Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 85

Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 85
Systir mín, María Björk Þórsdóttir Bakka, Öxnadal, lést 25. desember. Útför hennar fer fram frá Bakkakirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30. Ólöf Þórsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðni Ingimundarson (Guðni á trukknum) heiðursborgari Garðs, frá Garðstöðum í Garði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 16.desember sl. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 15.00. Útsending verður frá athöfninni í Miðgarði, sal Gerðaskóla. Sigurjóna Guðnadóttir Ásgeir M. Hjálmarsson Ingimundur Þórmar Guðnason Drífa Björnsdóttir Árni Guðnason Hólmfríður I. Magnúsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda i ll i undirbúnings og framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju að leiðarljósi og f fa legum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Vegna skertra rekstrarframlaga til kirkjugarða verður afgreiðslutími skrifstofu Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma í Gufuneskirkjugarði styttur um helming frá 2. janúar 2019. Frá og með nýju ári verður skrifstofa KGRP í Gufunes- kirkjugarði opin frá klukkan 9 til 13 alla virka daga. Styttur opnunartími skrif- stofu í Gufuneskirkjugarði Elsku hjartans eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sólveig Katrín Ólafsdóttir Blásölum 7, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum, Hringbraut, mánudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Oddbjörn Friðvinsson Sigrún Jónsdóttir Ólafur Oddbjörnsson Guðlaug Stella Jónsdóttir Friðvin Logi Oddbjörnsson Dagný Björk Oddbjörnsdóttir Albert M. S. Guðmundsson og barnabörn. , Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Theodóra Steffensen (Dídó) lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björn Finnbjörnsson Sigríður Aradóttir Finnbjörn Finnbjörnsson Kathia Rovelli Þorvaldur Finnbjörnsson Anna Árnadóttir Sigríður Finnbjörnsdóttir Halldór G. Hilmarsson Gunnar Þór Finnbjörnsson Eyrún Magnúsdóttir Halldóra Svala Finnbjörnsdóttir Úlfar Finnbjörnsson Sigrún Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiður A. Breiðfjörð blikksmíðameistari, Laugateigi 27, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund þriðjudaginn 1. janúar. Útför auglýst síðar. Bertha R. Langedal Leifur Breiðfjörð Sigríður Jóhannsdóttir Gunnar Breiðfjörð Elín Aune 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT Bergur Þór fyllir fimmta tuginn á morgun en kveðst ekki hafa undirbúið sig andlega fyrir stórafmælið. „Ég hef undir-búið fimmtugsafmælið jafn vel og dauða minn. Veit að dagurinn kemur en hef ekki gert frekari ráðstaf- anir. Við hjónin verðum samanlagt 100 ára á árinu. Það getur vel verið að það verði partí. Þetta eru bara hugleiðingar – ekki loforð.“ Hann kveðst alltaf verða jafn hissa á afmælinu. „Frá því ég man eftir mér hefur alls konar fólk, kunnugt sem ókunnugt, skotið upp flugeldum á afmælisdaginn minn. Hvernig á ég að fara að því að kolefnisjafna það? Eigin- lega er ég með endalaust samviskubit yfir þessu.“ Bergur Þór er nú að leikstýra stórsöng- leiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu og kveðst verða þar á kafi til 15. mars. „Verkefni eru eins og afmælisdagar. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það koma ný þegar önnur klárast,“ svarar hann. „Þau endast samt lengur en afmælin.“ Hann kveðst eiga mörg uppáhalds- hlutverk á ferlinum. „Það hljómar kannski undarlega en mér leið mjög vel í hlutverki Hitlers í sýningunni Mein Kampf þótt ég sé enn að kljást við álags- meiðsli í öxl rúmum tólf árum síðar, eftir hörkulegar handauppréttingar. Hlut- verkið í sjónvarpsþáttunum Rétti 3 er mér líka kært.“ Allar sýningar sem Bergur Þór hefur leikstýrt eru honum eftirminnilegar, stórar og smáar með fólki á öllum aldri. „Sú síðasta, Svartlyng, er mér kannski efst í huga núna. Ég gæti líka nefnt Hamlet litla, Mary Poppins, Horn á höfði, eða … nei, nú fer ég að telja þær allar upp. Ég hef lært helling af þeim öllum hvort sem það var í grunnskóla, Stúdentaleikhúsi, í billjarðstofu bakherbergis pítsastaðar eða á stærsta leiksviði landsins.“ Hvað um önnur áhugamál en leiklist? „Ég vildi ég óska að ég væri hjálpar- sveitarskáti en öll áhugamál mín snúa að listum og dægurmenningu. Ég á ágætis plötusafn. Elska til dæmis allt eitísið sem ég fyrirleit sem unglingur. Ég þyrfti eiginlega að biðja Boy George afsökunar sem samtímamaður hans. Bíð bara eftir tækifærinu.“ Útafliggjandi finnst Bergi Þór best að slaka á. „Bækur, tónlist og myndlist örva huga minn of mikið til að ég geti slakað á. Ég fer alltaf að bæta einhverju við og sjá efnið fyrir mér á sviði eða í bíó. Núvitund þekki ég ekki nema í skíðabrekkum með fjölskyldunni. Það er besta útivistin.“ Að lokum: Strengdir þú áramótaheit? „Ég steig ekki á stokk en mig langar mjög að vera slakari en skítugt sokka- par á þessu ári. Var líka að hugsa um að koma mér upp sterkri bullvörn gegn íslenskri pólitík og pirrandi opinberri umræðu.“ gun@frettabladid.is Veit að dagurinn kemur Bergur Þór Ingólfsson leikari á afmæli á morgun, þrettándanum. Hann kveðst alltaf jafn hissa á hvað fólk fagnar því með mikilli viðhöfn, flugeldum og látum. En nú er tilefni til. Bergur Þór er með endalaust samviskubit yfir kolefnissporinu sem afmælinu hans fylgir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.