Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 33

Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 33
Litli-Bergþór 33 gátum skólastarfs, eða töfralausn á menntun barnanna. Þvert á móti erum við sammála um að við þurfum að ala þau upp í ábyrgri notkun tækjanna og tökum þann pól að betra sé að spila með þróuninni á sviðinu, en að þverskallast við og reisa burst við breytingum. En fjölbreyttar kennsluaðferðir og vítt svið viðfangsefna eru líka á markmiðalistanum, sem og heilsuefling og aukning í skapandi greinum og listum. Við ætlum aldeilis ekki að festast með augun á skjánum, en menntunin skal hverfast um framtíð barnanna, en ekki fortíð fullorðna fólksins. Upplýsingatækniteymi fimm kennara af öllum stigum settum við á laggirnar strax í haust. Hlutverk þess er að fara með málaflokkinn; taka stefnu og gera áætlanir og koma þeim í framkvæmd í samstarfi við stjórnendur. En Bláskógaskóli í Reykholti á hvorki, né mun snúast einvörðungu um snjalltækni. Við stefnum á aukið náttúrunám, útinám, umhverfisvernd og flokkun á sorpi, jafnframt heilsueflingu, vellíðan og heilbrigði. Ætlunin er að reisa í vor útinámsstofu við skólann og við viljum endilega fá samfélagið í lið með okkur í þeirri vinnu, foreldra, afa og ömmur, frændur og frænkur og fleiri þær hendur sem vinna létt verk og myndu vilja ljá verkefninu lið. Við stefnum að því að flagga Grænfánanum í vor, en það verður kynnt nánar er nær dregur. Við höfum hugmyndir um að fá Gamla skólann til afnota t.d. fyrir handverks-, vísinda- og/eða listastofur standist hann þær kröfur sem gerðar eru til skólahúsnæðis. Það er greinilegt af framansögðu að hugmyndirnar skortir ekki og jafnljóst að tíminn einn sker úr um árangurinn, sem af starfinu hlýst. Þar berum við öll samfélagslega ábyrgð. Gangi okkur vel. Hreinn Þorkelsson, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti. Myndmenntatími hjá Arite Fricke. Magnús Hafsteinsson og Matthías Ármann, þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni 2018. Kötturinn sleginn úr tunnunni á öskudag. Öskudagsfjör. F.v.: Kjartan Helgason, Baltasar Breki Matthíasson, Fjölnir Þór Morthens og Bjarni Haraldsson. 8. bekkur í matsalnum. F.v.: Sólrún Tinna Sæland, Skírnir Eiríksson, Iðunn Helgadóttir, Sigríður Mjöll Sigurðardóttir, Lísa Katrín, Þórhildur Júlía E. Sæmundsen og Snæfríður Rós Sigurðardóttir. Frá þorrablótinu. Næst stendur Mariana Geirsdóttir, þá Fróði Larsen Bentsson, Amelía Dröfn Hákonsdóttir, Benjamín Óli Andrésson, Tristan Máni Morthens o.fl.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.