Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 4
Afmælisveisla!
Fögnum eins árs afmæli nýrra verslana okkar að
Fiskislóð og á Akureyri með pomp og prakt. Allskyns
tilboð í tilefni dagsins. Líttu inn og fagnaðu með okkur
– og gerðu kjarakaup í leiðinni.
Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard.
10–16 og sunnud. 12–16
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.isTryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630
Fjórir menn voru sak-
felldir í Hæstarétti í gær fyrir
brot í rekstri félaga tengdra
Frjálsri fjölmiðlun á árunum 2000-
2003. Fangelsisdómar voru í
þremur tilvikum þyngdir en sekt-
argreiðslur lækkaðar úr 141,6
milljónum króna í 41,3 milljónir.
Eyjólfur Sveinsson hlaut
þyngsta dóminn, tólf mánaða fang-
elsi, þar af níu mánuði skilorðs-
bundna, fyrir brot í rekstri fjög-
urra fyrirtækja. Auk þess var
honum gert að greiða 20,5 milljónir
króna í sekt í ríkissjóð og tæplega
3,2 milljónir í málskostnað.
Í héraði var Eyjólfur dæmdur í
fimmtán mánaða fangelsi, þar af
tólf skilorðsbundið, og til greiðslu
rúmlega 67 milljóna sektar.
Málið er afar umfangsmikið og
tengist brotum við rekstur sex
fyrirtækja; Fréttablaðsins, Dags-
prents, Póstflutninga, Visir.is, Infó
skiltagerðar og ÍP prentþjónust-
unnar. Utan við Info skiltagerð
tengdust þau öll Frjálsri fjöl-
miðlun.
Eyjólfur var dæmdur fyrir
umboðssvik með því að hafa sem
daglegur stjórnandi Visir.is yfir-
dregið bankareikning um tæpar
24 milljónir króna í heimildar-
leysi. Hann var einnig dæmdur
fyrir að hafa ekki staðið skil á
vörslusköttum; staðgreiðslu opin-
berra gjalda og virðisaukaskatti,
vegna Fréttablaðsins, Dagsprents,
Póstflutninga og Visir.is.
Þótti dóminum brot Eyjólfs stór-
felld, en þau voru framin í rekstri
fjögurra félaga. Brotin hafi verið
alvarleg og snúist um verulegar
fjárhæðir.
Svavar Ásbjörnsson, sem var
fjármálastjóri Visir.is, var sak-
felldur fyrir umboðssvik með því
að hafa yfirdregið reikning félags-
ins. Hann hlaut átta mánaða fang-
elsisdóm, þar af fimm mánuði
skilorðsbundna. Í héraðsdómi var
hann dæmdur í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi.
Marteinn Kristinn Jónsson, sem
var framkvæmastjóri Info skilta-
gerðar, var dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi
og var að auki gert að greiða 12,2
milljónir króna í sekt og 965 þús-
und krónur í málskostnað fyrir að
standa ekki skil á vörslusköttum. Í
héraðsdómi var hann dæmdur í
tíu mánaða skilorðsbundið fang-
elsi og til að greiða 69 milljóna
króna sekt.
Ólafur Haukur Magnússon, sem
var framkvæmdastjóri ÍP prent-
þjónustunnar, var dæmdur í þrjá-
tíu daga fangelsi, skilorðsbundið,
og var gert að greiða 8,6 milljóna
króna sekt og málskostnað upp á
810 þúsund krónur fyrir að standa
ekki skil á vörslusköttum. Hann
var dæmdur í fjögurra mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur
og til að greiða 5,5 milljóna króna
sekt.
Upphaflega voru tíu ákærðir í
málinu en dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur var áfrýjað vegna
sjö. Hæstiréttur sýknaði eða stað-
festi frávísun héraðsdóms vegna
þriggja ákærðu, þeirra Sveins
Eyjólfssonar, Karls Þórs Árna-
sonar og Ómars Geirs Þorgeirs-
sonar.
Fjórir sakfelldir en
sektir lækkaðar
Hæstiréttur sakfelldi fjóra menn vegna brota í rekstri fyrirtækja sem tengdust
Frjálsri fjölmiðlun. Þrír sýknaðir eða ákærum vísað frá. Sektargreiðslur fjór-
menninganna lækkaðar um 100 milljónir frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Áfengisdrykkja tíðkast í svokölluðu VIP-
rými Laugardalsvallar, sem ætlað er útvöldum
gestum, en almennum áhorfendum er óheimilt að
drekka áfengi inni á vallarsvæðum þar sem
kappleikir fara fram á vegum KSÍ.
Gæsluverðir á völlunum hafa meðal annars það
verkefni að fylgjast með hvort reglunum sé
framfylgt og taka áfengi af fólki sem er með það
undir höndum.
Lengi hefur verið deilt um hvort heimila eigi
sölu áfengis á leikjum, líkt og tíðkast víða
erlendis, en KSÍ hefur í áraraðir haldið stíft í þá
stefnu að banna áfengisdrykkju, og sölu, með öllu
á vallarsvæðum. Ekki síst hefur þetta verið gert í
forvarnarskyni til þess að senda ungu kynslóðinni
þau skilaboð að áfengisneysla og metnaðarfullt
knattspyrnustarf fari ekki saman.
Ekki bara kaffi og brauð Lars-Emil Johansen
sagði af sér sem fjármálaráð-
herra í grænlensku landsstjórn-
inni í gær, aðeins mánuði eftir að
hann tók við embættinu.
Johansen, sem er fyrrverandi
forsætisráðherra, er einnig annar
tveggja þingmanna Grænlands á
danska þjóðþinginu. Landsþingið
í Grænlandi komst að þeirri
niðurstöðu að hann mætti ekki
gegna báðum embættunum í
senn, og því sagði Johansen af
sér.
Í yfirlýsingu sem hann sendi
frá sér ítrekaði hann þó fyrri
yfirlýsingar um að hann væri
fullfær um að sinna báðum
embættunum.
Þingið ósátt
Rússneski kaup-
sýslumaðurinn
Andrei Lugovoi,
sem ríkissak-
sóknari
Bretlands telur
sekan um
morðið á
Alexander
Litvinenko,
segist nú hafa
sannanir fyrir
því að breska leyniþjónustan hafi
átt hlut að morðinu.
Hann segir að Litvinenko hafi
verið njósnari fyrir bresku
leyniþjónustuna MI6, og sömu-
leiðis hafi rússneski auðkýfingur-
inn Boris Berezovsky, sem er í
útlegð á Bretlandi, einnig starfað
fyrir MI6.
Þá fullyrðir Lugovoi að breska
leyniþjónustan hafi reynt að fá
sig til að vinna fyrir sig.
Segir Breta eiga
hlut að máli
Örlygur Hnefill
Jónsson Samfylkingunni tók í
gær við formennsku í stjórn
Byggðastofnunar af Kristni H.
Gunnarssyni, þingflokksformanni
Frjálslynda flokksins. Örlygur
sagðist í samtali við Fréttablaðið
hlakka til að takast á við mörg
krefjandi verkefni sem stjórn
stofnunarinnar hefur inni á borði
sínu. Örlygur tók við stjórnarfor-
mennskunni á aðalfundi
stofnunarinnar sem fram fór í
Rúgbrauðsgerðinni.
Aðrir í nýrri stjórn stofnunar-
innar eru Drífa Hjartardóttir,
Einar Oddur Kristjánsson, Anna
K. Gunnarsdóttir, Herdís
Sæmundardóttir, Bjarni Jónsson
og Guðjón Guðmundsson, sem
jafnframt er varaformaður
stjórnar.
Örlygur for-
maður stjórnar
Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir umhverfisráðherra hefur
ráðið Önnu
Kristínu
Ólafsdóttur
sem aðstoðar-
konu en Anna
Kristín var
áður aðstoðar-
kona fyrrver-
andi borgar-
stjóra,
Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladótt-
ur.
Róbert
Marshall, fyrsti
varaþingmaður
Samfylkingar-
innar í Suður-
kjördæmi,
verður aðstoðar-
maður Kristj-
áns L. Möller
samgönguráð-
herra. Kristján
og Róbert handsöluðu ráðahaginn
í bíl ráðherra á Hellisheiði á
miðvikudag þar sem þeir voru á
leið á fund Samfylkingarinnar í
Inghól á Selfossi.
Anna Kristín
og Róbert til
aðstoðar