Litli Bergþór - Jul 2018, Page 46

Litli Bergþór - Jul 2018, Page 46
46 Litli-Bergþór Verksummerki á líkinu bentu til að það hefði legið þar um nokkurn tíma, því að þótt ekki sæist mikið á líkamanum þá var önnur kinnin músétin og einnig hafði verið kroppað í hold af beinum annarrar handarinnar. Fóru mennirnir með líkið upp að volgri laug sem sprettur upp milli Langatanga og Vörðuáss og sem er þó nokkuð vestar við ána. Þar var það þvegið og að því búnu borið heim að Hesti. Stóð til að geyma það þar þar til smíðuð hefði verið kista, en síðan átti að flytja það að Iðu. Þá bar hins vegar svo við að bústýra Eyjólfs, Vigdís Guðmundsdóttir (1853-1916), fékk engan frið fyrir hávaða og höggum sem glumdu þar í bænum. Vegna þessa draugagangs krafðist hún þess að líkið af Runólfi yrði flutt á brott og var brugðið á það ráð að flytja það að Kiðjabergi og hættu höggin eftir það. Eyjólfur þessi var sérstakur maður. Hann giftist aldrei en hafði, ásamt Vigdísi, tekið að sér fósturdóttur, Kristínu Ein- arsdóttur. Skúli Helgason frá Svínavatni lýsir honum sem heldur forneskjulegum, bæði í klæðaburði og framkomu. Hann var þó jafnan hægur og prúður, talinn óheimskur en talaði aldrei mikið en hefur máski hugsað meira. Hann var ekki álitinn mikill atkvæðamaður til framkvæmda en iðinn og sívinnandi fram á gamals aldur. Ráðvandur og hinn heiðarlegasti í hvívetna. Fjármaður var hann talinn afbragðsgóður og glöggur og því góður hirðir hjarðar sinnar. Fyrir kindur sínar lifði hann og hrærðist meðan kraftar entust og hafði góð afnot af þeim. Vigdís dó úr veikindum á sjötugsaldri þrettán árum eftir að lík Runólfs fannst, en þau Eyjólfur voru síðustu ábúendur jarðarinnar Hests. Eigandi jarðarinnar á þessum tíma var Gunnlaugur Þorsteinssonar á Kiðjabergi. Send voru skilaboð til Iðu um líkfundinn og komu fljótlega 10 menn, flestir af Skeiðum, að Kiðjabergi til að sækja líkið. Var það lagt í kistu á hesta og kistan flutt á kviktrjám þvert austur yfir Hestfjall að Árhraunsferjustað þar sem átti að koma henni yfir Hvítá. Nú brá hins vegar svo við, að þegar líkflutningsmennirnir komu fram á austurbrún Hestfjalls og sáu til Hvítár leist þeim ekki á blikuna og bjuggu sig undir að þurfa að snúa við aftur að Kiðjabergi vegna ófærðar. Um þetta leyti voru allmikil harðindi og ísskrið komið í árnar. Var ísskriðið orðið svo mikið í Hvítá að tvísýnt var um hvort hægt væri að komast yfir ána. Mennirnir héldu þó áfram á ferjustaðinn, en þegar þangað var komið brá svo kynlega við, að ísskriðið greiddist í sundur og íslaus vök myndaðist þvert yfir ána. Eyjólfur Ólafsson (1846-1933) bóndi á Hesti í Grímsnesi fann lík Runólfs er liðið var fram á haustið. Bústýra hans, Vigdís Guðmundsdóttir (1853-1916) átti þó erfitt vegna reimleika þegar líkið var geymt á bænum. Eftir ferjuslysið 18. september barst lík Runólfs niður eftir Hvítá þar til hann fannst við bæinn Hest við sunnanvert Hestfjall..

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.