eru júnkurnar
komnar af stað og klukkan sjö hefst
markaðurinn. Húsin eru byggð á
staurum og það er eins og að sjá
inná leiksvið. Þrjár hliðar eru
bastteppi en sú fjórða er opin.
Þannig er lífið í Bangkok í Thai-
landi. En þar eru líka miklar og fagr-
ar byggingar og hótelið sem þær
bjuggu á er af nýjustu gerð. Ef litið
var út um bakgluggann blöstu við
bárujárnsskúrar. Á 200 ára afmæli
borgarinnar árið 1982 voru endur-
byggð mörg hof og þar er ekki skor-
ið við nögl sér. Skrautið og íburður-
inn er engu líkur. Þar ber þó senni-
lega af gullna Búddalíkneskið í Wat
Trimitr hofinu sem er 800 ára gam-
alt og er hálft sjötta tonn af skíra
gulli.
Bangkok er þrátt fyrir allt vestræn
á margan hátt og um allar götur eru
risavaxnar auglýsingar sem venju-
lega þekja heilu húsveggina. Og
þar er engin verksmiðjuframleiðsla.
Hver einasta götuauglýsing er
handmáluð, hvað stutt sem hún a
að vera uppi.
Næst verður sagt frá því hvaða
afleiðingar það hefur ef amma deyn
um nauðsyn þess að nota rétta
hendi til réttra hluta og auðvitað tal-
að um kremið góða.
HLYNUR