Litli Bergþór - jul. 2018, Page 52

Litli Bergþór - jul. 2018, Page 52
52 Litli-Bergþór Verslunarinnar, við vorum þar þrjár saman, auk þess sem við tókum nema. Við Örn eignuðumst þrjá stráka, Erlend Geir 1961, en hann er vélfræðingur í Hafnarfirði. Kona hans er Día Björk Birgisdóttir og þau eiga tvö börn. Annar í röðinni er Gunnar, fæddur 1963. Hann er kiropraktor og býr í Svíþjóð, kvæntur sænskri konu, Marie Eliason og þau eiga eina dóttur. Áður átti hann einn son með Önnu M.Þ. Ólafsdóttur. Yngstur er Freyr, fæddur 1968. Hann er í sambúð með Sigurlínu Kristinsdóttur frá Fellskoti, en hún á fyrir þrjú börn. Sjálfur á Freyr fyrir einn son með Patrycju Wodkowsku. L-B: og hvernig líkar ykkur svo lífið hér í Lindatungu? Örn: Mig langar til þess að það komi fram að við erum mjög þakklát fyrir það hvað okkur var tekið opnum örmum af samfélaginu hérna þegar við fluttum heim í Tungurnar 2009. Tvær kynslóðir höfðu vaxið upp frá því ég fór fyrir hálfri öld, en það var eins og ég hefði aldrei farið að heiman. Það má líka eflaust þakka það því að við fórum strax inn í félagsstarf eldri borgara hér í Tungunum, þar sem voru margir gamlir kunningjar. Þeir tóku okk- ur einstaklega vel og það hefur verið skemmtilegt og gefandi að kynnast þeim aftur, sem og nýjum félögum í Lionsklúbbnum Geysi, sem er gríðarlega öflugur félagsskapur. Áfram höldum við tryggð við gamla vini og félaga í Reykjavík, bæði saumaklúbbinn hennar Gígju og Oddfellowstúkuna mína, stúku nr 11, Þorgeir, sem kennd er við hinn mikla vitring og mannasætti, Þorgeir Ljósvetningagoða. Öll þessi félagsmálaþátttaka gefur lífinu gildi, er bæði krefjandi og gefandi. Að svo mæltu þakkar blaðamaður Litla-Berg- þórs þeim hjónum kærlega fyrir hlýjar móttökur og skemmtilegt spjall. Á leiðinni út sýnir Örn mér málverkin sem prýða húsið í Lindatungu og segir mér sögur af þeim. Málverk eftir Eyvind bróður hans, Gísla Sigurðsson frænda hans frá Úthlíð, og ýmis málverk sem hafa ratað til þeirra hjóna hér heima eða erlendis. Synirnir. F.v.: Freyr, Erlendur og Gunnar. Barnabörnin: fv. Lilja Sif Erlendsdóttir, Eiríkur Hreinn Freysson, Örn Erlendsson, Sara Edda Margareta Gunnarsdóttir, Ragnar Hrafn Gunnarsson. Fjölskyldan: Aftan til fv. Día Björk Birgisdóttir, Lilja Sif, Marie Eliasson, Ragnar Hrafn, Katla Lovísa Gunnarsdóttir, Örn. Framan til fv. Erlendur Geir, Eiríkur Hreinn, Freyr, Gígja , Örn, Sara, Gunnar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.