Litli Bergþór - jul. 2018, Side 16
16 Litli-Bergþór
man ekki eftir því að hann hafi sagt við hana í gær
að hann ætlaði að fara eitthvað. Hún fer fram og
sest í gráa hægindastólinn sem þau Frosti fengu í
brúðkaupsgjöf frá frænku Frosta. Hún tekur upp
bókina sem hún geymir alltaf í vasa á stólnum og
byrjar að lesa. Kápan á bókinni er rauð og hvít og er
bókin um sakamál sem gerist á gömlum sveitabæ
á Íslandi um miðjan vetur. Henni
finnst bókin ekkert það skemmtileg
en finnst gaman að kíkja í hana af
og til þegar hún hefur ekkert að gera.
,,Hvernig gat stúlkan dáið á svona
hrottalegan hátt og af hverju náðu
löggurnar ekki morðingjanum“
hugsar hún þegar hún var búin að
klára bókina. Hún situr í stólnum og
hugsar um söguna og svo um Frosta.
„Afhverju vakti hann mig ekki og
sagði mér hvert hann væri að fara?“
hugsar hún þangað til hún verður
vör við að það er byrjað að snjóa
verulega mikið. Stórar snjóflygsur
svifu hratt niður á jörðina og kaldi
vetrarvindurinn blés þeim langar leiðir. Hún sér
litla ljósbrúna mús skjótast fyrir og fara inn undir
pallinn. Hún hlaut að vera að fara til litlu unganna
sinna til að gefa þeim mat.
Hún heyrir allt í einu í stórum bíl fyrir utan
húsið og hleypur fram í forstofu og kíkir út um
gluggann. Þetta var Frosti á bílnum sínum. Hún
sér að hann er með eitthvað stórt á pallinum þakið
snjó. Hún opnar hurðina með látum og það byrjar
að snjóa inn. Snjórinn bráðnar strax þegar hann
kemur við heitar flísarnar. Frosti opnar hurðina og
stekkur léttur út úr bílnum eins og vel þjálfaður
lögreglumaður sem hann er, og gengur til hennar.
Bisk-verk ehf. s: 893 5391
Espiflöt ehf, Reykholti s. 486 8955
Fóðurblandan hf. Reykjavík, s. 570 9800
Friðheimar, Reykholti s. 486 8815
Garðyrkjust. Kvistar Reykholti s. 694 7074
Gljásteinn ehf, Myrkholti s. 486 8757
Gullfosskaffi við Gullfoss s. 486 6500
Eftirtaldir styrkja útgáfu Litla-Bergþórs
Ást um vetur
Höfundur: Jóna Kolbrún Helgadóttir
Það er kalt og gluggatjöldin sveiflast í vetrar-
vindinum. Hún hjúfrar sig inn í sængina og reynir
að sofna. Það heyrist hár hvellur og hún skýst
upp í rúminu. Myndin af henni og manninum
sem hún elskar liggur á gólfinu. Hún klæðir sig í
hlýju ullarsokkana sem mamma hennar átti þegar
hún var ung og fer varlega upp úr rúminu. Gólfið
er kalt en hún finnur ekki fyrir
kuldanum vegna sokkanna. Dauft
brak heyrist í gólfinu þegar hún tiplar
hljóðum skrefum í átt að myndinni
sem liggur á gólfinu. Hún tekur hana
varlega upp til þess að skera sig ekki
á glerbrotunum sem liggja útum
allt í kringum myndina. Hún setur
myndina aftur upp á gluggakistuna
og lítur í rúmið til að gá hvort hún
hafi vakið Frosta. Henni er brugðið
þegar hún tekur eftir því að hann er
horfinn.
Hún situr við eldhúsborðið og lítur
út um gluggann. Hún horfir á litlu
bílaleigubílana þjóta um veginn í
hálkunni. Eldhúsið angar af góðri matarlykt og
það mallar í hafragrautnum sem situr í potti á
svartri hellunni. Diskurinn sem hún hafði lagt á
borðið fyrir framan sig var tómur. Henni verður
skyndilega óglatt þrátt fyrir góðu lyktina og
stekkur upp frá borðinu og hleypur inn á bað. Hún
er orðin þreytt á þessu ástandi og vonar að þessu
ógleðitímabili fari að ljúka.
Hún þurrkar sig varlega um munninn með
mjúkum klósettpappírnum og hendir honum svo í
klósettið. Hún kíkir út um baðherbergisgluggann
og sér að stóri pallbíllinn er ekki enn kominn og
hún hugsar hvar Frosti hennar gæti verið. Hún
Helgi Gumundsson rafvirki s. 864 6960
Hótel Geysir, Haukadal s. 480 6800
Ferðaþjón. Gullfoss, Brattholti s. 486 8979
JH-vinnuvélar / Brekkuheiði s. 892 7190
Miðhúsabúið, Miðhúsum s. 486 8640
Skjól-Camping, Kjóastöðum s. 899 4541
Úthlíð ferðaþjónusta s: 486 8770