Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 43

Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 43
Litli-Bergþór 43 reynslu sem verkstjóri og þótti bæði kappsamur og vandvirkur, auk þess sem hann þekkti vel til dragferjunnar á Héraðsvötnum. Valdi hann ferjustæðið í samráði við heimamenn. Dragferjan var þannig gerð, að snúinn stál- strengur var strengdur yfir ána og festur með járnboltum í klapparnefin beggja megin. Báturinn sem notaður var sem dragferja var allbreiður með flötum botni með útvíðum borðstokki. Hlerar voru í hvorum enda og á hjörum. Eftir hlerunum voru hestarnir teymdir. Ekki mátti hlaða ferjuna meira en svo að hlerarnir væru fyrir ofan vatnsborð. Stafnar voru á báðum endum, en við beygjumót hvors enda voru þverbitar og í annan enda þeirra fest hjól það er vírinn var undinn á. Allþungt var að snúa vegna straumþungans. Báturinn var sterkbyggður, klæddur fimm sm þykkum plönkum utan og innan nema á stöfnum. Þar var hafður farangur, en hestar stóðu í miðju. Þessi dragferja hefði sennilega skilað hlutverki sínu með sóma ef ekki hefði komið fyrir gráglettni örlaganna, því sama sumar og ferjan hafði verið sett upp gerði mikla þurrka, norðan átt var oftast og kalt til fjalla. Tók þá að bóla á grynningum á leið ferjunnar. Þessar grynningar hurfu ekki með haustinu er vatnsrennsli óx í ánni aftur, líkt og vonast hafði verið til, heldur hlóðst meiri sandur að grynningunum. Þetta fannst mér mjög sérstakt því að í dag ber ekkert á þessum grynningum á milli klapparnefjanna og sjálfur man ég ekki til þess að nokkurn tíma hafi verið grynningar á þessum slóðum þótt ég hafi alist upp í Laugarási og töluvert beri nú á sandflæmum ofan og neðan við brúarstæðið. Það sýndi sig því hve minni ungmenna á borð við mig er óáreiðanlegt þegar ég komst í lýsingar síðasta ferjumannsins á Iðu, Ingólfs Jóhannssonar, af ferjustarfinu sem lesa má í desemberblaði Litla-Bergþórs 1995. Ingólfur benti á að áður fyrr var meira í ánni en nú er og flóð voru tíðari. Eitt haustið mældi hann 11 feta dýpi undir brúnni, en um vorið var það orðið 33 fet. Stafaði þetta af því að sandur safnaðist í gjána á milli klappanna á sumrin, en hreinsaðist fram í flóðum, sem oftast voru seinnipart vetrar. Vegna grynninganna sumarið 1903 var ákveðið að færa stálstrenginn þangað sem dýpra væri áður en haustlestirnar byrjuðu fyrir alvöru. Tóku menn því til við að flytja strenginn föstudagsmorguninn 18. september. Ætla má að sömu menn hafi unnið verkið allan daginn, en um miðjan dag er þess getið að þeir Guðmundur Ófeigsson (1865-1943) bóndi í Laugarási (1902-1907), Runólfur Bjarnason bóndi á Iðu, Bjarni Jónsson faðir Runólfs og sem bjó með honum á Iðu, og Dagbjartur Egilsson, húsmaður á Iðu, hafi verið þar við störf. Veðuraðstæður voru góðar, logn og sólskin, þótt nokkur vöxtur væri kominn á ána vegna rigninga undanfarna daga. Ekki var hægt að festa ferjustrenginn í klöpp á nýja staðnum því þar var sandeyri með ánni. Var því grafinn niður stór timburkláfur og hann fylltur með grjóti. Stóð til að festa strenginn í kláfinn og lá þá leið dragferjunnar yfir um ána fyrir neðan grynningarnar. Var fráganginum við kláfinn lokið um kl. 14 og tóku þeir sér þá matarhlé og reru yfir ána yfir á Iðuhamar á gamla ferjubátnum. Um nónbil tóku mennirnir aftur til starfa við að flytja strenginn. Í þann mund sem þeir lögðu af stað kom lest frá Austurhlíð í Biskupstungum undir stjórn Baldvins Jónassonar (1873-1952), sem ku hafa verið bóndi í Hrauntúni, og svo vildi til að um leið komu bæði Hannes Þorsteinsson (1860-1935) og sr. Ólafur Ólafsson (1855-1937) að sunnan á leið sinni að Skálholti til þess að halda þar leiðarþing. Hannes var þingmaður Árnesinga árin 1900 til 1911, ritstjóri Þjóðólfs 1892 til 1909, og síðar þjóðskjalavörður. Sr. Ólafur var sem fyrr segir einnig alþingismaður Árnesinga en þó skemur en Hannes, eða árin 1903 til 1908. Ólafur var prestur Fríkirkjunnar árin 1903 til 1922 auk þess að vera ritstjóri Fjallkonunnar 1902-1904. Fjórði maður mun hafa komið um þetta leyti að ferjustæðinu, sennilega með Austurhlíðarlestinni, en nafn hans er nú glatað. Sr. Ólafur sem varð hér vitni að slysinu lýsti því með þessum hætti í Fjallkonunni: Ferjumennirnir fjórir „stukku, er þeir komu að heiman, þegar í bátinn og ætluðu upp yfir. En til allrar ógæfu höfðu þeir farið fram yfir fyrir ofan stálstrenginn og ætluðu sömu leið til baka. En er skamt kom Sr. Ólafur Ólafsson (1855-1937) þingmaður varð vitni að slysinu og lýsti því í blaði sínu Fjallkonunni..

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.