Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 22

Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 22
[Hlutabréf] Flaga tapaði 605 þúsund Banda- ríkjadölum eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2007. Það samsvarar um 37,4 milljónum íslenskra króna. Tapið á sama ársfjórðungi í fyrra nam 877 þúsund Bandaríkjadöl- um. EBITDA-framlegð, rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir, var nei- kvæður um 202 þúsund Banda- ríkjadali. Tekjur ársins námu 7,2 milljónum Bandaríkjadala sem var samdráttur upp á 2,4 prósent. Í tilkynningu frá Flögu segir að endurskipulagningu á starfsemi Emblu, svefnrannsóknarverk- efni félagsins, sé nú farsællega lokið. Verkefnið fram undan sé að styðja við vöxt félagsins og afger- andi skref hafi verið tekin í þá átt. Yfirstjórn Flögu sé bjartsýn á að markmiðum þessa árs verði náð. Líkur á langtímarekstrarárangri félagsins séu góðar. Flaga tapar 37 milljónum Peningaskápurinn... ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 37 74 8 06 /0 7 Deuter Aircontact 50+10 SL Dömupoki í Aircontactlínunni frá Deuter. Sérhannaður fyrir konur. Verð 21.990 kr. Deuter Futura 32 AC Futura línan, sú mest selda í Evrópu! Dagpoki ársins í Outdoor tímaritinu 2004 og 2006. Regnvörn, Aircomfort burðarkerfi, 32 lítrar. Verð 10.990 kr. Futura 22 l.: 8.990 kr. Futura 28 l.: 8.990 kr. Futura 38 l.: 12.990 kr. Millet Hiker 38 l Frábær dagpoki. Innbyggð regnvörn. Verð 12.990 kr. Hiker 28 l verð: 10.990 kr. Hiker 22 l verð: 9.990 kr. . Deuter - bakpokaframleiðandi árs Aircontact pokarnir frá Deuter eru með stillanlegu baki, óviðjafnanlegu loftflæði, og innbyggðum regnpoka. Frábærir í lengri ferðir. „Fyrirætlanir um að taka félagið úr Kauphöll á grundvelli þessarar verðlagningar hugnast ekki mínum umbjóðendum,“ segir Hró- bjartur Jónatansson hrl. sem er talsmaður Stillu. Baráttan um yfir- ráð yfir Vinnslustöðinni tók á sig nýja mynd í gær þegar bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjáns- synir frá Rifi á Snæfellsnesi greindu frá því að þeir myndu í nafni Stillu leggja fram 85 pró- senta hærra gagntilboð í allt hluta- fé Vinnslustöðvarinnar en yfir- tökutilboð Eyjamanna ehf. hljóðar upp á. Stilla ætlar að greiða 8,5 krónur á hlut en Eyjamenn, sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, bjóða hins vegar 4,6 krónur. Stilla og tengdir aðilar fara með ríflega fjórðungshlut í Vinnslu- stöðinni en þó er sennilegt að raun- verulegur hlutur þeirra sé yfir 32 prósentum. Eyjamenn eiga rúman helming hlutafjár og hafa auk þess stuðning annarra hluthafa. Forsvarsmenn Stilllu ætla ekki að breyta áherslum í starfsemi fé- lagsins ef yfirtakan gengur eftir. „Það eru áfram kjöraðstæður í Eyjum fyrir svona rekstur,“ segir Hróbjartur. Ólíkt áformum Eyja- manna ætlar Stilla að reyna að halda félaginu skráðu í Kauphöll- inni og stuðla að dreifðari eignar- aðild en nú er með því að bjóða öðrum fjárfestum bréf til kaups. Umtalsverður hluti kaup- verðs Stillu verður fjármagnað- ur með lánsfé en Landsbankinn ábyrgist greiðslur. Miðað við til- boð félagsins er Vinnslustöðin metin á 13,3 milljarða króna, sem er 6,1 milljarði króna yfir til- boði ráðandi hluthafa. Hróbjart- ur segir að menn reikni ekki með því fyrirfram að 70 prósent hlut- hafa selji en útiloki það ekki heldur. „Menn vænta þess að þeir hluthafar sem vilja selja taki ákvörðun um það á viðskiptalegum forsendum.“ Forvígismenn Stillu telja að til- boð Eyjamanna sé fjarri því að endurspegla raunverulegt virði Vinnslustöðvarinnar þegar tekið er tillit til afkomu og eigna eins og aflaheimilda. Eyjamenn eru á önd- verðum meiði og benda á að sjóðs- streymislíkan tveggja banka gefi að verðmatsgengi Vinnslustöðvar- innar sé 4,7-5,0 krónur á hlut miðað við óbreyttan rekstur til framtíðar. Talið er að virði á afla- heimildum félagsins fari yfir tuttugu milljarða króna ef þær væru leystar upp. „Við munum hittast og fara vel yfir málin en ég reikna ekki með að við gerum neitt. Það er öllum frjálst að bjóða,“ segir Sigurgeir Brynjar eða Binni í Vinnslustöð- inni. Hugmyndin með yfirtökutil- boði Eyjamanna var sú að eiga fé- lagið og reka það. Hann reiknar með því að Eyjamenn ehf. eigi áfram hlutinn, en býst ekki við því að félagið hækki tilboð sitt til ann- arra hluthafa Vinnslustöðvarinn- ar. „Það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana.“ Bræðurnir frá Rifi bjóða sex milljörðum króna meira í Vinnslustöðina en sem nemur tilboði ráðandi hlut- hafa. Binni í Vinnslustöðinni reiknar hvorki með að Eyjamenn taki tilboði Stillu né hækki sitt eigið boð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.