Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Nemendur í meistaranámi
við hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands kynna
í dag lokaverkefni sín á
opnum fyrirlestri í Eir-
bergi. Ída Arnardóttir er
ein þeirra. Hún hefur rann-
sakað ráf meðal aldraðra á
hjúkrunar- og vistheimil-
um.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
að vinna með heilabiluðum sem
eru með hegðunartruflandi ein-
kenni eins og ráf. Þetta er hópur
sem heilbrigðisstarfsfólki finnst
erfitt að sinna og það vantar tví-
mælalaust fleiri úrræði fyrir þetta
fólk,“ segir Ída, sem er forstöðu-
maður á sambýli fyrir aldraða með
heilabilun í Kópavogi.
Aldraðir með skerta vitræna
getu vegna heilabilunar eiga það
til að ráfa og stundum verður ráfið
að vandamáli, til dæmis þegar við-
komandi ráfar út og týnist eða fer
sér að voða. Í lokaverkefni sínu
rannsakaði Ída, eðli, einkenni og
algengi ráfs og áhrif vitrænnar
getu á ráf.
„Ráf hefur ekki verið rannsakað
áður hér á landi. Í svokölluðu RAI-
mati sem allir vistmenn á hjúkrunar-
og öldrunarheimilum gangast undir
er spurt hvort viðkomandi ráfi. Því
er svarað jákvætt eða neikvætt en
niðurstöðurnar hafa ekki verið
rannsakaðar frekar. Við rannsókn
mína notaði ég þessar upplýsingar,
auk bakgrunnsspurninga og ráf-
kvarða Algase sem er amerískur
mælikvarði sem ekki hefur verið
notaður áður í Evrópu,“ segir Ída
en með ráfkvarðanum sem Ída
þýddi má greina ráfið í fimm teg-
undir: gönguáráttu, rýmisskyns-
stol, athyglisbreytingu, strok-
hneigð, eltingu og heildarráf.
„Ég vona að þessi kvarði verði
notaður í framtíðinni því þegar
ráfið hefur verið greint er auðveld-
ara að meðhöndla það,“ segir Ída
og útskýrir að ólíkar meðferðir
nýtist við ólíkum tegundum ráfs.
„Meðferð við ráfi er af ýmsum
toga og alls kyns óhefðbundnar
aðferðir eins og nudd eða ilmolíu-
meðferðir hafa reynst vel. Margir
eiga það til að ráfa upp frá matar-
borðinu og nærast því ekki sem
skyldi. Ég hef prófað að spila tón-
list við matarborðið en það fær
fólk til þess að sitja lengur,“ segir
Ída og bendir á að mestu skipti að
viðhalda jafnvægi milli hvíldar og
virkni svo einstaklingurinn ofreyni
sig ekki.
Í rannsókn Ídu kemur fram að
algengi ráfs er á bilinu 18,2 pró-
sent til 29,7 prósent. Ekki er fylgni
milli ráfs og aldurs eða kyns en
hins vegar er skýr fylgni milli vit-
rænnar getu og ráfs. Þeir sem eru
með mikla vitræna skerðingu ráfa
meira.
Ída segir að þótt ráf geti vissu-
lega verið vandamál hafi það
einnig jákvæðar hliðar. „Hreyfingin
er holl en það þarf að fylgjast vel
með þeim sem ráfa og tryggja að
umhverfi þeirra sé öruggt,“ segir
Ída.
Ída kynnir niðurstöður rann-
sóknar sinnar í dag ásamt öðrum
meistaranemum í hjúkrunarfræði.
Fyrirlestrarnir fara fram í Eir-
bergi og eru öllum opnir.
Mikilvægt að greina ráf aldraðra
Reykingar afar
óaðlaðandi
Þegar Marta Guðmundsdóttir
greindist með brjóstakrabba-
mein í október 2005 einsetti hún
sér að ná fullum bata og hét því
að ganga yfir Grænlandsjökul að
veikindunum afstöðnum. Hún
lagði af stað yfir jökulinn 23. maí
síðastliðinn og hefur nú lokið við
um þriðjung leiðarinnar.
Ferðin er farin á vegum
Krabbameinsfélags Íslands með
stuðningi Deloitte og 66°N og er
markmiðið tvíþætt. Annars vegar
að safna fé til styrktar krabba-
meinsfélaginu og hins vegar að
vekja konur til umhugsunar um
mikilvægi þess að fara reglulega
í skoðun. Meðan á göngunni
stendur eru seld póstkort til
styrktar Krabbameinsfélaginu
sem Marta mun undirrita og póst-
leggja í Tassilaq þegar hún kemur
niður af jöklinum.
Gústaf Gústafsson, markaðs-
og fjáröflunarstjóri Krabba-
meinsfélagsins, segir að söfunin
gangi vel. „Við erum ákaflega
stolt af Mörtu enda er hún frá-
bær fyrirmynd. Við hvetjum fólk
til þess að setja sér markmið
þegar það greinist með krabba-
mein og viljum vekja athygli á
því að fólk á góða möguleika á að
ná fullum bata,“ segir Gústaf.
Gönguleiðin er um 600 kíló-
metra löng og tekur um þrjár
vikur. Hægt er að fylgjast með
ferð Mörtu á síðunni: www.
martag.blog.is
Stuttur í spuna Naflaskoðun fjöl-
miðlamanns
Ætlar á fullu í lögmennskuna