Fréttablaðið - 01.02.2017, Qupperneq 42
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Þema þessarar fyrirlestraraðar hjá okkur í Listfræðifélaginu eru átök í íslensku listalífi og myndlist. Ég er að taka fyrir nokkuð merkilegt tímabil en það er fimmti áratugurinn –
eða frá 1942 til 1952, þegar heilmikið gerð
ist í íslenskri myndlist. Það komu þarna inn
sterkir nýir straumar, bæði með yngra fólki,
listamönnum sem fóru í nám eftir seinni
heimsstyrjöldina og komu svo heim og
svo líka sumir þeirra eldri sem fóru að fást
meira við nýstárlega list, jafnvel abstrakt.
Þar urðu harðvítugar deilur bæði á milli
listamanna og svo á milli listamanna og
sumra pólitíkusa til dæmis, en þeir töldu
þetta tómt rugl og að það ætti bara að
mála landslag og fallegar myndir. Þannig
að þetta er dálítið lykiltímabil í íslenskri
myndlist því að það má segja að á þessum
tíma taki íslenskir listamenn sér algjört
vald yfir eigin listsköpun; þeir fara að þróa
nýja myndlist og koma inn með nýjar stefn
ur í andstöðu við suma innanlands – þeir
taka að mörgu leyti mikla áhættu með því.
Undir lok þessa tímabils, 1952, þá
kemur hópur ungra listamanna heim úr
námi, aðallega í París, og fara að halda sýn
ingar á hreinræktuðum abstraktmyndum
og smátt og smátt næstu árin má segja að
abstraktið hafi tekið yfir á Íslandi á meðan
að eldri myndlistin – landslagið, manna
myndir og svona hafi smátt og smátt horf
ið eða hætt að vera leiðandi stíll í íslenskri
myndlist. Nokkrar lykilpersónur sem
koma fram í fyrirlestrinum eru Þorvaldur
Skúlason, Nína Tryggvadóttir, Svavar
Guðnason, Hörður Ágústsson og fleiri.
Þetta eru allt nöfn sem eru með stærstu
nöfnum í íslenskri listasögu og sem tóku
þátt í þessari ákveðnu byltingu sem varð
á þessum tíma,“ segir Jón Proppé um það
efni sem hann mun taka fyrir í erindi sínu.
„Þessi fyrirlestur og þessar fyrirlestra
raðir okkar eru leið til að bæði fjalla um
mikilvæg atriði í íslenskri listasögu og
listalífi almennt og líka að vissu leyti
til að kynna fyrir fólki hverslags rann
sóknum og störfum við listfræðingar
erum að sinna, svo að fólk fái einhverja
hugmynd um það og að það geti verið
spennandi. Þessir fyrirlestrar hafa verið
vel sóttir og það er mjög gaman að halda
þá,“ segir Jón að lokum. Fyrirlesturinn
verður haldinn í hádeginu í dag í Safna
húsinu Hverfisgötu og er hann öllum
opinn. stefanthor@frettabladid.is
Átök í íslenskri listasögu
Fyrirlestraröðin Átakalínur í íslenskri myndlist er haldin af Listfræðifélagi Íslands. Í dag
mun listfræðingurinn Jón Proppé flytja erindi sitt Blátt strik: átökin um abstraktið.
Jón Proppé listfræðingur.
Elskuleg móðir okkar,
Hanna
(Jóhanna Katrín)
Pálsdóttir
myndlistarmaður og fyrrverandi
bankastarfsmaður,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
24. janúar. Jarðsungið verður frá Lindakirkju föstudaginn
3. febrúar klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Hjálparstarf kirkjunnar eða líknarfélög.
Páll Jónsson, Anna Pála Vignisdóttir
og fjölskylda.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, sambýliskonu,
ömmu og langömmu,
Ásbjargar Ingólfsdóttur
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skjóls fyrir
frábæra umönnun og hjálp síðustu ár.
Sigurþór Stefánsson, Ingólfur Stefánsson,
Stefán Stefánsson, Hafdís Jónsdóttir,
Garðar Árnason, Matthildur Leifsdóttir,
Óskar Markússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Petra Guðrún Stefánsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð,
Grindavík, aðfaranótt 28. janúar. Útför
hennar verður gerð frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 3. febrúar klukkan 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Hjalta Pálmasonar hjá Björgunarsveitinni Þorbirni,
sími 893-8626.
Stefanía Björg Einarsdóttir Ólafur Þór Þorgeirsson
Magnús Andri Hjaltason Hjörtfríður Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Móðir mín, dóttir okkar,
systir og mágkona,
Ásdís Mjöll Guðnadóttir
andaðist í Kaupmannahöfn
laugardaginn 28. janúar. Bálför verður
gerð í Kaupmannahöfn. Minningarathöfn
á Íslandi verður auglýst síðar.
Kjartan Helgi Sigurðsson
Lilja Bergsteinsdóttir Guðni Kolbeinsson
Hilmir Snær Guðnason Bryndís Jónsdóttir
Bergdís Björt Guðnadóttir Kristján Reinholdsson
Kristín Berta Guðnadóttir Hörður Sveinsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Halldóra Ármannsdóttir
Löngumýri 38,
Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási
25. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 3. febrúar kl. 13.00.
Guðmar Þór Hauksson
Ármann Hauksson
Elín Hauksdóttir Guðlaugur A. Stefánsson
Magni Freyr Hauksson
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín, systir okkar og frænka,
Anna Samúelsdóttir
frá Siglufirði,
síðast til heimilis á Hrafnistu,
Boðaþingi,
lést á Landspítalanum 7. janúar
síðastliðinn. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey. Við sendum starfsfólki Boðaþings kærar þakkir
fyrir hlýja og góða umönnun.
Kristjana Magnúsdóttir
Páll B. Samúelsson Elín Jóhannesdóttir
Sigríður Samúelsdóttir Gunnar Herbertsson
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Björn Þór Jónsson
Heiðarvegi 10, Reyðarfirði,
lést fimmtudaginn 26. janúar
á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut. Útför hans fer fram
frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00.
Bryndís Steinþórs
Jón Þór Björnsson Júlíana Vilhjálmsdóttir
Anna Þórunn Björnsdóttir
Steinþór Björnsson Andrea Björk Sigurvinsdóttir
og barnabörn.
Elsku sonur okkar, bróðir, mágur,
frændi og barnabarn,
Ragnar Egilsson
Holtsflöt 9, Akranesi,
lést á heimili sínu þann 27. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 3. febrúar kl. 13. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Von, kt: 490807-1010, banki:
0513-26-3147, sem er styrktarsjóður gjörgæslunnar á
Landspítalanum í Fossvogi.
Anna Arnardóttir Egill Guðnason
Örn Egilsson Sif Agnarsdóttir
Margrét Egilsdóttir Guðjón Birgir Tómasson
Svana Jónsdóttir Örn Óskar Helgason
og frændsystkini hins látna.
Hörður Kristbjörn Jónsson
Vogatungu 85a,
Kópavogi,
lést á Vífilsstöðum 22. janúar.Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna. Hjartans þakkir til allra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hans.
Anna Margrét Þorsteinsdóttir
Jón Ragnar Harðarson Aðalheiður Þorsteinsdóttir
Svanlaug Elín Harðardóttir Theodór Skúli Þórðarson
Jóna Björk Guðmundsdóttir Jóhannes Sigurbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar,
mágkona og fósturmóðir,
Guðlaug Björnsdóttir
verður jarðsungin
frá Hafnar fjarðarkirkju
þann 3. febrúar kl. 13.00.
Sigurlaug Björnsdóttir, Björn Pálsson
Sigurður Björnsson, Sieglinde Björnsson
Nanna, Ólöf, Sveinbjörn, Helga og Guðrún Björnsbörn
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
Helga Hobbs
verður jarðsungin frá
Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn
2. febrúar kl. 13.
Gunnar Kvaran Guðný Guðmundsdóttir
Helga Hafsteinsdóttir Alexander Jóhannesson
Guðmundur Hafsteinsson Anna Benassi
Guðrún Hafsteinsdóttir Jón Árni Þórisson
Dröfn H. Farestveit Arthur Farestveit
Guðrún Skúladóttir Gunndór Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r18 t í M a M ó t ∙ f r É t t a b L a Ð I Ð
tímamót