Fréttablaðið - 05.01.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 05.01.2019, Síða 24
Nýtt ár er hafið. Á þeim tímamótum leiða margir hug-ann að því hvað má betur fara. Strengja heit um að verða betri manneskja og lifa betra lífi. Hjá mörgum rista heitin grunnt og fyrr en varir eru þau gleymd í ann- ríkinu. Sölvi Tryggvason ætlar ekki að strengja áramótaheit. Hann ætlar einfaldlega að halda áfram að veita réttum hlutum athygli og vera sjálfum sér nægur. Hann veit af eigin reynslu að það getur reynst dýrkeypt að gera það ekki. Ný bók hans, Á eigin skinni, kemur brátt út og hann segist óþreyjufullur að kynna fólki efni hennar. Í henni segir hann sögu sína. Af algjöru niðurbroti árið 2007 og áralangri glímu hans við eftirköstin. „Ég er búinn að vera með þessa bók í maganum í mörg ár,“ segir hann. Þetta er í raun afrakstur meira en áratugar af stanslausri rannsóknar- vinnu um allt sem snýr að heilsu. Í skrýtnu ástandi „Ég óska öðrum þess að rata rétta leið. Í bókinni lýsi ég minni reynslu. Því sem ég gekk í gegnum, hvaða meðhöndlun ég hlaut og hvernig ég leitaði svo sjálfur lausna. Ég hef lært óteljandi hluti af fólki um allan heim og nú er kominn tími til að miðla þessu,“ segir Sölvi. Árið 2007 var íslenskt efnahagslíf í háspennu. Sölvi starfaði fyrir frétta- stofu Stöðvar 2 í þættinum Ísland í dag. Starfi í fjölmiðlum fylgir oft hraði og álag og hann fór ekki var- hluta af því. Það kom honum þó mjög á óvart þegar heilsan brast. Það gerðist mjög skyndilega, þó að hann sjái þegar hann lítur til baka ýmis viðvörunarmerki sem honum hefðu átt að vera ljós. „Í september 2007 fer ég í ferð með nokkrum af fréttastofu Stöðvar 2 á vegum Glitnis til New York þar sem stóð til að opna nýtt útibú bankans. Á þessum tíma var útrásar- geðveikin í hæstu hæðum. Ég var búinn að vera með tannpínu í fáeina daga fyrir ferðina en harkaði af mér. Tók parkódín og ákvað að fara til tannlæknis þegar ég kæmi heim. Ég fór beint úr löngu flugi í að vinna og finn að ég er með einhvers konar flensueinkenni, þó að þau væru grunsamlega líkleg til að vera eitt- hvað miklu meira. Ég fann til dæmis fyrir miklum svima og stanslausri óraunveruleikatilfinningu, sem ég hafði aldrei upplifað áður. Þetta var fjögurra daga ferð og ég var alla ferðina í skrýtnu ástandi. Ég náði að klára mig í gegnum viðtölin og svona en finn það greinilega að það er eitt- hvað mikið að. Ég skrifaði það samt bara á það að ég væri kominn með einhverja pest,“ segir Sölvi. Hann kom heim á föstudags- morgni og fór beint í útsendingu í Íslandi í dag seinna um kvöldið. „Þar sá ég viðmælendur mína tvöfalt. Þá áttaði ég mig á því að ef þetta væri einhver pest, þá væri hún greinilega með alvarlegri birtingar- mynd en eðlilegt gæti talist. Ég næ að klára útsendinguna. Afsaka mig og segist vera veikur. Fer heim og ákveð að hvílast um helgina. Ég reyni að hvíla mig. Mæti aftur í vinnuna á mánudegi og þá heldur þetta bara áfram,“ segir Sölvi sem á þessum tímapunkti ákvað að láta kanna heilsu sína. Hann fór upp á bráða- móttöku og fór í blóðprufur og fleira til að leita svara. „Það komu í ljós skýr merki þess að ég væri búinn að ofkeyra mig. Ég væri í viðvarandi streituástandi,“ segir hann. „Auðvitað voru eftir á að hyggja klárlega merki um streitu áður en heilsan hrundi. Árin á undan gnísti ég tönnum í svefni, nagaði negl- urnar í tíma og ótíma og gat ekki slakað á. Það gekk mjög vel hjá mér í vinnunni. Ég var orkumikill en ég hrökk samt reglulega upp á næt- urnar og sótti í sífellt meiri spennu. Það er víst oft þannig að áður en þú Sá tvöfalt og kastaði upp eftir útsendingar Sölvi Tryggvason segir frá algjöru niður- broti og glímu við kvíða í starfi sínu á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir rúmum áratug. Hann reyndi bæði hefðbundnar og óhefð- bundnar lækningar í leit að bata og betri heilsu og miðlar reynslu sinni í nýrri bók. „Það að taka einstakling með lífsstílsvandamál og setja hann á sterk lyf en spyrja hann ekkert út í það hvað hann er að borða, hvernig hann sefur og hvort hann er að hreyfa sig gengur einfaldlega ekki upp,“ segir Sölvi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR krassar þá finnst þér þú bara vera að massa þetta,“ segir hann. Sendur heim með geðlyf Sölvi var sendur heim af bráðamót- tökunni með tvö geðlyf. „Þau áttu að taka á þessu ástandi, ég var ekk- ert mikið að huga að því hvaða lyf þetta voru eða hvernig þau virkuðu. Annað lyfið var við kvíða, hitt við þunglyndi og var svefnlyf líka. Ég hafði aldrei tekið svefnlyf áður, en ákvað að hlýða lækninum. Ég vakn- aði á þriðjudagsmorgni og átti að mæta í vinnuna á venjulegum tíma. Ég man að ég drakk þrjá sterka kaffi- bolla, skvetti aftur og aftur framan í mig köldu vatni, en leið samt ennþá eins og ég væri ekki vaknaður þremur klukkutímum síðar. Eins og ég væri ekki alveg í veruleikanum. Ég tók ekki aftur það lyf. En hitt hélt ég áfram að taka. En það hafði ekkert að segja. Einkennin fóru ekkert og versnuðu í raun bara,“ segir hann. Einkennin sem Sölvi upplifði voru mjög sterk. „Ég fékk miklar melt- ingartruflanir með reglulegu milli- bili, en þær voru ekkert venjulegar. Kvalafullir krampar og sársauki, sem oftar en einu sinni enduðu með ferð upp á spítala. Ég fékk mikil svima- köst og þjáðist af ógleði en verstur var kvíðinn því hann fór að vinda upp á sig. Aðallega vegna þess að OFT GERÐIST ÞAÐ AÐ UM LEIÐ OG ÉG LOSNAÐI ÚT AF VINNUSTAÐNUM OG VAR KOMINN ÚT Í BÍL ÞÁ FÓR ÉG AÐ HÁGRÁTA. ÞAÐ BARA GAF SIG EITTHVAÐ. það gat enginn sagt mér hvað væri að mér. Hvers vegna ég hreinlega var ekki ég sjálfur lengur. Það leið ekki einn einasti dagur þar sem ég var eins og ég átti að mér að vera,“ segir Sölvi sem sagði vinnu félögum sínum lítið. Hann greindi frá því að hann hefði þurft að leita á bráða- móttöku en sagði eingöngu fáeinum ástvinum frá kvíðanum sem hann fann fyrir. „Þegar leið á veturinn fór að taka meira á að fela þetta stanslaust. Ég var í vinnunni allan daginn og í sjónvarpinu flest kvöld og var að bögglast með það að ég væri aldrei í lagi. Ég sagði engum frá því nema þáverandi kærustu minni og foreldr- um mínum. Ég sé það núna hversu galið það er að burðast með skömm yfir því að vera lasinn, en einhverra hluta vegna er maður þannig gerður að manni finnst að annað fólk eigi ekki að vita. En það er einfaldlega rangt. Fólk vill hjálpa og það gerir manni gott að fá stuðning. Það er algjör óþarfi að annað fólk geri sömu mistök og ég í þessum efnum. Það að burðast með vanlíðan eins og eitthvert leyndarmál er algjör þvæla og gerir hana bara enn verri.“ Versta tímabilið var um níu mán- uðir. Í allan þann tíma var ég meira og minna eins og brunarúst að reyna að harka af mér dag eftir dag. Það er erfitt að tína til einstök tilvik, en það gerðist gríðarlega oft að ég var bara alls ekki á staðnum. Ég var í kvíðakasti að reyna að taka viðtöl við stjórnmálamenn og alls konar annað fólk í beinum útsendingum kvöld eftir kvöld. Það gerðist aftur og aftur að ég tók viðtöl þar sem hausinn á mér var á fullkomnum yfirsnúningi við að vinna úr öðrum hlutum. Ætli ég hafi ekki getað notað svona 10-15 prósent af heil- anum á mér í það sem ég átti að vera að gera stærstan hlutan af þessum vetri. Einhverra hluta vegna fékk ég samt oft hrós fyrir þau viðtöl sem ég tók og sjálfstýringin virðist hafa virkað sæmilega. En þegar ástandið var orðið verst var ég líkamlega og andlega gjörsamlega búinn á því. Aftur og aftur kom ég heim og kast- aði upp eftir útsendingar og lá svo bara í sófanum í marga klukkutíma. Við það bættust svo átökin við að fela alla þessa vanlíðan daginn út og inn. Oft gerðist það að um leið og ég losnaði út af vinnustaðnum og var kominn út í bíl þá fór ég að hágráta. Það bara gaf sig eitthvað. Langur listi geðlyfja Ég skil ekki enn hvernig ég fór að því að vera í vinnu á meðan á þessu tímabili stóð. Ég þurfti að taka mér veikindadaga annað slagið. En það var fáránlegt hversu miklu ég kom í verk á þessum tíma. Ég er með lista yfir öll þau lyf sem ég þurfti að taka á þessu tímabili og hann er langur. Það voru um 10-12 lyf, sem flokkast undir geðlyf, sem ég byrjaði á og hætti á þennan vetur. Aukaverkan- irnar og fráhvarfseinkennin af þess- um lyfjakokteil bættust svo ofan á allt hitt. En lyfin voru eina lausnin sem mér var boðin á þessum tíma,“ segir Sölvi. Kvíðinn hélt áfram að vinda upp á sig og Sölvi segir sjálfsmyndina hafa beðið hnekki. „Þegar það fór að vora var ég svo kominn með mikinn heilsukvíða líka og ímyndaði mér það versta. Ég lét leita af allan Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.