Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 40
BLS. 8 | sirkus | 1. JÚNÍ 2007 Ég hlakka ofboðslega til að fara í frí og vera bara með Garðari. Það er eina planið sem ég hef næstu mánuðina,“ segir Tinna Lind Gunnarsdóttir, unnusta Garðars Thors Cortes, en hún er um þessar mundir að útskrifast af leiklistar- braut Listaháskóla Íslands. „Skólinn er búinn að vera mikið ævintýri. Það hefur bæði verið ofsa- lega gaman og ofsalega leiðinlegt í skólanum en hann hefur verið mjög lærdómsríkur. Ég hef kynnst sjálfri mér vel við hinar ýmsu aðstæður og stundum jafnvel betur en ég vildi,“ segir Tinna Lind. „Það er svo mikil gagnrýni sem nemendur í svona námi fá og sú gagnrýni er svo per- sónuleg. Það er ekki bara sett út á einhver verkefni sem þú hefur gert heldur er sett út á göngulag þitt, tal- anda og svo framvegis og maður fær alveg nóg af því. Seinni part námsins er aðaláherslan samt á að þjálfa okkur í að vera skapandi listamenn þar sem maður nýtir sér þá tækni sem hefur verið kennd, svona þegar maður er farinn að ganga rétt og tala eins og manneskja,“ segir hún og hlær. „Skólinn hefur oft verið erfiður en það stafar oftast nær af því að maður er eitthvað að flækjast fyrir sjálfum sér. Það sem situr samt eftir er hvað þetta er skemmtilegt.“ Tinna Lind, sem er 28 ára, ákvað að sækja um í Listaháskólanum fyrir um fjórum árum. Áður hafði hún ætlað að gerast flugmaður. Hóf atvinnuflugmannanám en hætti þegar hún átti lítið eftir og komst inn í leiklistina. „Þegar ég var að læra að fljúga sögðu vinkonur mínar að þetta væri ekki nógu gefandi vinna fyrir mig í framtíðinni. Ég gat ekki hugsað mér að gera neitt annað en að fara í leiklist en sagði þeim að ég tímdi ekki að eyða fjórum árum í leiklistarskóla. Ári eftir að ég hafði látið þau orð falla tímdi ég því hins vegar,“ segir Tinna Lind og segist alls ekki sjá eftir því. „Ég sé heldur ekkert eftir tímanum og peningunum sem fóru í flugið og ég held að það séu mikil forréttindi að fá að framkvæma bæði draum númer eitt og draum númer tvö.“ Flutti ung að heiman Tinna Lind er sveitastelpa, alin upp á Kirkjubæjarklaustri, en fluttist ung að heiman. „Foreldrar mínir voru einmitt að flytja þaðan og ég var að ná í gömlu gullin mín til þeirra. Er með dúkkur, barnatennur og gömul listaverk úti í bíl,“ segir Tinna bros- andi. „Æskuárin á Kirkjubæjar- klaustri voru voðalega góð og mikið frelsi fyrir börn að geta hlaupið úti fram á kvöld en á unglingsárunum fór ég að verða órólegri. Ég á ekkert nema góðar minningar þaðan en þegar ég var sextán ára var ég meira en tilbúin að fara þaðan.“ Tinna fluttist til Reykjavíkur og fór í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún bjó í eitt ár hjá vinafólki foreldra sinna, í eitt ár leigði hún íbúð með vinum sínum í Laugarnesi en endaði í Hvassaleiti. „Ég er alltaf að flytja,“ segir Tinna kímin. „Ég vissi alltaf að ég myndi flytja að heiman ung enda á ég eldri systur sem hafði gert það sama. Ég viðurkenni það hins vegar alveg að mér finnst skrýtið að vita til þess að sextán ára krakkar geri slíkt hið sama í dag. En ég var allavega alveg tilbúin.“ Tinna segist alltaf hafa verið einn af foringjunum í bekknum á Klaustri. Segist samt frekar vera baka til nú orðið en láti í sér heyra þegar henni sýnist svo og geti ekki setið á sér sé henni misboðið á einhvern hátt. „Ég get líka stundum verið skvetta en ég er samt ekki svona út um allt,“ segir hún og brosir. Kærulaus á flugi í Los Angeles Tinna kláraði menntaskólann á þremur og hálfu ári. Fór þá í flug- skólann og starfaði meðfram námi sem gjaldkeri í banka. „Blekið var varla þornað á skírteininu mínu þegar ég fór til Los Angeles með vin- konu minni til að safna flugtímum. Ég var þar í mánuð og það var mikið ævintýri. Ég veit hins vegar ekki hvort ég myndi hætta mér út í það núna,“ segir Tinna Lind og skellir upp úr þegar hún rifjar upp þennan tíma. „Ég var svo kærulaus þá. Það er mjög mikil flugumferð í Los Angeles, ekki eins mikil tilkynningaskylda hjá flugvélum eins og hér á landi, og þær þurfa jafnvel ekki að vera með radíó svo enginn veit af þeim. En mér þótti þetta mikið stuð þá og við flugum í marga klukkutíma á dag.“ Skúffuskáld Tinna segist ekki vita hvað taki við nú þegar hún er að útskrifast úr Listaháskólanum. Ætlar að minnsta kosti að byrja á því að elta unnust- ann til Englands. „Ég vil vera alveg róleg og læra að vera í fríi, því það er eitthvað sem ég kann ekki. Ég er líka með hálfgerða gelgju gagnvart leik- húsinu – sem er kannski bara eðli- legt fyrir þá sem eru að útskrifast, úr hvaða námi sem það svo er. Ég held að það sé hollt að fólk komi gagnrýn- ið út úr námi og að í því felist þróun- in í hvaða fagi sem er. Þó að það eigi ekki að kollvarpa öllu þá held ég að nýjungarnar komi með nýju fólki. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hafa örugglega sitthvað að segja um gang mála á sjúkrahúsunum o.s.frv. Ég ætla kannski að reyna að skapa eitthvað sjálf – skrifa og svona,“ segir Tinna sem á eitthvað af efni í skúff- unni. „Hver veit nema það fái ein- hvern tímann að líta dagsins ljós,“ segir hún. Tinna segist ekki vita hvort hún eigi eftir að reyna fyrir sér í leiklist- inni á Englandi. „Þetta eru mjög ólíkir heimar. Ég þarf bara að kynna mér málið í rólegheitunum og sjá hvernig allt virkar þar og hvernig mér líst á. Það eru ábyggilega einhverjir hópar sem eru að gera eitthvað í anda þess sem ég vil gera og þá verð ég bara að leita þá uppi. En ég er rosalega óráðin núna. Ég vil ekki festa mig í einhverju heldur gefa sambandi okkar Garðars meiri tíma,“ segir Tinna, sem hefur verið með Garðari Thor í ein sex ár. Hitti hann fyrst á rölti í miðbæ Reykjavíkur. Tinna segist ekki vilja tala mikið um samband þeirra. Segir þau ekki vera gift en bendir á trúlof- unarhring á hendi sér. „Ekki ennþá en ætli við munum ekki enda uppi við altarið,“ segir Tinna sposk og vill lítið ræða málin. Sirkus hefur þó heimildir fyrir því að Tinna og Garðar muni ganga í það heilaga í sumar. Sjómannslíf Það hefur verið mikið ævintýri í gangi hjá Garðari Thor síðustu mán- uði en plata hans kom út í Bretlandi fyrir skömmu. Tinna segir flakkið ekki koma neitt sérlega illa við sig. „Hann hefur alltaf verið á miklu flakki milli landa, jafnvel þótt það hafi ekki allt komið fram í fjölmiðl- um,“ segir Tinna. Þau Garðar reyna að hittast eins oft og þau geta. „Við fundum það út að þrjár vikur eru svona hámarkið sem við getum verið í sundur og þá reynum við að hittast. Svo koma líka stundir sem mig lang- ar allt í einu að fara út og hitta hann. En þetta venst svo sem eins og allt annað. Þetta er svolítið eins og að eiga mann sem er sjómaður,“ segir Tinna. „Svo vitum við ekkert hvernig þetta á eftir að þróast eða í hvaða farveg hans mál fara. Hann er alla- vega búinn að koma plötunni út og hún gengur bara vel.“ Kynþokkafullur Garðar Tinna og Garðar Thor vinna að vissu leyti í sama bransanum og reyna að veita hvort öðru stuðning. „Við erum mjög heppin með það og við skipt- umst á að hífa hvort annað upp,“ segir Tinna, sem hefur þó nokkrum sinn- um séð Garðar Thor syngja eftir að plata hans kom út í Bretlandi. „Ég verð stundum svolítið meðvirk og fer sjálf öll að svitna þegar hann stígur á svið,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig það komi við hana að Garðar sé trekk í trekk valinn kyn- þokkafyllsti karlmaður landsins svarar Tinna um hæl: „Mér finnst hann allavega voða kynþokkafullur.“ Tinna stefnir á að flytja út til Garð- ars Thors eftir tónleika hans með Sin- fóníuhljómsveit Íslands 7. júní næst- komandi. Hún segist ekki vita hvað taki við. „Ég vil bara vera frjáls og ef það er eitthvað rosalega spennandi sem kemur upp get ég stokkið á það. Mig langar ekki að vera í þeim spor- um að hafa lent einhvers staðar held- ur vil ég vanda mig við að velja það sem ég geri og standa með því – gera það sem ég hef áhuga á sem listamað- ur og manneskja.“ kristjan@frettabladid.is Fylgir ástinni til Englands Tinna Lind Gunnarsdóttir er að útskrifast af leiklistarbraut í Listaháskólanum í haust en ætlar að fylgja Garðari Thor til London. SIRKUSMYND/ANTON Tinna Lind Gunnarsdóttir er nýútskrifuð leikkona og unnusta Garðars Thors Cortes. Tinna rifjar upp æskuna, námið og veltir fyrir sér framtíðinni í samtali við Sirkus. „ÉG VERÐ STUNDUM SVOLÍTIÐ MEÐ- VIRK OG FER SJÁLF ÖLL AÐ SVITNA ÞEGAR HANN STÍGUR Á SVIÐ.“ Garðar Thor Mun giftast Tinnu Lind í sumar en þau eru búin að vera saman í sjö ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.