Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 24
greinar@frettabladid.is
Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta ein-
staka vinnuveitanda í Vestmanna-
eyjum. Guðmundur og Hjálmar
Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt
fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyja-
menn gera sér vel grein fyrir alvöru
málsins, enda á Vinnslustöðin umtals-
verðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum
verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið.
Benedikt Jóhannsson, ritstjóri Viðskiptablaðs-
ins skrifaði nýlega um hagræðingu í íslenskum
sjávarútvegi. Niðurstaða hans var að staðan
í sjávarútveginum væri eðlileg hagræðing
sem kæmi þjóðarbúinu mjög vel. Íbúar þeirra
byggðarlaga sem verða að gjalda fyrir aukna
hagsæld þjóðarinnar ættu bágt, en fólk yrði
bara að hafa í huga að hagræðingarferlið myndi
ekki vara að eilífu.
Þetta er ekki mikil huggun harmi gegn
fyrir íbúa sjávarbyggða.
Heimamenn ætla sér að berjast en ljóst
er að slagurinn verður þeim dýrkeyptur.
Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa
Vinnslustöðvarinnar á meira en 8,5 á hlut,
mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða
króna. Og þeir peningar eru ekki ókeypis.
Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar
hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári
og þá á eftir að borga af lánunum. Takist heima-
mönnum að fjármagna þessi kaup má því búast
við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem
nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborg-
unum af þessum lánum, og þeir peningar verða
ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum.
Ljóst er því að óháð því hver vinnur kapp-
hlaupið um Vinnslustöðina, á það eftir að verða
félaginu dýrt. Og Eyjamönnum öllum.
Höfundur er varaþingmaður
Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Næsta Flateyri?
Þegar Tony Blair vann kosn-ingasigur í Bretlandi 1997,
birti bandaríska vikuritið
Newsweek mynd af Margréti
Thatcher á forsíðu undir fyr-
irsögninni „Sigur Thatchers“.
Það voru orð að sönnu, því að
Blair vék lítt frá þeirri stefnu,
sem Thatcher hafði markað frá
1979 við heiftarlega andstöðu
flokkssystkina Blairs. Hinn nýi
forsætisráðherra Verkamanna-
flokksins hafði óbeint viðurkennt,
að járnfrúin hafði haft rétt fyrir
sér. Þegar Samfylkingin gekk til
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
eftir kosningarnar 12. maí 2007,
gerðist svipað. Fylgt var nær
óbreyttri stjórnarstefnu. Þetta
var sigur Davíðs Oddssonar. Eftir
hörð átök fyrri ára viðurkenndi
hinn nýi samstarfsflokkur óbeint,
að Davíð hafði haft rétt fyrir sér.
Við erum fljót að gleyma.
Þegar Davíð Oddsson myndaði
fyrstu ríkisstjórn sína 30. apríl
1991, þótti eðlilegt, að ríkið ræki
atvinnufyrirtæki í samkeppni
við einkaaðila. Enn sjálfsagðara
var talið að ríkið styrkti þau
fyrirtæki, sem gætu ekki staðið
á eigin fótum. Skattar á fyrir-
tæki voru þungir, 45%, þótt fæst
greiddu þá vegna tapreksturs.
Skattar á einstaklinga voru einn-
ig þungir. Verðbólga hafði um
langt skeið verið miklu meiri en í
grannríkjunum og þrálátur halla-
rekstur á ríkissjóði. Stjórnmála-
menn og umboðsmenn þeirra
skömmtuðu mestallt tiltækt fjár-
magn, og þá skiptu flokksskír-
teini ósjaldan meira máli en
hæfileikar til nýsköpunar.
Davíð lagði til atlögu við
þennan Golíat. Hann tæmdi hjá
sér biðstofuna með því að leggja
niður opinbera sjóði. Hætt var að
nota almannafé til að halda uppi
taprekstri fyrirtækja. Með að-
haldi í peningamálum og ríkis-
fjármálum hjaðnaði verðbólga
niður í hið sama og í grannlönd-
unum (en þjóðarsáttin svonefnda
frá 1990 snerist í raun aðeins um
tímabundna verðstöðvun). Halla-
rekstri ríkisins var snúið í afgang,
sem nýttur var til að greiða upp
skuldir. Skattar á fyrirtæki voru
lækkaðir í 18%, en skatttekjurn-
ar jukust samt stórkostlega. Þær
runnu til stóraukinnar velferð-
araðstoðar. Á Íslandi eru barna-
bætur til láglaunafólks og líf-
eyristekjur að meðaltali hæst-
ar á Norðurlöndum. Fátækt er
hér samkvæmt alþjóðlegum mæl-
ingum ein hin minnsta í heimi og
tekjuskipting tiltölulega jöfn.
Eignaskattur, sem bitnað
hafði á öldruðu fólki með lágar
tekjur og talsverðar eignir og
þess vegna verið kallaður ekkna-
skattur, var felldur niður. Erfða-
fjárskattur var stórlækkaður.
Tekjuskatturinn, sem ríkið inn-
heimtir af einstaklingum, lækk-
aði úr 31% í 23% á tíu árum. Þó
hafa skatttekjur ríkisins af þess-
um skatti stóraukist. Áður hafði
ríkissjóður haft litlar sem engar
tekjur af fjármagnseigendum,
enda hafði arður verið lítill í
fyrirtækjum, húsaleigutekjur lítt
komið fram í skattframtölum og
vaxtatekjur verið skattfrjálsar.
Nú varð til nýr fjármagnstekju-
skattur, sem reynst hefur ríkinu
drjúg tekjulind. Hinar stórfelldu
skattalækkanir frá 1991 hafa
skilað stórkostlegum árangri.
Einkavæðingin skilaði ekki
síður árangri. Fyrirtæki ríkisins
voru seld fyrir mikið fé, röska
100 milljarða króna. Það var eins
og þau lifnuðu þá við, sérstak-
lega viðskiptabankarnir. Önnur
tegund einkavæðingar fólst í því,
að fjármagn, sem áður var óvirkt,
eigendalaust, óskráð, óveðhæft
og óframseljanlegt, varð nú
virkt. Það var leyst úr læðingi í
orðsins fyllstu merkingu. Þetta
á bæði við um samvinnufyrir-
tæki og fiskistofna, en árin eftir
1990 festist kvótakerfið í sessi
og er nú öfundarefni annarra
þjóða, sem tapa stórfé á fiskveið-
um. Mikið fjármagn hefur safn-
ast saman í íslensku lífeyrissjóð-
unum, sem eru að fyllast, á sama
tíma og lífeyrissjóðir margra
grannþjóða eru að tæmast. Hina
ævintýralegu útrás síðustu ára
má rekja til þess, að hér mynd-
aðist feikilegt nýtt fjármagn, um
leið og fyrirtækjum var búið hag-
stætt umhverfi.
Stjórnarsáttmáli Þingvalla-
stjórnarinnar nýju ber með sér, að
Samfylkingin vill læra af reynsl-
unni. Þar er lögð áhersla á að
skapa íslensku atvinnulífi sam-
keppnishæft umhverfi. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, sem forð-
um virtist lifa og nærast á and-
stöðu við Davíð Oddsson, tekur
nú undir þau sjónarmið, sem hann
beitti sér fyrir. Áður hafði gamall
mótherji Davíðs, Ólafur Ragnar
Grímsson, vakið á sér athygli með
ötulum stuðningi við íslensku út-
rásina. Sinnaskiptum þessara
fornu fjandmanna Davíðs ber að
fagna. Sumir eru önnum kafnir
að strika út af listum, til dæmis
Jóhannes í Bónus, eins og alræmt
varð í nýliðnum þingkosningum.
Aðrir telja betra að bæta við á
listum, fjölga frekar samherjum
en andstæðingum, sættast, þar
sem sættast má. Forsætisráð-
herra Þingvallastjórnarinnar,
Geir H. Haarde, er bersýnilega í
þeim hópi. Hann lyftir merkinu
frá Davíð fumlaust.
Sigur DavíðsÍ
ræðu sinni við setningu Alþingis í gær hrósaði forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson, frammistöðu fjölmiðla
landsins í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Eftir að hafa
farið nokkrum orðum um þróttmikla lýðræðishefð hér á
landi vék forsetinn að þætti fjölmiðlanna með þessum
orðum: „Að auki veitti nú fjölmiðlaflóran öllum flokkum fjöl-
þætt tækifæri til að koma boðskap til skila. Hin margradda
umræða í sérhverjum miðli er ótvíræð framför frá fyrri árum
þegar flokksmálgögnin þrengdu að og umræðuþættir í ljós-
vakamiðlum voru fáir.“
Forsetanum eru hér með þökkuð hlý orð. Okkur á Fréttablað-
inu þykir hrósið gott og teljum okkur eiga hluta í því.
Fyrir áhugamenn um forsetann, fjölmiðla og stjórnmálalífið
er athyglisvert að leggjast í örlítinn lestur á milli lína þessa
kafla. Sérstaklega þar sem forsetatíðar Ólafs Ragnars mun
vafalítið einna helst verða minnst fyrir að hann varð fyrstur
forseta lýðveldisins til þess að synja lögum staðfestingar, sem
einmitt voru lögð fram til höfuðs frjálsum fjölmiðlum lands-
ins.
Auðvelt er að gera sér í hugarlund að forsetinn hafi með
orðum sínum í ræðustóli Alþingis í gær verið að kinka kolli til
vorsins 2004 þegar allt ætlaði um koll að keyra vegna þessara
áforma þáverandi ríkisstjórnar.
Fjölmiðlalögin sem ríkisstjórnin hafði fengið samþykkt á
Alþingi voru ekki annað en illa dulbúinn draumur ákveðinna
stjórnmálmanna um að koma á föstum tökum ríkisvaldsins yfir
einkareknum fjölmiðlum.
Með setningu sérstakra fjölmiðlalaga átti að tryggja að fjöl-
miðlarnir gætu sinnt þeirri skyldu sinni gagnvart almenningi
að birta ólíkar skoðanir, fjölbreytt sjónarhorn, veita yfirvöldum
og sterkum hagsmunaaðilum aðhald og efla lýðræðislega um-
ræðu, sem er einmitt það sem fjölmiðlarnir eru sífellt að streða
við, án þess að sérstök lög þurfi til.
Staðreyndin er sú að íslensk fjölmiðlun er í ágætis lagi. Auð-
vitað má þar ýmislegt styrkja og lagfæra eins og í öllum rekstri
en það er ekkert sem lagasetning á borð við margboðuð fjöl-
miðlalög getur bætt úr um.
Fjölbreytni fjölmiðlanna er margfalt meiri en hún var á
dögum flokksblaðanna og einkareksturs ríkisins á ljósvaka-
markaði. Einkareknir miðlar stóðu til dæmis sína vakt með
prýði í umfjöllun um kosningabaráttuna og báru af í sumum
tilfellum. Kosningaumfjöllun Stöðvar 2 var til fyrirmyndar og
Silfrið hans Egils Helgasonar á sömu stöð langbesti umræðu-
þátturinn um pólitíkina.
Fjölmiðlalögin náðu ekki fram að ganga sumarið 2004, þökk
sé forsetanum. Á hverju þingi síðan þá hafa verið lögð fram
samsvarandi lagafrumvörp. Góðu heilli hefur ekkert þeirra
verið samþykkt.
Orð forsetans á þingi í gær verða vonandi lóð á vogarskálar
þess að öll slík áform verði lögð til hliðar.
Forsetinn og
fjölmiðlarnir