Litli Bergþór - jul 2018, Side 51

Litli Bergþór - jul 2018, Side 51
Litli-Bergþór 51 L-B: Segðu mér af systkinum þínum. Hreinn bróðir minn bjó um tíma heima með pabba, en vann svo á Selfossi og hóf þar nám í öldungadeild FSu með fullri vinnu og tók stúdentspróf 1988, þá rúmlega fimmtugur. Lærði síðan sagnfræði í Háskólanum til BA-prófs og síðan til meistaraprófs. Hann vann á bókasafni FSu frá 1992 þar til hann lést 1997. Hann var ókvæntur og barnlaus. Eyvindur fór ungur að heiman í Héraðs- og Menntaskólann að Laugarvatni, lærði húsgagnasmíði á verkstæði KÁ. Leiddist þaðan í leiklistina þegar hann varð leikmyndasmiður á verkstæði Þjóðleikhússins. Hann hefur þjónað listagyðjunni á ýmsan hátt, í myndlist, tónlist, ritlist og leiklist en býr nú á hjúkrunarheimilinu Ási. Kona hans er Sjöfn Halldórsdóttir. Þau bjuggu lengst af í Hátúni við Selfoss og eignuðust fimm börn. Sigrún fór í Héraðsskólann á Skógum, bjó á Selfossi, í Búðardal og í Reykjavík. Hún er gift Einari Þorbjörnssyni bifvélvirkja, en hann er hálfbróðir Guðmundar á Reykhól á Skeiðum. Þau eiga þrjú börn. Edda vann sem tryggingafulltrúi í Reykjavík en þau hjónin hafa síðustu ár verið suður á Ítalíu, þar sem Erlendur sonur hennar og Jóna Fanney Svavarsdóttir kona hans, búa og reka ferðaskrifstofu ásamt því að syngja. Edda er gift Ágústi Jónssyni og á fjögur börn. L-B: En hver eru áhugamálin - svona fyrir utan smíðarnar? Ætli það sé ekki músíkin og svo félagsmálin, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og félaga eins og Lions og Oddfellow. Við Gígja tókum þátt í að stofna Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur, eða Trékórinn eins og hann var kallaður. Við vorum lengi í kórnum og hann skipti mjög miklu máli í lífi okkar í fjölmörg ár. Kórinn var gríðarlega öflugur á sínum tíma en er nú hættur. Jakob Hallgrímsson fiðluleikari var fyrsti stjórnandi kórsins, sonur Hallgríms Jakobssonar tónskálds. Næstur kom Guðjón Böðvar Jónsson tónlistarkennari, ég tengdist honum örlítið af því að hann var sonur ljósmóðurinnar, sem tók á móti okkur bræðrum í Grindavík. Ég hef gert tilraunir til að læra hitt og þetta í tónlist, en alltaf skort þá þrautseigju sem þarf til að ná einhverjum árangri. Ætli mesti frami minn á tónlistarsviðinu hafi ekki verið þegar ég var eitt sinn flettari hjá Carli Billich á tónleikum í Gamla bíói – já, og svo rótari hjá Sinfóníunni, bar pákurnar neðan úr kjallara upp á sviðið í Háskólabíói! Við Gígja höfum farið margar ferðir til Ítalíu, bæði fyrir og eftir að Edda systir mín flutti út til Verona. Eitt haustið fórum við á ítölskunámskeið fyrir útlendinga og bjuggum þá hjá ítalskri fjölskyldu. Úr því varð hinn besti kunningsskapur og var okkur boðið í brúðkaup yngsta sonarins fyrir tveimur árum. Þá er komið að Gígju að segja frá sinni ætt og uppruna Ég er fædd á Kópaskeri árið 1939. Faðir minn var Friðgeir Steingrímsson frá Hóli á Melrakkasléttu, en hann bjó síðar á Raufarhöfn. Móðir mín var Anna Árnadóttir frá Bakka á Kópaskeri. Þau foreldrar mínir bjuggu ekki saman og ég átti ekkert alsystkini. En mamma giftist Oddgeiri Péturssyni og átti með honum fimm börn og fósturson og pabbi eignaðist átta börn með sinni konu, svo hálfsystkinahópurinn var stór. Svo voru systkini mömmu ellefu, svo það er mikill ættbogi fyrir norðan. Þau mamma og Oddgeir bjuggu fyrst á Kópaskeri, en þegar ég var um 12 ára byggðu þau nýbýli út úr landi Oddsstaða á Melrakkasléttu, sem var æskuheimili Oddgeirs. Nýbýlið hét Vatnsendi og voru þau þar með blandaðan búskap, um 250 kindur, tvær kýr og tvö hross, þar til þau fluttu til Reykjavíkur með allt krakkastóðið um 1958. Ég fór í húsmæðraskólann á Varmalandi ´58 -´59 og hafði áður verið á Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í þrjá vetur. Eftir að ég kom suður vann ég í verslunum í Reykjavík á veturna en fór á síldina á Raufarhöfn á sumrin. Haustið 1960 fór ég að vinna í Hampiðjunni og þar hitti ég Örn, sem var líka að vinna þar, og þar með voru örlögin ráðin! Ég lærði síðan nudd og starfaði við það í ein 20 ár, eða þar til hendurnar biluðu. Ég var með nuddstofuna Heilsubrunninn í Húsi Fjölskyldu-jólakammertónleikar í Lindatungu árið 2016. Þrjár fiðlur, tveir gítarar og pianó.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.