Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 23

Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 23
Litli-Bergþór 23 Skálholtskórinn árið 1985. Á myndinni eru f.v.: Glúmur Gylfason, Dagfríður Finnsdóttir Selfossi, Sveinn Skúlason, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurlín Antonsdóttir Vesturkoti, Sigurður Erlendsson, Ólöf Fríða Gísladóttir, Ólöf Brynjólfsdóttir, Ólafur Jónsson Skeiðháholti, Þórey Jónasdóttir, Anna Magnúsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Ágústa Ólafsdóttir, Renata Vilhjálmsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Hulda Sæland, Bella Stefáns, Guðmundur Gíslason, Ingunn Sighvatsdóttir, Aðalheiður Jónasdóttir Selfossi, Guðrún Guðmundsdóttir, Bragi Þorsteinsson, Katrín Þórarinsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Guðmundur Óli Ólafsson og Björn Steinar Sólbergsson organisti. Kristján á Gýgjarhóli var með minnstu mönnum og var illa við að þurfa að standa framan við kórinn. Lét Þorsteinn þá gera handa honum koll sem hann stóð á í aftari röð og bar þá ekki á neinu. Karlakór Biskupstungna söng í síðasta sinn á hátíð á Geysi árið 1956. Þá var Þorsteinn búinn að stjórna kórnum í 30 ár og orðinn fullorðinn. Eftir að karlakórinn var lagður niður stóð Sigurður sonur hans á Heiði fyrir stofnun kirkjukórs við Torfastaðakirkju, sem söng þar við messur í ein tvö ár. Það var svo árið 1963 að næst dró til tíðinda í söngmálum Tungnamanna, þegar vígja skyldi hina nýbyggðu Skálholtskirkju. Dr. Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, var fenginn til að stjórna kór við vígsluathöfnina og að ráði þeirra sr. Guðmundar Óla Ólafssonar sóknarprests á Torfastöðum og Önnu Magnúsdóttur konu hans, var afráðið að safna söngfólki í Tungunum í blandaðan kirkjukór, Skálholtskórinn. Mætti fríður hópur fólks á fyrstu æfinguna, kórstjórinn útdeildi nótum, gaf tóninn og sló kórinn inn. En ekkert hljóð kom frá kórnum. Það kom í ljós að það voru ekki nema tveir eða þrír í kórnum, sem lásu nótur. Anna prestfrú, Margrét Grünhagen á Miðhúsum og Sigurður Erlendsson. Þetta var áfall fyrir kórstjórann, sem reytti hár sitt. En hann hófst handa og menn lærðu smám saman að elta nóturnar. Róbert var afburða stjórnandi segir Sigurður. Og hann segist engan kórstjóra hafa haft, sem hafi kennt honum eins mikið í söngtækni, öndun og hlustun. Hann var mjög nákvæmur og vandvirkur og tókst að ná einstaklega fallegum hljómi úr kórnum. Var Skálholtskórinn talinn með betri kórum á sínum tíma og auðvitað spillti hljómur Skálholtskirkju ekki heldur fyrir kórnum. En kórfólkið lagði líka á sig ómælda fyrirhöfn og ferðalög til að komast á kóræfingar og athafnir, oft í ófærð eða þá um háannatímann, eins og í júlí fyrir Skálholtshátíð. Róbert stjórnaði kórnum í jóla- og páskamessum auk Skálholtshátíðar ár hvert í 10 ár, eða til ársins 1973. En þá tók Glúmur Gylfason við stjórn kórsins og stjórnaði honum í 14 ár samtals, eða til ársins 1987. Glúmur var líka afburða stjórnandi og hann hafði húmor, sem Róbert hafði ekki að sama skapi, segir Sigurður. Eftir að Glúmur hætti, æfði Ólafur Sigurjónsson í Forsæti kórinn í um eitt ár, eða þar til gamli Skálholtskórinn lagði formlega niður störf árið 1988 vegna mála sem ekki verður farið nánar í hér. Á fyrstu árum kórsins, meðan Róbert stjórnaði, kom hann einungis til æfinga fyrir stórhátíðir. Þess á milli var ekki æft. Glúmur æfði hins vegar vikulega. Að frumkvæði kórmeðlima, eins og Sigurðar á Heiði, voru æfðir minni sönghópar fyrir ýmis tækifæri og hjálpuðu þau Sigurður Ágústsson kennari, frá Birtingaholti, eða Margrét á Miðhúsum, þeim söngfélögum oft við þær æfingar. Var Margrét oft eina innansveitarmanneskjan, sem gat aðstoðað við æfingar og undirleik. Fræg er sagan af því þegar Skálholtskórinn var

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.