Litli Bergþór - Jul 2018, Page 40

Litli Bergþór - Jul 2018, Page 40
40 Litli-Bergþór sem án efa verður gaman að fara með í heita pottinn á Laugarvatni og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Vorferðin þetta árið er til Reykjavíkur, þar sem tekið verður hús á nokkrum Tungnamönnum í fyrirtækjarekstri á höfuðborgarsvæðinu. Í maí tökum við svo vegahreinsunina, „plokkið“meðfram öllum aðalvegum sveitarfélagsins með styrk frá Vegagerðinni. Við skiptum liði eitt síðdegi, gerum áhlaup á verkefnið og hittumst svo um kvöldið og gleðjumst yfir góðu dagsverki. Lokakvöldið verður að þessu sinni á Skjóli hjá góðum félaga, Jóni Örvari, sem hefur á ótrúlega stuttum tíma byggt upp skemmtilegan og vinsælan áningarstað í landi Kjóastaða. Útplöntun í Rótarmannatorfum er yfirleitt síð- asta verkefni hvers starfsárs og göngum við þar glaðir til verka, tilbúnir að njóta sumarsins eftir skemmtilegan vetur. Lionsklúbburinn okkar nýtur þeirra forréttinda að innan hans eru margir mjög virkir og áhuga- samir félagar, sem ávallt eru tilbúnir að leggja fram vinnu við hin ýmsu verkefni og sjá til þess að hjól félagsins snúist áreynslulaust. Við þökkum öllum sem hafa lagt okkur lið í vetur með einum eða öðrum hætti og gert okkur þar með kleyft að leggja samfélaginu lið. F.h. Lkl. Geysis Sveinn A. Sæland, formaður. Ungmennafélag Biskupstungna þakkar öllum þeim sem styrkja útgáfu blaðsins með styrktarlínu eða auglýsingu og óskar þeim sem og lesendum öllum GLEÐILEGS SUMARS! Létt yfir mönnum að vanda. Jóhannes og Kristófer „ræða“ málin.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.