Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 50

Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 50
50 Litli-Bergþór og fyrsti formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Alþýðuflokksmaður. Það þótti ekki fínt hjá atvinnurekendum og lenti hann í ónáð vegna þessa. Þau voru því á hrakhólum með húsnæði og erum við þrír elstu bræðurnir fæddir í sitt hverju húsinu í Grindavík, sitt hvert árið. Hreinn fæddur 1935, Eyvindur 1937 og ég 1938. Það varð til þess að þau fluttu, fyrst til Reykjavíkur, þar sem pabbi vann í Sænska frystihúsinu og síðan að Syðri-Brú í Grímsnesi, þar sem hann var bústjóri. Árið 1942 keyptu þau svo jarðarpartinn Stritlu úr landi Austuhlíðar af Magnúsi í Austurhlíð og Hirti bróður mömmu og byggðu þar upp. Nafni jarðarinnar var síðar breytt í Dalsmynni árið 1945. Í Dalsmynni bættust tvær systur í hópinn, Sigrún árið 1942 og Edda árið 1950 og þar bjuggu þau alla sína starfsæfi. Mamma lést árið 1976, en pabbi bjó áfram þar til hann flutti í íbúðir fyrir aldraða í Reykholti árið 1982. Þar átti hann enn 15 góð ár og lést þar 1997. Af mér er það að segja að ég var heima fram að tvítugu, var einn vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lærði síðan trésmíði hjá húsasmíðameistara í Reykjavík. Vann síðan hjá ýmsum meisturum þar, nema einn veturinn, ´69 -´70, vann ég í Noregi hjá verktaka. Það var einn kaldasti vetur í Noregi í manna minnum. Ég átti kunningja í Noregi, sem greiddi götu mína, hann bjó í rósabænum „Molde“ í Mæri og Romsdal, sem er fylki í vestur-Noregi nálægt Þrándheimi. Ég flaug til Oslóar og tók síðan lest til Molde, ranglaði því dagpart blankur og svangur um Oslóborg. Ég kunni ekki stakt orð í norsku og gekk illa að gera mig skiljanlegan. En eitthvað varð ég að kaupa mér og afréð að kaupa kók í sjoppu. Norðmenn hlytu að skilja kókakóla. En það var sama hvað ég vandaði mig við að biðja um kókakóla eða kók, konan skildi ekkert fyrr en ég teygði mig inn fyrir lúguna og benti á flöskuna. Ah, kóla! – Þá loks skildi hún. Svona er nú munurinn á tungumálunum! En eftir það gekk mér vel að læra norskuna og vann ég þennan vetur mest í Osló. Mér hefur aldrei á ævinni verið eins kalt og eins lengi. Seinna fór ég með Trékórnum á kóramót til Oslóar og þar tók á móti mér Norðmaður, sem var í forsvari fyrir mótið. Ég vandaði mig á minni bestu norsku í viðræðunum, en þegar ég fór, heyrði ég konu mannsins segja við hann: „Ekki datt mér í hug að íslenskan væri svona lík norskunni. Ég skildi næstum því hvert orð!“ - Jæja, þar fór málakunnáttan. Ég lenti mikið í félagsmálum, vann lengi hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur og var yfirtrúnaðarmaður stéttafélaganna við Hrauneyjafossvirkjun, meðan þær framkvæmdir stóðu yfir. Svo má geta þess að árið 1989 vann ég hér með Hlíðamönnum við að byggja virkjunarhús Hitaveitu Hlíðamanna á Efri-Reykjum. Síðustu tæplega 20 ár starfsæfinnar, frá 1990 – 2007, vann ég svo hjá Reykjavíkurborg sem ráðsmaður í Árbæjarsafni. Fyrsta skóflustungan að bústaðnum hér í Lindatungu var tekin 1991. Ég var þá í fullri vinnu í Árbæjarsafni og vann að smíðinni í frístundum. Við fluttum hingað lítinn skúr, sem stendur nú hér við heimreiðina neðan við húsið, en hann hafði ég áður smíðað í Reykjavík. Í honum bjuggum við meðan unnið var að húsbyggingunni. Þá var ekkert rafmagn hérna svo bústaðurinn er eingöngu byggður með handverkfærum. Rafmagn fengum við ekki fyrr en við fluttum inn í húsið árið 2009. Síðan hafa bæst við bílskúr og viðbygging við húsið, sem er notað sem gestahús. Sigrún systir mín á sumarbústað hér fyrir innan okkur og sonur okkar, Elli, á smá kofa hér innar og ofar. Aðrir eiga ekki bústað hér í Dalsmynni úr okkar fjölskyldu. Erlendur Gíslason 1986. Séð heim að Dalsmynni 2018. Örn talar á Rauðsokkafundi 1973.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.