Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 42
 1. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið dýrin stór og smá Páfagaukurinn Tóbías lék nýverið stórt hlutverk í sjón- varpsauglýsingu fyrir Wrigley ś tyggigúmmíið, sem er gerð fyrir erlendan markað. Ef marka má eigandann gæti vel farið að verkefnin yrðu fleiri, þar sem hann sýndi stjörnu- takta. „Auglýsingin var tekin uppi á Geit- landsjökli, við Langajökul, og við fengum sérstaka undanþágu svo hann fengi að gista í Reykholti. Við vorum þarna í tvær nætur þar sem það var of kalt í veðri fyrir Tobba fyrsta daginn til að gera nokkurn skapaðan hlut. Þann næsta var aftur á móti logn og blíða þótt það væri fimmtán stiga frost, þannig að þá var hægt að mynda. Við hefðum aldrei unnið án þess að vera örugg um að hann þyldi veðurfarið,“ segir eigandi Tóbíasar, Jennifer Elinor Ester Einarson. Að sögn Jennifer stóð Tóbías sig með stakri prýði á meðan tökur fóru fram og ekki leið á löngu þar til flestir í tökuliðinu höfðu fallið kylliflatir fyrir persónutöfrum og dugnaði þessa litskrúðuga Green Wing Macaw-páfagauks. „Það er alveg óhætt að segja að hann búi yfir ómældum leikhæfileikum og hafi jafnvel náð að skyggja á mennsku leikaranna,“ segir hún og hlær. Tóbías á að vísu ekki langt að sækja hæfileikana, þar sem hann var áður í eigu leikarapars- ins Stefáns Karls Stefánssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, og hafði aðeins reynt fyrir sér í leiklistinni þegar hann lék á móti Stefáni í þætti af Latabæ. Eins og flestir vita eiga páfagaukar auð- velt með að líkja eftir eigendum sínum, þannig að ekki er ólíklegt að hann hafi lært eitthvað af at- vinnumönnunum meðan á vistinni stóð. „Tobbi talaði að vísu ekki alveg eins mikið og búist var við, þar sem hann er einstaklega málglaður að upplagi,“ segir Jennifer og bætir við að henni finnist þó ekki óeðli- legt að smá feimni geri vart við sig hjá listamanni sem er að stíga sín fyrstu spor á framabrautinni. Þótt Tóbías hafi enn ekki náð að skapa sér stórt nafn í kvikmynda- bransanum segir Jennifer að engu að síður hafi verið komið fram við hann eins og stjörnu meðan á tökum stóð. Til marks um það fékk páfagaukurinnn sérstaka aðstöðu líkt og um Hollywood-stjörnu væri að ræða og var þess ávallt gætt að vel færi um hann í tökum. En skyldi frammistaða páfa- gauksins í Wrigley´s-auglýsing- unni hafa kallað á fleiri verkefni? „Ekk ennþá, enda er enn verið að vinna í auglýsingunni úti í Pól- landi,“ segir Jennifer. „Við bíðum spennt eftir að fá eintak sent til landsins.“ Hún útilokar þó ekki að framhald verði á, að því tilskildu að þeim Tobba lítist vel á hug- myndina. roald@frettabladid.is Upprennandi kvikmyndastjarna Jennifer er hér með Tóbías en hún og eiginmaður hennar reka gæludýraverslunia Furðufugla og fylgifiska. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Hundurinn hefur fylgt mannin- um frá ómunatíð. Hann hefur trítlað á eftir húsbónda sínum hvert sem leiðin liggur. Út í búð, um ókunn lönd og jafnvel út í geim. Hann hefur jafnvel fylgt upp á hvíta tjaldið. Sumir hundar hafa heillað okkur svo í bíómyndunum að þeir skyggja á mennska meðleikara sína. Sumir vegna þess hversu vel þeir eru þjálfaðir, aðrir vegna þess hversu sætir þeir eru og enn aðrir einfaldlega vegna þess hversu ógeðslegir þeir eru. Lassí hefur átt hug og hjörtu vesturheims síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1938. Frægðarsól þessa viðkunnanlegu Rough Collie-tíkur reis hæst í sjónvarpsþáttum 1954 til 1974 og á þeim tíma var varla það barn sem ekki þekkti Lassí og vildi alveg eins hund á heimilið. Þrátt fyrir að kjölturakkinn Benji væri ekki jafn glæsileg- ur og Lassí var hann engu síður vinsælli. Svo skemmtilega vill til að kvikmyndin um Benji kom út sama ár og sjónvarpsþættirnir um Lassí hættu, árið 1974, og því um eiginlegan arftaka að ræða. Margir hafa jafnframt gengið svo langt að kalla myndina um Benji eina bestu fjölskyldumynd allra tíma. Þegar kemur að lögregluhund- um deila Hooch, Rex og K-9 titl- inum. Rex og K-9 eru keimlík- ir, enda báðir Schäfer-hundar. Hooch er af öðru sauðahúsi og ein óvenjulegasta hundastjarna hvíta tjaldsins. Það skýrir kannski af hverju aldrei var gerð framhaldsmynd. Einn frægasti hundur kvik- myndasögunnar verður samt að teljast Cujo en öfugt við hinar stjörnurnar er ekki nokkurt barn sem vill fá þetta skrímsli inn á heimilið. tryggvi@frettabladid.is Besti vinurinn á hvíta tjaldinu K-9 og Rex voru báðir af Schäfer-kyni og miklar hetjur. Lassí er Audrey Hepburn hundastjarnanna. Á því er enginn vafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.