Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 30
Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari og eigin- kona hans, Analisa Monticello, opnuðu veitingastaðinn Sjávar- barinn við Grandagarð fyrir þremur vikum. Þar leggja þau áherslu á fjölbreytta fiskrétti og eru með hlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin. „Ég sá það í febrúar að þessi staður væri til leigu en áður hafði Radíó- miðun verið hér til húsa í tólf ár. Mér fannst þetta alveg kjörið rými fyrir veitingastað sem tæki um 40- 50 manns og fór þá að vinna í því að koma staðnum skemmtilega upp,” segir Magnús, sem lagði mikið upp úr því að staðurinn yrði opnaður á laugardegi til lukku en ekki á mánu- degi til mæðu. Magnús hefur verið í eigin veit- ingarekstri í tuttugu ár og rekið jafnt veitingahús og mötuneyti á þeim tíma en hefur þó verið í matargerð alla tíð. „Ég hef meðal annars unnið á skemmtiferðaskipi, fraktskipi og togara auk margra veitingastaða í miðbænum,“ segir hann og bætir við: „Uppáhaldsmat- reiðslan mín er að elda fisk enda hef ég séð það á ferðalögum mínum um heiminn að við erum með gull í höndunum því hráefnið okkar er svo rosalega fínt að það gerist ekki betra,“ segir Magnús og bætir því við að ferskur fiskur sé það besta sem hægt sé að fá og hægt sé að matreiða hann á ótal vegu. Hráefnið fær Magnús af Grand- anum en þar eru margir fisk- verkendur sem hann er í góðu sambandi við. „Eins fæ ég fisk frá Grindavík og Sandgerði auk fisk- markaðanna en ég hef verið lengi í bransanum og er því vel tengdur, þannig að hingað kemur ferskur fiskur mörgum sinnum í viku og frystikistan er aldrei notuð,“ segir Magnús og brosir. Fyrstu þrjár vikurnar hefur stað- urinn einungis verið opinn yfir dag- inn en í dag er fyrsti dagurinn sem er opið að kvöldi. „Við verðum með meiri sparifisk í kvöldverðarhlað- borðinu eins og humar, skelfiskrétti og skötusel og tjöldum þá meiru til en í hádeginu,“ segir Magnús og bætir því við glaður í bragði að heljarmikil dagskrá verði á Sjávar- barnum á Hátíð hafsins bæði á laug- ardeginum og sunnudeginum en þá verður hann einnig með ýmis tilboð í gangi á veitingastaðnum. uppskrift Kristjáns Frystikistan aldrei notuð Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.