Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 6
Smart og létt á fæti heilsteypt glös á tilboðsverði R V 62 36 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Tilboðið gildir út júní 2007 eða meðan birgðir endast. Þórunn Helga Kristjánsdóttir, sölumaður hjá RV Á tilboði íjúní 2007 heilsteypt rauðvínsglös,hvítvínsglös, bjórglös,kampavínsglös og sérríglös Imperial 42 cl rauðvínsglös 12 stk. 1.925 kr. Maldive 36 cl bjórglös 6 stk. 854 kr. Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. Karlmaður á fimmtugsaldri, Ingólfur Elíesersson, hefur verið dæmdur í Hæstarétti í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri þroskaheftri konu. Honum var jafnframt gert að greiða henni 800 þúsund krónur í miskabætur. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn framdi kynferðisbrotið gegn ungu konunni í september 2005. Hún vann á vernduðum vinnustað, í gróðurhúsi, og var maðurinn stuðnings- fulltrúi hennar þar. Hann kom til hennar þar sem hún var við vinnu sína og bað hana um að koma með sér heim. Hún neitaði því. Um kvöldið fór hún á fótboltaæfingu í Hagaskóla. Er hún kom út af henni beið maðurinn í bíl sínum fyrir utan. Þau fóru síðan heim til hans á gistiheimili Hjálpræðishersins, þar sem hann bjó um þær mundir. Þar hafði maðurinn tvívegis samræði við konuna. Hún var 33 ára þegar þetta átti sér stað og í sambúð með þroskaheftum einstaklingi. Var það mat dómsins að framburður hennar hefði verið trúverð- ugur og borinn fram í mikilli einlægni. Maðurinn hefði brugðist trúnaðartrausti hennar og misnotað sér þroskahömlun hennar á grófan hátt. Braut gegn þroskaheftri konu Meginmarkmið stjórn- málanna er að bæta kjör almenn- ings og skapa fjölskylduvænt og umhverfisvænt samfélag og sam- keppnishæft umhverfi fyrir atvinnulífið. Þetta sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Geir rakti áform ríkisstjórnar- innar eins og þau eru fram sett í stjórnarsáttmálanum og sagði stjórnina leggja áherslu á að raun- verulegt jafnrétti yrði leiðarljós í allri stefnumótun. Sagði hann kraftmikið efnahags- líf forsendu áframhaldandi upp- byggingu í menntamálum, sam- göngumálum og heilbrigðis- og félagsmálum og að eitt brýnasta verkefnið væri að tryggja stöðug- leika. Stefnt væri að frekari lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki, endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lág- og millitekjufólks og endur- skoðun vörugjalda og virðisauka- skatts. Geir vék einnig að áformum í málefnum yngstu og elstu kynslóð- anna og sagði stefnt að úrbótum á þeim sviðum. Í niðurlagi ræðu sinnar sagði Geir markmiðið að skapa íslenskt sam- félag „sem verður áfram í fremstu röð þjóða heims á hvaða lífskjara- mælikvarða sem litið er“. Ísland verði áfram í fremstu röð þjóða Forsætisráðherra segir meginverkefni stjórnmálanna að skapa hagstæð skilyrði. Tekur þú strætó oftar en einu sinni í viku? Tekur þú reykingabanninu fagnandi? Parið sem réðst á karlmann á sjötugsaldri í húsa- sundi á Laugaveginum aðfaranótt sunnudags er laust úr haldi. Parið játaði verknaðinn og segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að málið sé upplýst þó að enn sé verið að afla gagna. Maðurinn nef- og rifbreinsbrotnaði við árásina. Enn er leitað að tveimur mönnum sem gengu í skrokk á karlmanni í Breiðholti þessa sömu nótt. Bifreið mannanna er fundinn en ekkert hefur spurst til þeirra. Maðurinn sem þeir réðust á var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús en er á batavegi. Parið játaði verknaðinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.