Litli Bergþór - jul. 2018, Side 8
8 Litli-Bergþór
Starfsfólk leikskólans Álfaborgar fór í námsferð
á vordögum og skoðaði tvo leikskóla. Fyrri
leikskólinn sem við skoðuðum var í Fredensborg
í Danmörku. Þar var um að ræða útileikskóla sem
ber nafnið Skovlyset. Kathrine Andersen kennari
í Bláskógaskóla í Reykholti kom okkur í samband
við skólann.
Við mættum í blíðskaparveðri og þegar börnin
voru búin að fá sér brauðbita var haldið af stað
út í skóg. Þegar komið var út í skóginn stoppuðu
börnin og settu höndina á stein sem þar var. Þar
máttu þau hætta að leiða hvert annað og fara að
leika sér. Þetta var mjög skemmtilegur staður. Þar
var hengiróla og þau fengu að saga trébúta.
Þar sem þetta er útiskóli eru börnin úti allan
daginn. Áhugahvöt barnanna er mikils metin og
gaman var að sjá hversu mikil virðing er borin
fyrir því sem börnin hafa að segja.
Þegar við höfðum gengið áleiðis, stoppuðu
börnin, þar sem þau höfðu séð frosk. Hann lá
undir hrúgu af laufblöðum. Þau færðu froskinn og
settu hann á öruggan stað. Þegar halda átti af stað
aftur sagði eitt barnið: „Við verðum að bíða eftir
konunni á hækjunum“. Þau sáu að einn af okkar
kennurum var á hækjum og vildu ekki skilja hana
eftir.
Við fengum að gjöf steina sem þau höfðu tínt og
blóm. Þau eru skemmtilega opin og glöð börnin í
þessum leikskóla.
Seinni leikskólinn var í Trelleborg í Svíþjóð
og ber nafnið Modeshögs. Þar skoðuðum við
leikskóla sem er með sömu stefnu og við, þ.e.
Reggio Emilia. Þar tók Alma Tómasdóttir á móti
okkur.
Öllum starfsmönnum bæjarskrifstofunnar var
boðið að koma í leikskólann í tilefni af komu
okkar. Fyrir hádegi fengum við fyrirlestur um starf
og stefnu leikskólans. Eftir hádegi fórum við í
Starfsfólk Álfaborgar í námsferð
til Danmerkur og Svíþjóðar
Þetta er steinninn sem börnin settu hendurnar á til að mega sleppa
hvort öðru og fara að leika sér.
Frá vinstri: Eyrún, Dagný, Lovísa, Heiða, Dröfn, Guðbjörg, Dinna, Ellisif.
Gaman saman.
Frá vinstri:
Heiða Björk,
Lovísa Tinna,
Sigga og Eyrún.