Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 31

Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 31
Ágústa Backman keypti sér Lancer sem entist henni í sex ár. Það sama er ekki hægt að segja um tískukápuna hennar. Bestu kaup Ágústu gerði hún, eða öllu heldur faðir hennar fyrir hennar hönd, þegar hún var átján ára. „Ég keypti mér Mitsubishi Lancer árgerð ´82 og var alls ekki sátt við hann til að byrja með,“ segir Ágústa. „Hann var brúnn og það þótti mér ekki flott.“ Endanleg ákvörðun um kaup bílsins var í höndum föður Ágústu og niðurstöðinni varð ekki haggað. Lancerinn var einfaldlega besti fáanlegi bíllinn miðað við þau fjár- ráð sem í boði voru, hvað svo sem Ágústu fannst um litinn. Bíllinn var hinsvegar fljótur að sanna sig og gott betur en það. „Hann var bestur í heimi, alveg þangað til hann dó fyrir nokkrum mánuðum greyið,“ segir Ágústa. „Hann entist í sex ár, þurfti ekkert að gera við hann, fór með mig og vinkonur mína út um allt, upp á fjöll og yfir vötn.“ Þegar bíllinn dó var haldin lík- vaka og vinkonur Ágústu hittust og syrgðu bílinn. „Ég á aldrei eftir að finna bíl sem passar jafn vel við rauða hárið mitt og freknurnar,“ segi Ágústa. Ágústa segist vera svo góð viðskiptakona að hún geri aldrei slæm kaup, næstum aldrei. Eitt sinn keypti hún þó kápu og þrátt fyrir að líta út eins og „tveggja tonna hvalur“ að eigin sögn lét hún vinkonu sína sannfæra sig um að kaupa hana. „Kápan var í tísku og þess vegna átti hún að vera flott,“ segir Ágústa. „Hún var það samt ekki og þetta var í síðasta skiptið sem ég keypti eitthvað bara út af því að það átti að vera í tísku.“ Til að bæta gráu ofan á svart fór Ágústa út í kápunni um kvöldið en fékk svo hressileg ofnæmis- viðbrögð við efni kápunnar að hún gat einfaldlega ekki gengið í henni. Kápan olli Ágústu því ekki bara andlegum skaða heldur einnig líkamlegum. Góð kaup það. Bíll fyrir freknurnar Fallegar íslenskar peysur Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Blómadaginn laugardaginn 2. júní Innbyggt salerni kr. 24.900 allt settið Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Langur laugardagur 20% afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.