Fréttablaðið - 01.02.2017, Síða 13
Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem
mælti fyrir líknardeyðingu lækna
á dauðvona sjúklingum, eins og
löglegt hefur verið í Hollandi frá
2002. Einnig kynnti hann skoðanir
sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna
10. janúar síðastliðinn. Markmið
þessarar greinar er að lýsa þeim
þremur ólíku kerfum sem við lýði
eru í heiminum við líknardeyðingu,
þannig að upplýst umræða verði í
íslensku samfélagi um þessi mál.
Líknarmeðferð hérlendis
Líknarmeðferð sem stunduð er
hérlendis og erlendis felst í því
að lina þjáningar deyjandi sjúkl
inga án ásetnings um að stytta
líf þeirra. Hún á uppruna sinn
í Hospicehreyfingunni. Engin
takmörk eru á því hvað má gefa
mikið af lyfjum í þeim tilgangi,
jafnvel þó það þurfi að svæfa
sjúklinginn líknarsvefni, þó svo
það kunni að stytta líf hans. Það
er gert samkvæmt lögmálinu um
tvennar afleiðingar: „Það er rétt
mætt við sérstakar aðstæður að
framkvæma verknað sem hefur
auk þeirrar góðu afleiðingar sem
stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem
aldrei er réttlætanlegt að stefna að
af ráðnum hug.“ Höfundur lög
málsins er heimspekingur kaþ
ólsku kirkjunnar Thomas Aquinas
(12251274). Þannig getum við
veitt fullnægjandi líknarmeðferð
án þess að það sé ásetningur að
stytta líf sjúklingsins.
Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss
Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í
Sviss 1948, með því að fella niður
þá lagagrein sem bannaði það.
Ekki veit ég til að önnur ríki hafi
tekið upp þetta fyrirkomulag.
Upp úr 1980 var komið á fót
fyrstu einkareknu leikmanna
stofnuninni sem aðstoðaði fólk
við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að
ekki séu neinir fjárhagslegir hags
munir fyrir hendi. Ekki eru nein
skilyrði fyrir því að um dauð
vona sjúklinga sé að ræða og
dæmi er um að frískur maki hafi
fylgt dauðvona eiginkonu sinni
í dauðann. Einstaklingar leita
sjálfir til stofnunarinnar með ósk
um aðstoð þeirra sem þar starfa
við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á
staðfestingu á að hann hafi óskað
eftir aðstoðinni, skriflega eða á
myndbandi. Læknar koma þar
ekki nærri. Viðkomandi verður
sjálfur að tæma þann lyfjabikar
sem leiðir hann til dauða, geti
hann það ekki verður ekkert af
sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu
er kallað á lögregluna sem stað
festir það. Ekkert opinbert eftir
lit hefur verið með starfseminni
hingað til, né hefur þessi aðstoð
við sjálfsvíg verið bundin við
svissneskan ríkisborgarétt.
Aðstoð lækna við sjálfsvíg í
Norður-Ameríku
Mörg ríki í Bandaríkjum Norður
Ameríku og í Kanada hafa tekið
upp strangt kerfi með opinberu
eftirliti og fer þeim ríkjum fjölg
andi. Ekki geta aðrir lagt fram
beiðni um aðstoð við sjálfsvíg
en þeir sem eru heimilisfastir í
ríkinu og þarlendir ríkisborg
arar. Skilyrði er að sjúklingurinn
sé dauðvona innan skamms tíma
og þarf það að vera staðfest af
tveimur læknum. Beiðni sjúkl
ingsins þarf að vera vel ígrunduð
og sjúklingurinn vera vitrænt
skýr og með óskerta dómgreind.
Framkvæmdin er öll í yfirumsjón
læknisins. Sjúklingurinn þarf
sjálfur að tæma þann lyfjabikar
sem leiðir hann til dauða, annars
verður ekkert af því.
Bein líknardeyðing í Hollandi
Auk Hollands hafa Belgía og
Lúxemborg tekið upp þetta fyrir
komulag. Forsendurnar eru jafn
strangar og við aðstoð lækna
við sjálfsvíg í NorðurAmeríku.
Staðfest þarf að vera af tveimur
læknum að sjúklingurinn sé
dauðvona. Einnig þarf beiðni
sjúklingsins að vera vel ígrunduð
og sjúklingurinn vitrænt skýr og
með óskerta dómgreind. Fram
kvæmdin er alfarið í höndum
læknis sjúklingsins, sem gefur
honum tvær sprautur sem leiða
sjúklinginn til dauða. Læknirinn
gefur síðan skýrslu til opinberrar
eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu
kerfi er hægt að deyða sjúkling
sem ekki getur gert það með
eigin hendi og að gera lífsskrá
um að vera deyddur við ákveðnar
aðstæður, þar sem framkvæmdin
er ekki í höndum sjúklingsins
sjálfs.
Í næstu grein verður gerð grein
fyrir þeim rökum sem þarf að
íhuga við val á hvernig við viljum
hafa dánaraðstoð á Íslandi.
Höfundur hefur unnið á sjúkra-
húsum sem veita líknarmeðferð í
30 ár og er einnig heimspekimennt-
aður.
Líknarmeðferð, aðstoð
við sjálfsvíg eða bein
líknardeyðing – Fyrri grein
Í upphafi árs 2014 tóku gildi lög hér á Íslandi um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Lögin kveða
á um að frá og með 1. janúar 2015 skuli
sölu aðilar eldsneytis á Íslandi tryggja að
minnst 5% af orkugildi árlegrar heildar
sölu á eldsneyti til notkunar í sam
göngum á öllu landinu séu endurnýjan
legt eldsneyti. Í þessari umræðu eins og
annarri eru allmargir á öndverðum meiði
og t.a.m. hafa verið skrifaðar greinar og
haldnar ræður um ókosti þessarar laga
setningar. Þar er talað um að lögin þýði
einungis að við flytjum inn miklu dýrara
eldsneyti sem hafi að auki takmarkaðan
umhverfisávinning eða m.ö.o. að fjár
munir streymi úr landi í vafasamt elds
neyti og bíleigendur tapi milljörðum.
Í fyrsta lagi er algerlega rangt að
umhverfisávinningur sé ekki til staðar
enda hefur endurnýjanlegt eldsneyti
afar sterkar sjálfbærnikröfur. Það þýðir
að það endurnýjanlega eldsneyti sem við
flytjum inn dregur sannanlega úr losun
miðað við áframhaldandi jarðefnaelds
neytisnotkun.
Í öðru lagi hefur þessi söluskylda á
umhverfisvænu eldsneyti markað mikil
tímamót í orkuskiptum í samgöngum
á Íslandi, sér í lagi fyrir innlenda fram
leiðslu á eldsneyti. Vegferðin frá einokun
jarðefnaeldsneytis er því hafin og innlend
framleiðsla hefur tekið verulega við sér
með tilheyrandi atvinnu og verðmæta
sköpun. Þegar lögin tóku gildi var ekki
mikið um innlenda framleiðslu á endur
nýjanlegu eldsneyti en lögin hafa skapað
svigrúmið og galopnað markaðinn.
Árleg eldsneytisnotkun í samgöngum á
landi á Íslandi er í kringum 300 milljónir
lítra, 5% af þeim markaði eru þá um 15
milljónir lítra. Í lögunum stendur einn
ig: „endurnýjanlegt eldsneyti sem unnið
er úr lífrænum eða ólífrænum úrgangs
efnum sem ekki er unnt að nýta til mann
eldis eða sem dýrafóður má telja tvöfalt.“
Þetta þýðir að t.d. metan framleitt úr líf
rænu sorpi telur tvöfalt sem aftur þýðir
að ef allt endurnýjanlega eldsneytið fellur
undir þessa grein þarf 7,5 milljónir lítra
til að uppfylla lögin.
Innlendir framleiðendur
Í dag framleiða nokkur fyrirtæki á Íslandi
umhverfisvænt innlent eldsneyti sem
uppfyllir áðurnefnd ákvæði um endur
nýjanlega orku í samgöngum.
Carbon Recycling International ehf.
nýtir íslenska raforku, koltvísýring og
vatn til framleiðslu metanóls sem nota
má sem íblöndunarefni í bensín og notað
er við framleiðslu á lífdísli.
SORPA bs. og Norðurorka hf. framleiða
metan úr lífrænum úrgangi. Framleiðsla
SORPU er vottuð með svansmerki og er
eina eldsneytið sem hlotið hefur þann
umhverfisstimpil.
Lífdísill ehf. og Orkey ehf. framleiða
lífdísil úr dýrafitu og notaðri steikingar
olíu.
Miðað við núverandi framleiðslu og
þau áform sem félögin hafa um fram
leiðsluaukningu eru líkur á að eftir 2–3 ár
verði innlend framleiðsla yfir 10 milljónir
lítra, sem þýðir að hún getur staðið undir
öllu því magni sem þarf til að uppfylla
lögin. Sem dæmi má nefna að öll olíu
félögin á Íslandi velja að nota erlenda
íblöndun í bensín frekar en að nota
íslenskt metanól. Þess vegna er metanól
sem framleitt er á Íslandi í dag flutt út og
notað í lífdísilframleiðslu erlendis. Væri
t.d. eitthvað óeðlilegt að styðja við inn
lenda og umhverfisvæna eldsneytisfram
leiðslu á sama hátt og við erum tilbúin
að gera með innlenda og umhverfisvæna
matvælaframleiðslu? Er ekki ávinningur
inn sambærilegur? Er það í alvöru vilji
einhverra að hætta þessari íblöndunar
skyldu til að geta brennt meira af gömlu
og ódýru en jafnframt ósjálfbæru, meng
andi og loftslagsbreytandi olíunni?
Innlent eldsneyti
í samgöngum
Guðmundur Haukur Sigurðarson
stjórnarformaður Orkeyjar ehf.
Björn H. Halldórsson
framkvæmdastjóri SORPU bs.
Benedikt Stefánsson
framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar
CRI ehf.
Sigurður Ingólfsson
framkvæmdastjóri Lífdísils ehf.
Helgi Jóhannesson
forstjóri Norðurorku hf.
Björn
Einarsson
öldrunarlæknir
á Landakoti-LSH
Líknarmeðferð sem stund-
uð er hérlendis og erlendis
felst í því að lina þjáningar
deyjandi sjúklinga án ásetn-
ings um að stytta líf þeirra.
Sem dæmi má nefna að öll
olíufélögin á Íslandi velja að
nota erlenda íblöndun í bensín
frekar en að nota íslenskt
metanól.
8.30 Íslensk máltækni og atvinnulífið. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Ávarp menntamálaráðherra. Kristján Þór Júlíusson.
Íslenska í stafrænum heimi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Áhrif máltækni á rekstur og þjónustu fyrirtækja. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum.
Á íslensku má alltaf finna svar. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld.
Að tala íslensku við tölvur. Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík.
Málið og atvinnulífið. Guðfinna S. Bjarnadóttir, ráðgjafi.
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin.
10.15 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.
10. 45 Menntastofur samtaka í atvinnulífinu. A) Fagháskólinn B) Tækniþróun og breyttar áherslur í menntamálum C) Hæfni fræðsla og arðsemi í ferðaþjónustu.
Fundarstjóri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls. Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald.
Vinsamlegast skráið þátttöku
á vef SA: www.sa.is
NÝJASTA MÁLTÆKNI & VÍSINDI
Menntadagur atvinnulífsins
Fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-12.15
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 1 . F e B R ú A R 2 0 1 7