Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 34
BLS. 2 | sirkus | 1. JÚNÍ 2007
Heyrst hefur
B arnabörnin eru orðin tiltölu-lega mörg á skömmum tíma. Á síðustu níu mánuðum eignað-
ist ég þrjú barnabörn og svo átti ég
tvö fyrir svo þau eru orðin fimm í
heildina auk þess sem ég er einnig afi
hennar Ragnheiðar sem Geir og
Jóhanna eiga,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóri en Jóhanna,
dóttir hans og einn umsjónarmaður
Kastljóssins, og Geir Sveinsson, fyrr-
verandi handboltastjarna, eignuðust
son hinn 25. maí. Sonur Jóhönnu og
Geirs vó tæpar 19 merkur og mældist
54 cm. „Ég er búinn að kíkja á hann,
þetta er fjallmyndarlegur strákur,“
segir Vilhjálmur og stoltið leynir sér
ekki. „Helga Björk, dóttir mín, átti
stelpu í byrjun ársins og Baldur, sonur
minn, eignaðist stelpu í september.
Þetta eru allt yndisleg og falleg börn
og heilbrigð og það er fyrir öllu,“ segir
borgarstjórinn, sem hefur gaman af
barnabörnunum. „Ég hef gaman af
afahlutverkinu en vildi að ég hefði
meiri tíma til að eyða með börnun-
um. Ég hitti þau þó reglulega og fylg-
ist með þeim. Það er svo gaman að sjá
persónuleika þeirra myndast og fylgj-
ast með þeim styrkjast og mannast.“
Vilhjálmur segist ekki vita hvort
hann fái nafna þegar Jóhanna og Geir
Sveinsson skíra nýjasta fjölskyldu-
meðliminn. „Ég hef ekki hugmynd um
það og hef ekkert velt því fyrir mér.
Það er til svo mikið af Vilhjálmum í
ættinni. Þetta hefur mikið breyst,
krakkarnir finna sér nöfn sem eru
ekkert endilega tengd fjölskyldunni
og það er engin pressa frá mér. Aðal-
atriðið er að barnið sé heilbrigt og að
því líði vel.“
indiana@frettabladid.is
JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA OG GEIR SVEINSSON EIGNUÐUST SON
Á DÖGUNUM. VILHJÁLMUR BORGARSTJÓRI BÝST EKKERT ENDILEGA VIÐ NAFNA EN
NÝTUR SÍN Í AFAHLUTVERKINU.
ÞRJÚ BARNABÖRN
Á NÍU MÁNUÐUM
FEÐGIN Vilhjálmur ásamt Jóhönnu dóttur
sinni.
M agnús Scheving og félagar í Latabæ eru búnir að gera samninga um gervalla Suður-Ameríku um sýningar á leikriti sem byggt
er á sögunni um Latabæ. Um er að ræða sýningar í að minnsta
kosti tólf löndum, þar á meðal Chile, Brasilíu, Ekvador, Hondúr-
as og Mexíkó, en fyrsta sýningin verður í Buenos Aires, höfuð-
borg Argentínu, hinn 16. júní næstkomandi.
„Leikritin eru unnin í samvinnu við heimafólk en við tökum
mismikinn þátt í uppsetningunum,“ segir Þórólfur Beck, sem er
yfir viðskiptaþróun hjá Latabæ. „Í öllum tilvikum útvegum við
þó leikritið sjálft.“
Með sýningunum í Suður-Ameríku má segja að Latibær sé kom-
inn aftur á byrjunarreit. Magnús Scheving gaf upphaflega út
bók um Latabæ en í kjölfarið fylgdu tvær leiksýningar, sem
sýndar voru í Loftkastalanum og Þjóðleikhúsinu, sem nutu
gríðarlegra vinsælda hér á landi og lögðu að einhverju leyti
grunninn að Latabæjarveldinu.
„Þetta eru í raun sömu leikrit en við setjum
þau upp á annan hátt og kararkterarnir eru
orðnir þróaðri, búningarnir breyttir og svo fram-
vegis. Það stendur ekki á áhuganum og það eru
margir sem vilja vera með,“ segir Þórólfur en
Latibær er nú sýndur í 109 löndum. „Þeir suður-
amerísku aðilar sem við erum að vinna með
eru mjög reyndir á þessu sviði og hafa sett
upp sýningar fyrir stóra aðila á borð við
Disney og Barney. Þeir segja að miðað
við viðbrögðin sem við höfum fengið í
miðasölu hafi engin sýning fengið jafn
góðar viðtökur. Latibær er jú líka mjög
vinsæll hérna en þættirnir eru talsettir á
spænsku og portúgölsku.“
Latibær í Suður-
Ameríku Latibær
er á leið til Suður-
Ameríku þar sem
hann verður settur á
svið í tólf löndum.
LATIBÆR Á SVIÐ Í SUÐUR-AMERÍKU
Fyrsta plata færeyska folans
Plata Jógvans Hansen, fyrstu X-factor
stjörnu landsins, kemur út hinn 11. júní.
Samkvæmt staðfestum fréttum frá
útgáfufyrirtækinu Senu mun plata
Jógvans einfaldlega bera nafnið Jógvan.
Á plötunni verða lög sem Jógvan syngur
á ensku, bæði eftir hann sjálfan sem og
aðra þekkta listamenn. Hinn færeyski
Jógvan heillaði þjóðina í X-factor
sjónvarpsþættinum og fékk 70%
atkvæða í úrslitaþættinum en þar keppti
hann við vinkonur sínar í Hara, þær Hildi
og Rakel Magnúsdætur. Þessi 28 ára
hárgreiðslumaður sýndi og sannaði í
raunveruleikaþættinum að hann er alvöru
poppstjarna sem getur sungið og flutt
alls konar tónlist og því bíða án efa
margir eftir fyrstu plötu færeyska folans.
Sirkusbloggið vinsælt
Sirkus hefur opnað sitt eigið blogg. Á
blogginu verður hægt að fylgjast
daglega með fréttum frá blaðamönnum
Sirkuss sem og lesa það helsta úr blaði
hvers föstudags. Bloggið fór á fullt á
miðvikudaginn og þá skoðuðu um fimm
þúsund manns það, sem gerir Sirkus-
bloggið eitt
vinsælasta
blogg
landsins. Slóð
Sirkusbloggs-
ins er www.
blogg.visir.is/
sirkus.
PABBINN Geir
Sveinsson og
Jóhanna
eignuðust son
á dögunum.