Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 8
heilbrigðismál „Ég er að kalla
eftir því að það verði farið ofan í
alla þætti málsins,“ segir Þórólfur
Guðnason, sóttvarnalæknir en
hann vill að gripið verði til opin-
berra aðgerða til að stemma stigu
við útbreiðslu kynsjúkdóma á
Íslandi. Niðurstöður úr gagna-
banka embættisins sýna að smit-
uðum hefur fjölgað jafnt og þétt
á undanförnum árum – einkum á
það við um sárasótt og lekanda.
„Það er ákveðin fræðsla sem þarf
líka að fara af stað fyrir ungmenni.
Hún er í gangi í skólum landsins, en
það þarf að skerpa á því starfi. Þetta
er þróun sem við sjáum í nálægum
löndum, sem er nákvæmlega eins
og hér,“ segir Þórólfur sem segir
það greinilegt að kynslóðirnar sem
ekki muna óttann vegna HIV-farald-
ursins hegði sér samkvæmt því. Eins
þurfi að tryggja hreinar nálar fyrir
sprautufíkla og endurskipuleggja
hvernig hægt er að nálgast fólk sem
er smitað.
Hann bendir á að allt kosti þetta
peninga, mannafla og mikla vinnu.
Þórólfur segir að bætt meðferð
vegna HIV sé afar jákvæð, en feli
í sér vissa hættu. „Það er eins og
menn haldi að þeir séu ekki smit-
andi lengur og gleyma þess vegna
FÖSTUDAGA KL. 21:15
ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR
SÓLI HÓLM @SoliHolmHorfði á Steypustöðina í gær. LOLaði oft og hlakka til að sjá meira. Bjössi smiður frábær. „Ertu að gefa mér þúsundkall?“. #Steypustöðin
LOGI BERGMANN @logibergmann
Djöfull er maður búinn að bíða lengi eftir einhverju svon
a.
#Steypustöðin
ARON EINAR @ronnimall
Ræningjarnir i hagkaup #Steypustöðin
þessi
veisla byrjar vel!
ÁGÚST HALLDÓRSSON @AgustHalldorsÍ 35 mín fór engin úr fjölskyldunni í síma eða í-pad, brosti og hló. Sem þýðir að þátturinn var mjög góður.#Steypustöðin
365.is Sími 1817
9.990 kr. á mánuði
Tryggðu
þér áskrift
fyrir aðeins 333 kr. á dag
Stöðug fjölgun síðustu ár
Sárasótt
l Á árinu 2016 greind-
ust 33 tilfelli af sára-
sótt en árin 2014 og
2015 greindust 23
tilfelli hvort árið um
sig. + Af þeim sem
greindust með sjúk-
dóminn árið 2016
voru 88% karlmenn
sem stunda kynlíf
með öðrum körlum
líkt og árin á undan.
Lekandi
l Á undanförnum
þremur árum
hefur staðfestum
lekanda tilfellum
fjölgað jafnt og
þétt. Á árinu 2016
greindust 86 til-
felli, sem er nánast
tvöföldun frá fyrri
árum.
l Karlar voru í miklum
meirihluta sem fyrr
(74%). Talið er að
smit tengist sam-
kynhneigð í yfir 70%
tilfella.
l Fjölónæmir stofnar
af lekandabakteríum
hafa ekki greinst
hér á landi, en víða
erlendis er slíkt
sýklalyfjaónæmi
vaxandi vandamál.
Klamydía
l Klamydía er langal-
gengasti kynsjúk-
dómurinn hér á
landi með u.þ.b.
2.000 tilfelli sem
greinast árlega.
Kynjahlutfallið hef-
ur haldist nokkuð
óbreytt, en 60% af
þeim sem greindust
með klamydíu voru
konur.
HIV-sýking
l Á árinu 2016 greind-
ust óvenju margir
einstaklingar með
HIV-sýkingu, eða 27
einstaklingar, sem
er meira en tvöfalt
fleiri en á árunum
2014 og 2015.
l Af þeim sem
greindust voru 20
karlmenn en sjö
konur. Af þeim sem
greindust voru sjö
samkynhneigðir
(35%), sjö gagnkyn-
hneigðir (35%) en
sex voru með sögu
um sprautunotkun
(30%).
l Óvenju margir, eða
sex einstaklingar,
greindust með
alnæmi, sem er
lokastig sjúkdóms-
ins. Að auki voru þrír
einstaklingar með
merki um langt
genginn sjúkdóm.
ferðaþjónusta Markaðsrannsókn
sýnir mikinn áhuga asískra ferða-
manna á beinu flugi til Íslands.
Ferðavefritið Anna.aero valdi flug-
leiðina Keflavík-Hong Kong sem
„óflognu flugleið vikunnar“ nýlega
og byggði á leitarniðurstöðum frá
ferðabókunarrisanum SkyScanner.
Þessi niðurstaða er þannig til-
komin að Anna.aero leitaði til
Isavia og fór þess á leit að listaðar
yrðu upp nokkrar flugleiðir sem
Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá
listi lá fyrir var hann borinn undir
SkyScanner sem nýtti gögn sín til
að kanna áhuga ferðalanga. Niður-
staðan var að mesti áhuginn var á
leggnum á milli milljónaborgar-
innar Hong Kong og Íslands, og var
leitað 230.000 sinnum að þessari
leið á nýliðnu ári. Þess má geta að
ferðabókunarsíðan þjónustar rúm-
lega 60 milljónir manna á hverjum
mánuði.
Guðni Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, segir það ekkert
launungarmál að Isavia hafi sett
sér það markmið að reyna að fá
flugfélög til að fljúga beint frá Asíu
til Íslands. Finnair hefur bráðlega
beint flug á milli Helsinki og Kefla-
víkur sem mun bæta samgöngurnar
til Asíu mikið, en beint flug sé vissu-
lega lokatakmarkið. Niðurstaða
könnunarinnar staðfesti greinilegan
áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum
í Asíu, en eins megi líta til þeirra
tækifæra sem flugleið sem þessi
myndi gefa íslenskum sjávarútvegs-
fyrirtækjum við að opna nýja fersk-
fiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong
Kong. Leiðin yrði alltaf farin á lang-
drægum breiðþotum, sem geta auð-
veldlega flutt mikið magn af fiski í
beinu farþegaflugi.
Í grein Anna.aero er talið líklegast
að flugfélagið Cathay Pacific myndi
bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt,
en félagið flýgur nú þegar til 13
áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst
á Icelandair. Í því sambandi er þó
vert að minnast á yfirlýstan áhuga
Skúla Mogensen á því að WOW air
tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem
hann segir að sé „aðeins spurning
um tíma“, og verði að veruleika á
allra næstu árum.
Hlynur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar,
víkur að því í viðtali við Anna.aero
að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá
Asíu hratt hérlendis.
Hlynur bendir á að þegar flug-
leiðir frá Asíu eru bornar saman þá
tekur aðeins klukkustund lengur
að fljúga til Keflavíkur en til Kaup-
mannahafnar. svavar@frettabladid.is
Hundruð þúsunda
leita að beinu flugi
Á áttundu milljón manna búa í Hong Kong sem er í kallfæri við Kína – eins og
myndin sýnir. FréttabLaðIð/EPa
Stjórnvöld þurfa að koma að málum
Kynslóðir eru vaxnar úr grasi sem muna ekki eftir HIV-faraldrinum og það kemur fram í kynhegðun þeirra. Óvenju margir greindust
með HIV á síðasta ári. Útbreiðsla kynsjúkdóma á Íslandi undanfarin ár krefst aðkomu stjórnvalda að mati sóttvarnarlæknis.
Sárasótt getur farið
mjög illa með menn,
og ekki síst þungaðar konur.
Það eru mjög miklar líkur á
því að barnið verði
vanskapað eða
lifi ekki af.
Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir
öðrum sjúkdómum sem blossa þá
upp,“ segir Þórólfur.
Menn hafa gleymt öðru, segir
Þórólfur, en það er sú staðreynd
að kynsjúkdómarnir sem um ræðir
eru dauðans alvara. „Að fá HIV þýðir
ævilanga meðferð vegna sjúkdóms-
ins. Sárasótt getur farið mjög illa
með menn, og ekki síst þungaðar
konur. Það eru mjög miklar líkur á
því að barnið verði vanskapað eða
lifi ekki af,“ segir Þórólfur. svavar@
frettabladid.is
Áhugi ferðamanna í
Asíu á ferðum til Íslands
kemur glöggt í ljós í
gagnabanka ferðabók-
unarrisans SkyScanner.
Kynslóðir eru vaxnar úr grasi sem muna ekki eftir HIV-faraldrinum og það kemur
fram í kynhegðun þeirra. NordIcPHotoS/GEttyImaGES
1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 m i ð V i K u D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð