Fréttablaðið - 05.01.2019, Side 81

Fréttablaðið - 05.01.2019, Side 81
Jordi kallar eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins. Hann segir þögn þess beinlínis ærandi. MYND/ÒMNIUM CULTURAL Að þessu leyti eru fangelsuðu aðskilnaðarsinnarnir heppnir, segir Cuixart. Samheldnin sýnir fram á að sjálfstæðishreyfingin krefst póli­ tískrar lausnar á deilunni. „Með því að fangelsa okkur leysa stjórnvöld á Spáni ekki þau félagslegu, pólitísku og efnahagslegu vandamál sem hrjá katalónskt samfélag. Þau versna bara,“ segir hann og bætir því við að til dæmis eigi 21 prósent Katalóna á hættu félagslega einangrun, hlut­ fallið sé það hæsta á Spáni. Komandi réttarhöld Enginn nímenninganna hefur farið fyrir dóm enn vegna málanna. „Ég býst við því að það gerist í lok janú­ ar,“ segir Cuixart. Hann segir þó að nokkur hreyfing hafi verið á málinu. „Ég vil sérstaklega minnast á yfirlýsingu Amnesty International nýverið en samtökin kröfðust þess að við yrðum leyst úr haldi og ákær­ urnar dregnar til baka. Þá hafa sam­ tök á borð við World Organization Against Torture og hin virtu óháðu félagasamtök Front Lane Defend­ ers kallað eftir lausn okkar. Fyrir nokkrum vikum sögðu 120 spænsk­ ir prófessorar í stjórnlögum að það væri enga uppreisn né uppreisnar­ áróður að finna í málum okkar, eins og dómstólar í Belgíu og Þýskalandi hafa nú þegar komist að.“ Cuixart býst þó ekki við því að ríkisstjórnin dragi ákæruna til baka. „Ríkissaksóknari hefur nú þegar birt ákæru sína og fer nú fram á átta ára fangelsisdóm fyrir einhvern upp­ skáldaðan uppreisnaráróður. Við samþykkjum ekkert nema sýknu.“ (Ó)sanngjörn réttarhöld En Katalóninn spyr sig hvort hann geti átt von á sanngjörnum réttar­ höldum. „Sérstaklega ef við lítum til þess að málsmeðferðin hefur verið afar óvenjuleg og dómstóllinn er afar pólitískur. Fyrir skemmstu var skilaboðum leiðtoga Lýðflokksins í öldungadeildinni lekið þar sem hann grobbaði sig af því að með kjöri nýs forseta hæstaréttar og dómskerfisins alls gæti flokkurinn stýrt málum okkar. En á Spáni segir enginn af sér eftir svona leka.“ Fréttablaðið fjallaði um lekann á sínum tíma. Þótt ekki hafi verið minnst sérstaklega á Katalónana í lekanum sagði Lýðflokksmaðurinn að flokkurinn gæti stýrt sakamála­ deild hæstaréttar úr bakherbergj­ um. Mál Katalónanna falla einmitt undir þessa sakamáladeild. Svo fór að lokum að Manuel Marchena, sem átti að taka við embætti for­ seta hæstaréttar og forseta spænska dómskerfisins, hafnaði sætinu. Ærandi þögn Alþjóðasamfélagið kvaddi sér hljóðs þegar myndbönd birtust af spænskum lögreglumönnum berja á katalónskum kjósendum í október 2017. Cuixart segir að það hafi leitt til þess að dregið hafi úr ofbeldi af hálfu lögreglunnar á Spáni. Hins vegar hafi alþjóðasamfélagið ekki látið í sér heyra vegna meðferðar hinna ákærðu sjálfstæðissinna. „Því miður hugsa ríki heimsins í dag fyrst og fremst um að vernda sjálf sig en ekki að hlutast til um eitt­ hvað sem þau lýsa sem innanríkis­ máli. En þögn ríkisstjórna heimsins myndar skýra andstæðu við háværa rödd fjölmargra aðskilnaðarsinna, Nóbelsverðlaunahafa og mann­ réttindabaráttusamtaka sem for­ dæma þessi mannréttindabrot og vara við alræðishneigð spænsku ríkisstjórnarinnar,“ segir Cuixart og heldur áfram: „Við verðum að hafa í huga að það eru ekki bara katalónskir sjálfstæð­ issinnar sem sæta ofsóknum. Það gera blaðamenn einnig, listamenn og aðrir borgarar sem hafa nýtt grundvallarréttindi sín, til dæmis tjáningar­ eða mótmælafrelsi. Á Spáni er ekki leyfilegt að sýna andóf. Þetta er einkar alvarleg staða.“ Biðlar til Íslendinga Stjórnvöld á Íslandi hafa í gegnum tíðina staðið með mannréttindum og hafa áður stutt sjálfstæðishreyf­ ingar. Til dæmis vakti það heims­ athygli þegar Ísland varð fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens eftir fall Sovétríkjanna. Cuixart biðlar því til Íslendinga. „Í gegnum tíðina hefur Íslending­ um alltaf verið umhugað um þann veruleika sem katalónsk menning og tunga býr við og hafa vakið máls á málum okkar á sviði UNESCO. Fyrir það erum við afar þakklát. Til viðbótar eigum við Katalónar góðan íslenskan vin, Björk, sem ég dái mikið. Hún tileinkaði Katalónum lag sitt Declare Independence dag­ inn eftir atkvæðagreiðsluna,“ segir Cuixart. „Mín skilaboð til íslensku ríkis­ stjórnarinnar eru þau að ef þau leyfa öðru Evrópuríki, Spáni í þessu til­ felli, að brjóta með alvarlegum hætti á mannréttindum eru þau að stefna þessum sömu réttindum í hættu um alla Evrópu. Hvernig getum við krafist þess að Pólland og Ung­ verjaland, eða Tyrkland, virði þau réttindi ef Spánn gerir það ekki?“ heldur Cuixart áfram. Það að verja mannréttindi í Barcelona eða Madríd þýðir að maður ver mannréttindi í París, Berlín eða Reykjavík á sama tíma, segir Cuixart. „Sjálfsákvörðunarréttur Katalóna er löngu hættur að vera innanríkis­ mál og snertir nú Evrópu alla. Rétt eins og við þurfum að takast á við upprisu lýðskrumara, útlendinga­ andúðar og alræðishyggju þurfum við að berjast gegn takmörkunum við frelsi og grundvallarréttindi frá byrjun. Áður en það verður of seint. Ég vil líka biðja ríkisstjórn Íslands um að fylgjast náið með dómum yfir okkur og senda eftirlitsmenn til þess að fylgjast með.“ Kosningar besta lausnin Til þess að leysa krísuna sem hefur haldið Katalóníu í heljargreipum undanfarið rúmt ár segir Cuixart þörf á samúð, samræðum og að alþjóðasamfélagið taki sér stærra hlutverk. Hann segir að brotið hafi verið á réttindum Katalóna og að þeir séu borgarar Evrópusambands­ ins. Það hafi bein áhrif á sambandið sjálft. „Svo verður að líta til þess að spænskir stjórnmálaflokkar hafa hagnast á því að kynda undir átök­ unum við Katalóna. Héraðskosning­ arnar í Andalúsíu eru skýrt dæmi. Þar vann öfgaíhaldsflokkurinn VOX mikinn sigur vegna árása sinna á Katalóníu.“ Að mati Cuixart þurfa stjórnvöld á Spáni og í Katalóníu að setjast að viðræðuborðinu og ræða um hvern­ ig sé hægt að svara ákalli þeirra 80 prósenta Katalóna sem krefjast þess að fá að greiða atkvæði um sjálf­ stæði. „Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um slíkt. Eins og gerðist með Bretland og Skotland eða Kan­ ada og Quebec. Það að leyfa fólki að kjósa, í Evrópu á 21. öldinni, á aldrei að vera vandamál. Í lýðræðisríki eru kosningar alltaf besta leiðin til að leysa deilur. Katalónar eru friðsamir og búa yfir mikilli þrautseigju,“ segir Cuixart að lokum. Hver tími er 90 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 í leikfimissal Hvassaleitisskóla. Námskeiðið er tólf vikur. Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari. Skráning er hafin á námskeiðið sem hefst þriðjudaginn 15. janúar kl. 17.30. Upplýsingar og skráning í síma: 899-8669. SUÐRÆN SVEIFLASUÐR N SVEIFLA Suðræn sveifla er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl., kviðæfingum og góðri slökun. Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fim- mtudögum kl. 17:30 í leikfimissal Hvassaleitisskóla. Einnig verður kennt á miðvikudögum kl. 18:00 og laugardögum kl. 11:00 í Stúdíói Sóleyjar Jóhannsdóttur, Mekka Spa. Kennarar eru Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari.og Ólöf Björk Björnsdóttir Skráning er hafin á bæði nám- skeiðin sem hefjast þriðjudaginn 11.janúar og miðvikudaginn 12.janúar Upplýsingar og s ing í síma: 899-8669. Suðræn sveifla tileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl., kviðæfingum og nidra slökun. ÉG Á SON SEM ER EINS ÁRS OG SJÖ MÁNAÐA GAMALL. ÉG VAR SENDUR Í FANGELSI ÞEGAR HANN VAR HÁLFS ÁRS. SÍÐUSTU 410 DAGA HEF ÉG FENGIÐ AÐ VERA MEÐ HONUM Í SAMTALS ÞRJÁ OG HÁLFAN DAG. 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.