Litli Bergþór - jul. 2018, Side 6

Litli Bergþór - jul. 2018, Side 6
6 Litli-Bergþór Nú er fólk sem betur fer að vakna til vitundar um umhverfismál, hvað betur megi fara, svo við getum haldið áfram að búa hér á þessari jörð án þess að kafna í eigin skít. Það hefur ekki tekið mannkynið nema um 150 ár að drekkja jörðinni í rusli og mengun og það blasir við að maðurinn verður að breyta lifnaðarháttum sínum. Möguleikar okkar hér í Uppsveitunum til að lifa nokkurn veginn á umhverfisvænum nótum eru þó miklir. En hvað getum við gert til þess að minnka kolefnissporið okkar? - Moka ofan í skurði? Jú, stundum heyrist manni að það sé eina ráðið til að kolefnisjafna ferðalög okkar mannanna og umhverfissóðaskap. Ég leyfi mér þó að efast um að það sé besta ráðið. Þar sem undirrituð hefur töluverða reynslu af gömlum skurðum, langar mig að fræða ykkur örlítið um „lífsskeið skurða“, eins og það blasir við mér hér með Hlíðunum. Í fyrsta lagi þá falla gamlir skurðir saman ef þeir eru í landi sem ekki er notað og þeir ekki grafnir upp. Ef straumur er lítill í skurðinum gróa þeir upp og fyllast af sefi og gróðri, sem er ákjósanlegur staður fyrir vaðfugla og votlendislíf. Að lokum verður yfirborð þeirra jafn hátt umhverfinu. Þannig er nú farið fyrir mörgum þeim skurðum, sem grafnir voru í flötu blautu landi á sjötta og sjöunda áratugnum og hafa ekki verið notaðir. Þeir hverfa af sjálfu sér á einhverjum áratugum og mýrin verður sem fyrr. Þessari þróun má flýta með því að stífla skurðinn. Þá hækkar grunnvatnsstaðan fyrr og myndar þessa fínu tjörn fyrir endurnar. Ef gamlir niðurtroðnir skurðruðningar valda fólki sjónmengun, er auðvitað möguleiki að ýta þeim ofan í skurðinn. En því fylgir mikið jarðrask sem er ekki til prýði, kostar mikla peninga og tekur tíma að gróa náttúrulega. – Þetta eru mannvistarminjar sem hverfa. Ef votlendi er í hallandi landslagi myndast graflækir með valllendisbökkum á milli dýjanna. Að moka í skurði í slíku landi, eða þar sem vatnsstraumur er mikill, er gagnslaust. Vatnið finnur sér leið. – Að þessu sögðu vil ég árétta að góðir og vel grafnir skurðir eru auðvitað nauðsynlegir til að hægt sé að rækta góð tún í mýri. En snúum okkur að öðrum leiðum til að minnka kolefnissporið okkar. Við þurfum fyrst og fremst að vera meðvituð um að lifa sem mest af nærumhverfinu. Spara aksturinn. Nota mat úr heimabyggð, sem er ómengaður og hefur ekki verið fluttur um langan veg. Grænmetið okkar, sem er ræktað að mestu án eiturefna hér í uppsveitum, kinda- nauta- og svínakjöt, sem alið er á heimafengnu fóðri að mestu. Villibráðina okkar, fjallalambið, sem aldrei hefur komist í snertingu við lyf, en verið frjálst í íslenskri náttúru. Seljum þessa ímynd, okkur sjálfum og öllum túristunum. Við vitum ekki hvað átt höfum fyrr en við höfum misst það. Ef beita þarf sauðfénu okkar á mýrunum heima og ræktuðu landi, kostar það lyfjagjöf og vanþrif. Þá er sjálfhætt. Það væri óskandi að kaupmannastéttin áttaði sig á þessu. Verslum í heimabyggð. Ef við gerum það ekki, verður þessi þjónusta ekki áfram og við þurfum að keyra á Selfoss eftir mjólkinni - eða lyfjunum okkar. Það kostar meiri akstur og kolefnisútblástur. Notum almenningssamgöngur. - En þá verða auðvitað að vera til almenningssamgöngur sem virka og nógu margt fólk sem notar þær. - Sennilega eru vegtollar eina aðferðin sem dugar til þess að fólk fari að nota almenningssamgöngur, fólk velur með buddunni. Ég veit til þess að vegtollar hafa reynst vel í London og Osló og víðar, þar sem borga þarf fyrir að keyra inn í miðbæinn á einkabíl. Eigum við að kaupa okkur rafmagnsbíl? Gerast vegan? Hætta að nota plastpoka? Henda umbúðum á afgreiðsluborðið framan við afgreiðsludömur, til að vekja búðareigendur til umhugsunar um að minnka ytri umbúðir? O.s.frv. Spurningar eru margar. Jú, það er hægt að hætta að nota plastpoka, það geri ég nú þegar. En plastumbúðir utan um matvæli eru yfirþyrmandi miklar. Því þarf að breyta og ef matur er ekki fluttur „Fræðsluerindi um lífsskeið skurða“ Nú er betra að einbeita sér. Ritstjórnargrein um umhverfismál

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.