Litli Bergþór - jul. 2018, Side 5

Litli Bergþór - jul. 2018, Side 5
Litli-Bergþór 5 Reiðhöllin á Flúðum hefur sannað sig á undanförnum árum sem mikilvægur hlekkur í starfi félaga í hestamannafélögunum og er vel nýtt yfir vetrarmánuðina. Föstudaginn 30. júní var svo kvennareiðtúrinn með Traustakonum. Að þessu sinni héldu Traustakonur reiðtúrinn og hittust konurnar við hestagirðinguna á Laugarvatnsvöllum og endaði reiðtúrinn á Snorrastöðum. Það er gaman að sjá að konunum fjölgar stöðugt sem mæta í þennan reiðtúr. Um verslunarmannahelgina var haldinn út- reiðartúr þar sem félagsmenn ásamt fleirum fjölmenntu. Þetta var þriggja tíma reiðtúr sem byrjaði í Hrísholti. Riðið var upp með Tungufljóti að austanverðu, að Kjarnholtum og svo var endað í Einiholti þar sem borðað var og sungið. Æskulýðsnefnd hélt uppskeruhátíð 19. október í Bláskógaskóla. Veittar voru viðurkenningar spilað bingó, borðað og haft gaman. Haustfundur Loga var haldinn 16. nóvember á kaffi Mika. Þar var vetrarstarfið kynnt og Magnús Einarsson í Kjarnholtum tók á móti verð- launum fyrir hæst dæmda kynbótahross í eigu félagsmanns. Freydís Örlygsdóttir. Ketilbjörn ehf. Vinnuvélaverktaki Syðri – Reykjum Grímur Þór - Sími 892 3444 Magnús Einarsson í Kjarnholtum með verðlaunin. Hildur María Jóhannesdóttir á Brekku vann til veðlauna í barnaflokki 24. feb 2018

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.