Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 6

Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 6
Smart og létt á fæti heilsteypt glös á tilboðsverði R V 62 36 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Tilboðið gildir út júní 2007 eða meðan birgðir endast. Þórunn Helga Kristjánsdóttir, sölumaður hjá RV Á tilboði íjúní 2007 heilsteypt rauðvínsglös,hvítvínsglös, bjórglös,kampavínsglös og sérríglös Imperial 42 cl rauðvínsglös 12 stk. 1.925 kr. Maldive 36 cl bjórglös 6 stk. 854 kr. Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. Karlmaður á fimmtugsaldri, Ingólfur Elíesersson, hefur verið dæmdur í Hæstarétti í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri þroskaheftri konu. Honum var jafnframt gert að greiða henni 800 þúsund krónur í miskabætur. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn framdi kynferðisbrotið gegn ungu konunni í september 2005. Hún vann á vernduðum vinnustað, í gróðurhúsi, og var maðurinn stuðnings- fulltrúi hennar þar. Hann kom til hennar þar sem hún var við vinnu sína og bað hana um að koma með sér heim. Hún neitaði því. Um kvöldið fór hún á fótboltaæfingu í Hagaskóla. Er hún kom út af henni beið maðurinn í bíl sínum fyrir utan. Þau fóru síðan heim til hans á gistiheimili Hjálpræðishersins, þar sem hann bjó um þær mundir. Þar hafði maðurinn tvívegis samræði við konuna. Hún var 33 ára þegar þetta átti sér stað og í sambúð með þroskaheftum einstaklingi. Var það mat dómsins að framburður hennar hefði verið trúverð- ugur og borinn fram í mikilli einlægni. Maðurinn hefði brugðist trúnaðartrausti hennar og misnotað sér þroskahömlun hennar á grófan hátt. Braut gegn þroskaheftri konu Meginmarkmið stjórn- málanna er að bæta kjör almenn- ings og skapa fjölskylduvænt og umhverfisvænt samfélag og sam- keppnishæft umhverfi fyrir atvinnulífið. Þetta sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Geir rakti áform ríkisstjórnar- innar eins og þau eru fram sett í stjórnarsáttmálanum og sagði stjórnina leggja áherslu á að raun- verulegt jafnrétti yrði leiðarljós í allri stefnumótun. Sagði hann kraftmikið efnahags- líf forsendu áframhaldandi upp- byggingu í menntamálum, sam- göngumálum og heilbrigðis- og félagsmálum og að eitt brýnasta verkefnið væri að tryggja stöðug- leika. Stefnt væri að frekari lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki, endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lág- og millitekjufólks og endur- skoðun vörugjalda og virðisauka- skatts. Geir vék einnig að áformum í málefnum yngstu og elstu kynslóð- anna og sagði stefnt að úrbótum á þeim sviðum. Í niðurlagi ræðu sinnar sagði Geir markmiðið að skapa íslenskt sam- félag „sem verður áfram í fremstu röð þjóða heims á hvaða lífskjara- mælikvarða sem litið er“. Ísland verði áfram í fremstu röð þjóða Forsætisráðherra segir meginverkefni stjórnmálanna að skapa hagstæð skilyrði. Tekur þú strætó oftar en einu sinni í viku? Tekur þú reykingabanninu fagnandi? Parið sem réðst á karlmann á sjötugsaldri í húsa- sundi á Laugaveginum aðfaranótt sunnudags er laust úr haldi. Parið játaði verknaðinn og segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að málið sé upplýst þó að enn sé verið að afla gagna. Maðurinn nef- og rifbreinsbrotnaði við árásina. Enn er leitað að tveimur mönnum sem gengu í skrokk á karlmanni í Breiðholti þessa sömu nótt. Bifreið mannanna er fundinn en ekkert hefur spurst til þeirra. Maðurinn sem þeir réðust á var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús en er á batavegi. Parið játaði verknaðinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.